Fimmtudagur 05.12.2013 - 20:44 - 8 ummæli

Svona virkar átak gegn kynbundnu ofbeldi

Svo virðist sem margir skilji ekki hvernig 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi virkar, svo ég ætla að útskýra hvernig þetta gerist:
Ég les grein eftir Hrafnhildi Ragnarsdóttur um að íslenskir karlmenn séu allir meðlimir i þeirri ógnarstjórn sem kúgar konur og beitir þær ofbeldi, eða grein eftir Stefán Mána um að það sé kynbundið ofbeldi þegar karl ryðst framfyrir konu í biðröð  (kannski man ég líka eftir greininni hans frá í fyrra um að kynlíf án ástar sé ofbeldi).  Þetta hvetur mig til að tala við nauðgarana í kunningjahópnum og útskýra fyrir þeim að það sé, faktískt, ljótt að nauðga.  Síðan tala ég við hina, og útskýri fyrir þeim að þetta bandalag þeirra um að kúga konur, og beita þær ofbeldi eins og biðraðatroðningi, sé brot á mannréttindum, fyrir utan að vera kynbundið ofbeldi (og minni þá líka á að segja „ég elska þig“ áður en þeir leyfa konunum sínum, eða einhverjum öðrum konum, að ríða sér).
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.  Mér sýnist vinir mínir allir vera hættir að nauðga eftir þessa ádrepu sem þeir fengu frá mér, og hinir eru hættir að troðast í biðröðum (hins vegar hafa nokkrar vinkonur mínar komið að máli við mig og kvartað yfir þessu helv. stemmingardrepandi málæði þegar þær vilja bara fá að ríða í hvelli).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Theodór Gunnarsson

    Þegar ég las þessa grein eftir þessa konu, þá virtist hún virkilega sjá fyirir sér að það sé fræðilegur möguleiki að útrýma ofbeldi gegn konum. Til þess þarf bara að stunda ofsalega massífan áróður, efla réttarkerfið, draga úr vægi sönnunarbirði, tala um hlutina, virkja karlmenn og ala þá rétt upp, og yfirleitt vinna mjög markvisst að þessu takmarki. Hér er ég auðvitað ekki bara að vitna í þessa tilteknu konu, ég held að þetta skiljist.

    Það sem ég er að velta fyrir mér er hver fórnarkostnaðurinn verður. Mér finnst þetta nú þegar vera byrjað að verða dálítið súrt og það fær mig til að vera hóflega bjartsýnn á að framundan sé tóm hamingja, a.m.k. fyrir karlmenn.

  • Eiríkur Stefánsson

    HAHA 😀 góður vinkill, ætla að fræða alla nauðgaravini mína strax á morgun

  • Ragnheiður

    Mikið svakalega er nú gott Einar að þú vitir allveg hvenig þetta virkar .

  • Bjarni Tryggvason

    Hef sjálfur dregið alveg heilmikið úr nauðgunum eftir þessi skrif hennar Hranhildar. Hinsvegar er ég enn soldið frekur í biðröðum, það er bara eitthvað svona dýrslegt sem kemur upp í manni við þær aðstæður.

  • Haraldur Ingi Haraldsson

    Karlmenn eru drottnarar. Þeir eru aldrei minnimáttar, aldrei kúgaðir, aldrei láglaunaðir, aldrei arðrændir, aldrei beittir ofbeldi og svo framveigis.

    Þess vegna dugar ein heildarmeðferð á allt kynið. Sparnaðurinn og hagræðingin er augljós.

  • Eyjólfur

    Nú er 16 daga átak í ömurlegum alhæfingum og hópblammeringum að ganga um garð. Með þessum kyndilberum er ekki að vænta þátttöku minnar (pen leið til að segja „count me out!“). Það er synd, því málstaðurinn er góður.

    Ég hlakka mikið til raunverulegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi og mun glaður leggja mitt lóð á vogarskálar þess.

    Góðar stundir!

  • Það er ekkert til sem hægt er að kalla kynbundið ofbeldi. 6.000 tilkynningar til barnayfirvalda á ári fá minni umfjöllun í fjölmiðlum en 300 komur í kvennaathvarfið á ári, af því umfjöllun fjölmiðla er kynbundin, ekki ofbeldið sjálft.

    Þannig er það að ein nauðgun og morð á Indlandi er fréttaefni í margar vikur á BBC og öðrum fréttamiðlum í heiminum á meðan 40.000 morð á ári fá enga umfjöllun. Af því að umfjölloun fjölmiðla er kynbundin, ekki ofbeldið.

    Þess vegna er það ekki frétt að daglega eru rúmlega 2.000 karlmenn myrtir í heiminum, en það er frétt á Íslandi að kona verði fyrir sýruárás að meðaltali einu sinni á dag á Indlandi, af því að umfjöllun fjölmiðla er kynbundin, ekki ofbeldið sjálft.

    Karlar eru u.þ.b. 80% myrtra í heiminum, einnig á Íslandi, en það þarf ekki að vera með neytt átak vegna þess, af því að svona átök sérhagsmunahópa eru kynbundin, ekki ofbeldið sjálft.

  • Hvað er ofbeldi?
    Telst það til dæmis vera andlegt ofbeldi þegar manneskju er meinað að umgangast sín eigin börn að ástæðulausu?
    Ef svo er þá er það ofbeldi sem beinist nánast alfarið að öðru kyninu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur