Nýja ríkisstjórnin vill láta það verða sitt fyrsta verk að lækka stórlega veiðigjaldið sem samþykkt var á síðasta þingi, þrátt fyrir að útgerðin í landinu hafi rakað saman ofsagróða undanfarin ár og ekkert bendi til að lát verði á því. Ríkisstjórnin vill þannig minnka tekjur ríkisins fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind landsmanna um marga milljarða á ári, þrátt fyrir að forystumenn stjórnarinnar séu síkvartandi yfir að staða ríkissjóðs sé slæm.
Viðbúið er að stjórnin reyni að koma þessu frumvarpi gegnum þingið á næstu dögum, og hætt er við að nógu margir stjórnarþingmenn muni styðja það til að það verði samþykkt. Sem betur fer er hægt að stöðva lög sem þingið samþykkir ef meirihluti kjósenda er þeim mótfallinn. Allt bendir til að svo sé, enda studdu meira en 80% kjósenda ákvæði um þjóðareign á auðlindum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrármálið 20. október í fyrra. Til að kjósendur fái að segja skoðun sína á málinu þarf forsetinn bara að synja lögunum staðfestingar. Það hefur sitjandi forseti nokkrum sinnum gert, og svo vel vill til að hann hefur tjáð mjög afdráttarlausa skoðun varðandi kvótamálin og þjóðaratkvæðagreiðslur, í útvarpsviðtali í fyrra (byrjið að hlusta á 12:27). Þar segir Ólafur Ragnar þetta:
„Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu ef að einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt. Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig að það séu fá mál jafn vel fallin til þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin þá, sjálf, að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni …“
Til að tjá skoðun sína á þessu máli, svo forseti þurfi ekki að velkjast í vafa um vilja stórs hluta kjósenda ef þingið samþykkir frumvarpið, er hægt að skrifa undir þessa áskorun. Athugið að þegar það er gert er sendur póstur á netfangið sem maður gefur upp og þá þarf að smella á slóð í póstinum til að staðfesta undirskriftina, svo hún verði skráð.
Forsetinn verður í Þýskalandi 24.-28. júní. Kæmi ekki á óvart að þingið afgreiddi málið með hraði og fengi svo handhafa forsetavalds til að staðfesta það.
Þetta er ekki kvótafrumvarp Einar, heldur skattafrumvarp. Ertu að leggja til að skattar verði nú ákvarðanir i þjoðaratkvæði?
Það yrði æðislegt fyrir okkur unga sjálfstæðismenn að fá fordæmi um að skattalagabreytingar fari í þjóðaratkvæði.
Vertu ekki að snúa út úr Ragnhildur.
Málið snýst um auðlindagjald sem meirihluti þjóðarinnar hafði stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Minnist þess ekki Haukur, að auðlindagjald hafi verið a kjörseðlinum, hvað þá ákveðin upphæð. En þú rifjar það þá upp fyrir mig.
Ragnhildur: Eins og Jón Steinsson útskýrir ágætlega hér er fráleitt að tala um veiðigjaldið sem skatt. Það er eins og að kalla það skatt ef ríkið leigir einkaaðila hús sem ríkið á;
http://blog.pressan.is/jonsteinsson/2013/06/18/hus-rikisins/
Einar, hvorki ríkið eða þjóðin eiga fiskinn i sjónum. Ríkið hefur aðeins umráða rétt til að ráðstafa veiðiheimildum innan lögsögu a grundvelli verndar stofnanna, en fiskurinn er frjáls.
Ef veiðigjaldið er ekki skattur, er það þá ekki frádráttarbær kostnaður frá tekjuskatti? Þýðir það þá ekki að ansi margir hafi kannski greitt of mikið í tekjuskatt og eiga inni endurgreiðslu?
Eru menn ekki alveg að horfa framhjá aðalatriðinu. Á 48 klukkustundum hafa safnast 20 þúsundir undirskrifta. Hvort sem þetta er skattur eða gjald þá er greinilega mikil óánægja með þetta frumvarp. Við því eiga kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að bregðast.
Helmingurinn er falinn og engin leið að komast að því hvort verið sé að setja inn nöfn á listan gegn vilja viðkomandi. Auk þess virðist vera eitthvað af gervimönnum þarna sem ekki hafa kennitölu. Þetta er dálítið langur vegur frá Icesave söfnuninni.
Fannar. Stutt óvísindaleg könnun þar sem 15 síður voru valdar að handahófi leiddi í ljós að 28% völdu að svara ekki. Það telst nú varla helmingur þótt óvísindalegt sé. Ef þú lýtur á formið á undirskriftarlistanum sérðu að ekki er krafist kennitölu við undirskrift. Út frá persónuverndarsjónarmiði er bara skiljanlegt, að þeir sem vilja ekki flagga kennitölu sinni, þurfi þess ekki. Hvað Icesave varðar þá varð sú söfnun til, að landsmenn sáu að þeir geta haft áhrif oftar, en bara á kjördag. Sannarlega hið besta mál.
Fannar. Þetta átti að sjálfsögðu að vera….völdu að birta ekki nafn sitt.
Ég á fiskinn í sjónum eins og aðrir Íslendingar. Ef núverandi útvegsmenn eru of aumir til að sækja hann fyrir mig ræð ég þá menn til verksins sem ráða við það. Annars get ég vel sótt mína fiska sjálfur.
þetta er svo fyndið !! …En að sjálfsögðu mun Forseti staðfesta þessi lög sem aldrei gætu fallið undir þjóðaratkvgr. þetta er ekkert sambærilegt við kvótamál ,þetta er skattamál ef menn ekki skilja !
Fyndið?
Já, að mörgu öðru leyti.
Ísland er í hringiðu alþjóðavæðingar, útgerðin verður að skila hagnaði, enda getur eignaraðild erlendra fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum á íslandi orðið allt að 49%
Rætt hefur verið um gjaldtöku vegna leigu á orkuauðlindum með furðanlegri lítilli mótstöðu.
Máttleysi fráfarandi ríkisstjórnar er varða auðlindir landsins er drepfyndin.
„Ný ríkisstjórn: Áætlun um innköllun aflaheimilda hefjist 2010“
http://www.fiskifrettir.is/frettir/6530/
„Steingrímur telur stjórnina lifa Magma-málið af. Niðurstaða fundar óljós“
http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/07/26/steingrimur-telur-stjornina-lifa-magma-malid-af-nidurstada-fundar-oljos/
Nei, sé ekki forseta neita staðfestingar miðað við aumingjaskap fráfarandi ríkisstjórnar og sama tíma afskiptaleysi hans sjálfs.