Fyrir tæpum þrem árum skrifaði ég pistil með fyrirsögn sem átti að vera háðsádeila á það fáránlega fyrirkomulag að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn. Fyrirsögnin, sem var uppspuni, var „Bankarnir skipa stjórn Fjármálaeftirlitsins“ og ég hélt sem sagt að hugmyndin væri svo biluð að lesendur skildu þannig hversu fráleitt mér finnst að flokkarnir […]
Fyrir fáum vikum hneykslaðist innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, á því að andstæðingar trúboðs ríkiskirkjunnar í skólum vildu „forða börnunum okkar frá boðskap um … kærleika“. Hanna Birna er ekki svo illa gefin að hún viti ekki að þetta eru ósannindi sem hún fór með. Hún veit líka að það er ekki í anda kristilegs kærleika […]
Sögnin að fatlast hefur nokkrar merkingar, þar á meðal að forfallast (fatlast frá verki) og að skaðast eða meiðast. Það er væntanlega það sem Vigdís Finnbogadóttir átti við þegar hún sagði að RÚV hefði fatlast svolítið. Að orðið þýði líka að missa einhverja hæfni sem venjuleg er meðal fólks gerir ekki að verkum að orðið […]
Svo virðist sem margir skilji ekki hvernig 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi virkar, svo ég ætla að útskýra hvernig þetta gerist: Ég les grein eftir Hrafnhildi Ragnarsdóttur um að íslenskir karlmenn séu allir meðlimir i þeirri ógnarstjórn sem kúgar konur og beitir þær ofbeldi, eða grein eftir Stefán Mána um að það sé kynbundið […]
Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa). Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi. Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von […]
Í gær sendi ég eftirfarandi fyrirspurn til innanríkisráðherra vegna þess sem virðist vera minnisblað frá ráðuneytinu sem lekið hafi verið til fjölmiðla. (Ég hef ekki fengið svar enn.) Greinilegt er að þessu minnisblaði hefur verið dreift víða, en svo virðist sem ráðuneytið hafi ekki ansað lögmönnum þess fólks sem fjallað er um og sem fóru […]