Þriðjudagur 09.07.2013 - 15:32 - 5 ummæli

Ólafur Ragnar, veiðigjöld, valdaklíkur

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu.
Vafalaust mun Ólafur reyna að rökstyðja ákvörðun sína, þótt augljóst sé að hann brjóti gegn þeim grundvallarreglum sem hann hefur sjálfur notað til að útskýra fyrri synjannir.  Ég velkist hins vegar ekki í vafa um hver sé hin raunverulega ástæða þess að hann ansi ekki kalli almennings í þetta skiptið, verði sú raunin:
Í þau þrjú skipti sem Ólafur hefur synjað lögum staðfestingar hefur yfirgnæfandi meirihluti almennings verið andvígur þeim, alveg eins og gildir nú.  Í fyrri skiptin hafa átökin hins vegar líka verið á milli ólíkra voldugra valdaklíkna í landinu.  Því er ekki að heilsa núna; þótt þeir fjórflokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu séu andvígir nýju lögunum hafa þeir lítið haft sig í frammi í þessu máli.
Það er augljós „gjá milli þings og þjóðar“ í veiðigjaldamálinu nú.  En, það eru engar valdaklíkur fyrir Ólaf til að spila á, og honum er skítsama um þennan almenning sem flestir héldu kannski að væri þjóðin í hans huga.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Einar Steingrímsson

  Hitt er svo annað mál að Ólafur Ragnar er snjallasti PR-maður allra tíma á Íslandi, og þótt víðar væri leitað, svo vel má vera að hann sjái sér einhvern hag í því að synja lögunum sem ég kem ekki auga á …

 • Þá er komin gjá á milli þjóðarinnar og forsetans.

 • Á þessu landi ríkir ekki lýðræði, það eitt er ljóst.

  Ef ekki verður gripið í taumana mun þetta versna á kjörtímabilinu. Rifrildi næsta árs um veiðileyfagjöld verða nákvæmlega eins, dettur einhverjum annað í hug? Þau verða væntanlega lækkuð enn frekar og nýjar afsakanir notaðar, t.d. lægra fiskverð eða eitthvað álíka.

  Sjávarútvegur fékk að skuldsetja sig í botn í erlendum myntum fyrir hrun til að fjárfesta í allt öðru en sjávarútvegi. Þær eignir töpuðust að miklu leyti í hruni og erlendar skuldir hækkuðu upp úr öllu valdi (vegna glæfrarstarfsemi bæði hins opinbera og fjármálageirans fyrir hrun). Lágmarksafskriftir voru framkvæmdar hjá völdum sjávarútvegsfyrirtækjum til að halda rekstri gangandi og svo þau gætu borgað af himinháum skuldum sínum. Það er að segja; vegna útlánabólu banka sitjum við núna uppi með lægri veiðileyfagjöld. Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því.

  Ég hvet allt ungt fólk til að pakka saman og yfirgefa landið, það virðist hvort sem er vera stefna þeirra til lengri tíma sem ráða ferð nú.

 • Þennan mann átti að stöðva 2004 þegar hann stoppaði fjölmiðlalögin.

  En þá hentaði það ekki vinstri mönnum vegna þess að málið varðaði hagsmuni auðmanna sem keypt höfðu Samfylkinguna og marga þingmenn hennar.

  Hentistefna var tekin fram yfir eðlilega stjórnskipan og þjóðarhag.

  Forsetinn tók völdin í landinu með stuðningi vinstri manna.

  Auðvitað átti þingið allt að sameinast um að stöðva þetta brjálæði 2004.

  Hóta að setja manninn af.

  Nú situr þjóðin uppi með ónýtt stjórnkerfi og einvald.

  Þetta geggjaða ástand segir allt um hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð.

  Þetta getur aðeins endað með ósköpum.

 • Það er rétt, Rósa, þetta getur aðeins endað með ósköpum úr því sem komið er. Aftur á móti eru ósköpin eina leiðin til að stöðva þetta rugl.

  Ísland er formlega orðið að ‘oliarchy’ (mundi ekki íslenska orðið) eftir óformlegheit þess til fjölda ára.

  Til hamingju með daginn, landsmenn góðir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur