Föstudagur 31.01.2014 - 14:30 - 4 ummæli

Saksóknari, Hanna Birna og Vítisenglar

Eftirfarandi bréf var ég að senda ríkissaksóknara (Sigríði Friðjónsdóttur), með spurningum vegna „rannsóknar“ hennar á lekamálinu í innanríkisráðuneytinu.
Auk þess sem þar er spurt má velta fyrir sér hvort það skipti máli hér að ríkissaksóknari (og lögreglan, sem hefur ekki aðhafst þrátt fyrir kærur) sé undirmaður ráðherrans, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  Vissulega á ráðherra ekki að geta skipt sér beint af meðferð saksóknara á sakamálum, en allir vita hvers konar hefndaraðgerða er auðvelt að grípa til, og hversu algengt slíkt er í íslenskri stjórnsýslu gegn þeim sem leyfa sér að gera valdafólki lífið leitt.
Sérkennilegt í framgöngu lögreglu og ríkissaksóknara í þessu máli er að þeir sem grunaðir eru um alvarleg lögbrot séu bara beðnir kurteislega um að afhenda gögn sem gætu varpað ljósi á málið.  Má búast við að næst þegar einhverjir Vítisenglar eru grunaðir um ofbeldisverk verði þeim sent bréf og þeir beðnir um að afhenda vopn sem þeir gætu hugsanlega hafa notað?
Eða eru kannski ekki allir jafnir fyrir lögunum á Íslandi?
——————————————————————————————————————————————
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2014-01-31
Subject: „Rannsókn“ á lekamálinu
To: Sigríður Friðjónsdóttir <sigridur.fr@tmd.is>
Til ríkissaksóknara
Sæl SIgríður
Hér, http://www.rikissaksoknari.is/um-embaettid/frettir/nr/67, stendur að þú hafir farið fram á að „fá frekari gögn og upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort málinu verði vísað til lögreglurannsóknar“.  Umrætt mál er svokallað lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem grunur leikur á að háttsettir starfsmenn þess hafi framið alvarleg brot.
Það eru meira en tveir mánuðir síðan þetta mál komst í hámæli, og síðan það var kært til lögreglu.
Af hverju er þetta mál „rannsakað“ með því að biðja ráðuneytið, þ.e.a.s. það fólk sem hlýtur að liggja undir grun um alvarleg lögbrot, um gögn, sem þú gefur því mánuði til að setja saman og afhenda?
Af hverju voru æðstu starfsmenn ráðuneytisins, þar á meðal ráðherra og aðstoðarmenn hennar, ekki yfirheyrðir strax í upphafi málsins?  Er algengt að fólk sem grunað er um alvarlega glæpi sé beðið um að afhenda gögn um málið, og að ríkissaksóknari bíði svo vikum eða mánuðum saman eftir að fá fullnægjandi gögn?
Að síðustu:  Er eðlilegt að lögregla, sem þetta mál var kært til fyrir meira en tveim mánuðum, hafi ekkert aðhafst?  Hver ber ábyrgð á því?
Bestu kveðjur,
Einar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Einar Steingrímsson

    Og, eins og var verið að benda mér á, þá spyr maður hvort ekki hefði verið eðlilegt að gera strax húsleit í ráðuneytinu, til að komast að því hvort gögnin væri að finna þar, á pappír eða í tölvum.

  • Haukur Kristinsson

    Það er þér til sæmdar Einar Steingrímsson að halda þessu máli vakandi.

    En við sem þjóð erum að sökkva dýpra og dýpra niður í kviksyndi spillingar og banality. Of fáir þingmenn sýna málinu áhuga, annað hvort of latir eða huglausir, nema hvoru tveggja sé.
    Utan þings ert þú, að því er mér virðist, einn af þeim fáu sem hefur svo á beri hafið upp raustina.

    Jú, Jónas Kristjánsson skrifar sterka pistla um málið, en of fáir hlusta.

    Og Egill Helga er orðinn linur, malagos, auðsveipur valdinu.

    „Erst kommst das Fressen, dann die Moral“. Brecht.

  • Hanna Birna fer illa af stað sem ráðherra…lekamálið og svo forsjármál Hjördísar og Kim, þar er ekki allt með felldu. Hanna Birna kemst í hann krappan láti hún kné fylgja kviði miðað við orð hennar á þinginu…http://forrettindafeminismi.com/2014/01/28/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-hanna-birna-svarar/

  • Erna Ólafsdóttir

    EKKI gagngrýna neinn sem tilheyrir einhverju Embætti, hvað svo sem það heitir! Þetta lið kann og getur sko hefnt sín, sem það gerir kinnroðalaust. Veit sko allt um það.
    Stíga létt og hljóðlega til jarðar, svo ekki styggir þú einhvern titilberann! Það getur verið rándýrt!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur