Föstudagur 07.02.2014 - 13:26 - 1 ummæli

Hanna Birna verður að víkja

Ríkissaksóknari tók í dag þá ákvörðun að lögreglurannsókn ætti að fara fram á lekamáli innanríkisráðuneytisins.   Það er seint í rassinn gripið, því hinir grunuðu hafa nú haft tvo og hálfan mánuð til að eyða gögnum og tala sig saman um hvað þeir eigi að segja í yfirheyrslum, sem hefðu auðvitað átt að fara fram um leið og lekinn varð ljós, þann 20. nóvember, eða a.m.k. ekki síðar en þegar grunurinn var tilkynntur lögreglu, í lok nóvember.

En nú hlýtur að vera ljóst að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, verði að víkja á meðan rannsóknin stendur yfir.  Hún er nefnilega æðsti yfirmaður lögreglunnar sem á að rannsaka grun um lögbrot í ráðuneytinu sem hún ber ábyrgð á.

Auðvitað ætti Hanna Birna að segja af sér fyrir fullt og allt, vegna þess hvernig hún hefur hagað sér í þessu máli, þar sem hún hefur ítrekað neitað að svara augljósum spurningum um það, hellt sér yfir þingmenn sem hafa leyft sér að spyrja slíkra spurninga, og haldið því fram að rannsókn hafi verið gerð á málinu, af stofnun sem ekki  vill staðfesta  að hafa gert það, auk þess að hafa enga þekkingu af því tagi sem til þarf.

En, það er vonandi útilokað annað en að ráðherra víki að minnsta kosti tímabundið.  Nema endanlega eigi að lýsa frati á allt sem heitir eðlilegt réttarfar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur