Sunnudagur 29.12.2013 - 12:38 - 5 ummæli

Bankarnir skipa stjórn FME. Í alvöru

Fyrir tæpum þrem árum skrifaði ég pistil með fyrirsögn sem átti að vera háðsádeila á það fáránlega fyrirkomulag að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn.   Fyrirsögnin, sem var uppspuni, var „Bankarnir skipa stjórn Fjármálaeftirlitsins“ og ég hélt sem sagt að hugmyndin  væri svo biluð að lesendur skildu þannig hversu fráleitt mér finnst að flokkarnir á Alþingi ákveði sjálfir hverjir passi upp á að ekki sé svindlað, þeim í hag, í  kosningum.

Þetta var greinilega hrapallegur misskilningur hjá mér.

Halla Sigrún Hjartardóttir vann hjá Íslandsbanka frá 2002 til 2011, en síðustu tvö árin starfaði hún hjá Straumi, sem er fjárfestingabanki. 

Í viðtali við DV í gær sagði hún:

„Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum“

Væntanlega ber að skilja þessa yfirlýsingu sem svo að hún standi í umtalsverðum fjárfestingum, en telji ekki að þær komi neinum við, þótt hagsmunir hennar séu  samofnir hagsmunum stórfyrirtækja, og því beint eða óbeint hagsmunum fjármálafyrirtækja.

Halla var nýlega skipuð stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Haukur Kristinsson

  Framsjallar nota ekki einu sinni leppa til að fela spillinguna.

  Treysta á heimsku þjóðarinnar.

 • Guðmundur Hörður Guðmundsson

  Er þess hvergi getið í lögum að stjórnarformaður FME verði að veita slíkar upplýsingar um fjárhagsleg tengsl og hagsmuni? Ekkert í nýju upplýsingalögunum?

 • Almenningur er svo vanur því að vera kúgaður að hann leyfir þessu að gerast. Á sama tíma kreista flestir fram heimskulegt og vandræðalegt bros og tína til tilfinningarök fyrir því af hverju þetta er í lagi.

  Þetta gerist jafnvel þó að fjármálakerfið stefni i NÁKVÆMLEGA SÖMU ÁTT og fyrir síðasta hrun.

  Heilaþvotturinn hér á landi er algjör.

  Við eigum skilið það sem er í vændum.

 • Skúli Sigurðsson

  Fjármálaeftirlitið virðist fyrst og fremst hafa eftirlit með því að bankarnir og fjármálastofnanir hafi það fínt.

  Hef sjálfur reynt það á eigin skinni þegar ég ætlaði að leggja fram kæru á einn bankann. Mætti í höfuðstöðvar FME með kæruna og öll fylgigögn en var vísað út og sagt að FME tæki bara við kærum á netinu.

  Annars sýnist mér það vera ágætis þumalputtaregla að líta svo á að lýsandi nöfn á svona batteríum eins og „Fjármálaeftirlitið“ eða „umboðsmaður skuldara“ bendi yfirleitt til þess að þessi batterí starfi einmitt ekki í þágu þeirra sem nafn þeirra gefi til kynna. Þ.e.a.s. að Fjármálaeftirlitið starfi fyrst og fremst í þágu fjármálakerfisins sem og umboðsmaður skuldara.

  Umboðsmaður Alþingis er undantekningin í þessu tilfelli.

 • SKÚLI Sigurðsson leggur hér fram mjög mikilvægan punkt.

  Allar þessar stofnani og „eftirlit“ ríkisins þjóna ekki almenningi, þær þjóna þeim sem eiga peningana og hafa völdin.

  Síðan þjóna þær þeim sem þar vinna.

  Þess vegna er það eitt mikilvægasta hagsmunamál almennings að þessar stofnanir verði allar lagðar niður.

  Fjármálaeftirlitið?

  Hvenær hefur hinn venjulegi alþýðumaður þegið eitthvað gott frá þessari stofnun?

  Þetta er lygi – ríkiskerfið allt er af sama meiði – lygi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur