Föstudagur 06.06.2014 - 16:33 - 24 ummæli

Kona í opinberri stöðu níðir karl

[Að gefnu tilefni (vond umræðuhefð) er rétt að taka fram að ég er hér ekki að lýsa yfir stuðningi við neitt af því sem Hannes Hólmsteinn hefur nokkurn tíma sagt.]
Í frétt í Vísi í dag, þar sem fjallað er um ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, er eftirfarandi haft eftir Kristínu Ástgeirsdóttur, sem rætt var við sem framkvæmdastýru Jafnréttisstofu:
„Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi.“
Prófum nú að snúa kynjahlutverkunum við og hugsum okkur að deildarforseti Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands hefði sagt eftirfarandi, um yfirlýsingar Kristínar um kynjamál:
„Hér á ráðstefnunni er heimsfræg fræðikona sem heitir Michelle Kimel.  Hún hélt fyrirlestur í gær um gramar konur á tíðahvörfum.  Þær kenna körlum um að þær fái ekki stöður og líði ekki vel, eða hvað það nú er.  Sjónarmið Kristínar fara ansi nálægt því að vera af þessum toga.“
Hver hefðu viðbrögðin orðið?  Því er fljótsvarað; það hefði allt orðið brjálað.  Eðlilega, því burtséð frá því hvað manni fyndist um málflutning Kristínar þá væri það ekki boðlegt að forstöðumaður ríkisstofnunar talaði með þessum hætti.
En, á Íslandi hefur það áunnist í „jafnréttisbaráttunni“ sem rekin er fyrir almannafé, að kona í stöðu Kristínar getur átölulaust leyft sér að tala með sóðalegum hætti, í krafti embættis síns, um karlmann með rangar skoðanir.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

 • Haukur Kristinsson

  Öll þessi átök, „fighting“, manna á milli i akademiunni sem og forstöðumanna ríkisstofnana er öllum til skammar og engum til góðs. Ég hef starfað og verið í náum tengslum við marga háskóla en hvergi upplifað svona „stríðsástand“. Einnig hvernig stjórnsýslan og fyrirtæki reyna að þagga niður í fræðimönnum háskóla, sem falla þeim ekki í kramið. Ein skýringin gæti verið sú að hér einkennast ráðningar í háskólastöður sem og ríkisstofnanir of mikið af cronyism og í gegnum klíkur. Flokkapólitík á ekkert erindi í háskólastofnanir. Nil.

 • Góð ábending, ágæti Einar!

  Skrif þín og viðleitni til að benda á veilur í þessum hjáfræðum eru til fyrirmyndar.

  Og með því tek ég ekki heldur undir málflutning H.H. Gissurarsonar.

  Ég þekki ekki nógu vel stöðu mála á Íslandi varðandi launajafnrétti.

  Hins vegar veit ég að það sem hann segir um stöðu karla er rétt.

  Nánast alls staðar á Norðurlöndum og sennilega í Vestur-Evrópu standa karlar, einkum þeir yngri, höllum fæti í samanburði við konur.

  Það er nánast sama hvar niður er borið, meira að segja í Noregi hefur verið leitt í ljós með fjölmörgum rannsóknum að ungir karlar standi mjög veikt í samanburði við jafnöldrur sínar.

  Mjög stórir hópar eru ekku til, þeir eru ekki í vinnu, ekki í námi, virðast vera hvergi.

  Um þetta hefur verið mikið fjallað í fjölmiðlum í Noregi. Ég hef séð svipaðar fréttir frá Danmörku og Svíþjóð og svo auðvitað U.K.

  Mér finnst skrýtið að ekkert er sagt frá þessu í íslenskum fjölmiðlum sem ég tel mig fygjast vel með.

  Skrýtin er sú jafnréttishugsun sem leiðir þessar staðreyndir algjörlega hjá sér.

  Hvað veldur því?

  Kveðja og þakkir fyrir góða pistla.

  Rósa G.G.

 • hallgeður pétursdóttir

  …þetta er málið. spursmálið er hvenær rönkum við við okkur konur? erum að andskotast á körlum?- ég hef samúmð með körlum-skoðum kröfur uppeldis á,, DRENGINN“

  ömurleg þessi kæfivörn, ég var spur, hver er summan af einum og þremum?

 • Hefur lýsingin „gramar konur á tíðahvörfum“ sama fræðilega vægi og „angry white men“?

  Því þegar ég gúgla reiðu hvítu kallana þá koma upp einhverjar sextíu milljón vísanir.

  Ég geri ráð fyrir að einhverjar vísi í fræðilegar umræður innan háskóla.

  En ef ég gúgla svo t.d. „angry women in menopause“ þá ná tilvísanir ekki einni millu.

  • Einar Steingrimsson

   Áttu við, Jóhann, að „angry white men“ sé fræðilegt hugtak sem skýri málflutning Hannesar?

 • Varla þarf ég að skýra hugtakið fyrir þér.
  Né hvernig Hannes tengist því.

  Ég var aðeins að benda þér á að til staðar er áhugaverður tölfræðilegur munur á grömum konum og reiðum körlum.

  Annað var það svo sem ekki.

 • Það er allt í lagi.

  En ef þú vilt að ég skýri frekar hvað ég á við, þá var ég bara að benda þér á að það er ekki einfaldlega hægt að skipta út „grömum“ fyrir „angry“, né körlum fyrir kerlingar, svo ekki sé talað um tíðahvörf og hvítan húðlit, og jafnframt ætlast til að það megi teljast áhugaverð „vísindaleg“ andmæli.

  Hvað varðar alla þessa þætti, þ.e.: Reiður, gramur, kona, maður, tíðahvörf og hvítur húðlitur, þá er nákvæmlega ekki nokkurn skapaður hlutur af þessu í þinni fræðigrein. sem getur með nokkrum áhugaverðum hætti sagt fyrir um útkomuna.

  Með öðrum orðum:

  Þetta viðfangsefni er algerlega fyrir utan stærðfræði.

  Það er ekki þar með sagt að þú getir ekki haft eitt og annað áhugavert til málanna að leggja.

  En þú gerir það ekki sem stærðfræðingur.

  Og þar af leiðandi ekki sem fagmaður.

  • Einar Steingrimsson

   Áttu við að það séu til fræði, fagleg þekking, sem gera það eðlilegt að tala um Hannes sem „angry white man“, en engin hliðstæð fræði sem geri það merkingarvert að tala um konur með tíðahvörf?

 • „engin hliðstæð“ spyr þú. Látum það vera, enda má finna hliðstæð fræði um hvaðeina í reynsluheimi manna.

  En ég fæ ekki betur séð en að „angry white man“ vísi með skilmerkum hætti í hvora tveggju, fræðigreinina sem varðar stjórnmál, og hina sem varðar kynjamun.

  Satt að segja skil ég ekki hvað þér er óskiljanlegt í því.

  Nú er ég farin að klifa, og tel því tilhlýðilegt að kveðja þig.

  Vertu blessaður.

 • Gunnar Th. Gunnarsson

  Ekki eru þessi ummæli Kristínar síður óhugguleg:
  „„Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn.“

 • Grétar Thor

  Þessi. Frasi „angry white male“ snýst um rökvillu femínismans um forréttindi. Að af því að hvítir, gagnkynhneigðir karlmenn eru forréttindahópur þá sé ekkert mark á neinum takandi sem er í þeim hópi og að þeir eigi ekkert erindi í umræðuna um réttindabaráttu.

  Reyndar uppfyllir Hannes ekki alveg hlutverk sem Kristín nefnir þarna.

  Þessi rökvilla er óspart notuð af ofstækisfemínistum til að þagga niður í óþægilegum rökum og staðreyndum. Sérstaklega þegar kemur að svokölluðum „men’s rights movements“. Karlmenn sem eru að berjast fyrir réttindum karla. „Check your privilege“ ruglið (gúgglið þennan frasa). Þessu er fleygt fram til að þurfa ekki að rökræða neitt frekar.

  Mér finnst það bera vott um fyrirlitningu að láta hafa eftir sér það sem Kristín sagði.

  http://www.nytimes.com/2013/11/24/books/review/angry-white-men-by-michael-kimmel.html?_r=0

 • Illugi Jökulsson

  Ég ætla nú ekki að blanda mér í þessu umræðu, að öðru leyti en því að ég skil ekki alveg hvað þér þykir athugavert við annars vegar þau ummæli sem þú hefur eftir Kristínu Ástgeirsdóttur og hins vegar þau sem þú býrð til sjálfur um „Michelle Kimel“. Ég hef kannski misst af einhverju í „umræðuhefðinni“ en hvað er að þessum ummælum?

  • Einar Steingrimsson

   Það sem mér finnst óboðlegt við þetta, Illugi, er að manneskja sem kemur fram í hlutverki sínu sem opinber starfsmaður skuli beita svona persónulegu (og auðvitaðð algerlega ómálefnalegu) níði.

   Auðvitað er hægt að hafa þá afstöðu að fólk í opinberum stöðum megi segja hvað sem er, um hvern sem er, þegar það kemur fram í krafti stöðu sinnar. Mér finnst það hins vegar alls ekki; heldur eigi að gera miklu meiri kröfur til fólks sem er í þannig stöðum, þar sem það á að þjóna hagsmunum almennings en aldrei láta eigin ómálefnalegu prívatskoðanir í ljós í því hlutverki.

   Ein ástæða fyrir þessari afstöðu minni er einmitt sú afstaða að stjórnsýslan eigi að þjóna hagsmunum almennings, og engum öðrum hagsmunum. Vissulega er stundum brotið gegn þessu í öðrum löndum, en á Íslandi er nánast regla að fólk í opinberum stöðum komist upp með það. Það er góð ástæða, tel ég, fyrir því að fólk í opinberum stöðum í nágrannalöndunum sem lætur svona út úr sér sleppur í besta falli með því að biðjast opinberlega afsökunar, en þarf oft að segja af sér.

   Þetta er sem sagt í mínum huga hluti af þeim skorti á siðferði sem einkennir íslenska stjórnsýslu, og er miklu verri á Íslandi en í nágrannaríkjunm.

  • Sölvi Helgason

   Ekki hirði ég hvort „angry white males“ eru utan gátta eða innan eða hvort þeir eru yfirleitt til.

   Blessun er að þurfa ekki að hafa skoðun á öllu.

   Hitt sé ég og heyri að „white knight manginas“ eru til og setja sig sjaldan úr færi að japla á tuggum og tilduryrðum.

  • Siggi Sigurddsson

   Kæri Illugi,

   Hér barmar þú þér yfir „ad hominem“ árásum á persónu þína: http://blog.pressan.is/illugi/2014/06/04/vill-framsoknarflokkurinn-thessa-nyju-imynd/

   Þú semsagt virðist þekkja ómaklegar árásir þegar þú verður fyrir þeim.

   En þú áttar þig alls ekki á því þegar annar maður sem (þér virðist ekki vel við) verður fyrir hreinni „ad hominem“ árás. Og til að bæta gráu ofan á svart er árásin á grundvelli kynferðis, af hendi manneskju sem fer fyrir stofnun sem á að tryggja að kynferði sé ekki breyta.

 • Illugi Jökulsson

  Jahérna. Ég verð bara að viðurkenna að ég kem ekki auga á þessa árás. Frasinn „angry white male“ er til, hvort sem slíkir karlar hafa verið vísindalega skilgreindir eða ekki. Við vitum nokkurn veginn hvað það þýðir, eða á að þýða. Og þeir hafa sín sjónarmið. Í einhverjum tilfellum getur vel verið að þeir hafi rétt fyrir sér, hvað veit ég. Mér finnst bara engin árás á Hannes – og allra síst persónuleg árás – þó sagt sé að eitthvað sem hann segi fari nærri þeim sjónarmiðum. Mér finnst það bara efni í diskúsjón.

  • Einar Steingrimsson

   Mér finnst liggja í augum uppi, Illugi, að hér sé verið að ráðast á manneskju vegna meintra eiginleika hennar sem manneskju, í stað þess að ræða það sem viðkomandi hafði að segja. Það er augljóslega ómálefnalegt, og nákvæmlega jafn ómálefnalegt og ef skoðanir Kristínar væru „skýrðar“ með því að hún væri að fara gegnum tíðahvörf og þess vegna ekki marktæk.

   Þannig að ég á dálítið erfitt með að skilja hvernig þetta er ekki augljóslega „ad hominem“ árás, sem ég hélt að við litum alltaf á sem ómálefnalega …

 • Hér eru greinilega nokkrir „angry white man“ sem eiga „gramar konur á tíðahvörfum“

 • Það skiptir engu máli hvað var sagt um Hannes. Ef talað er gegn rökum persónu með því að horfa framhjá rökunum, og ræða frekar persónuna sjálfa — þá er það ad hominem rökvilla

 • Jakob Andersen

  Hugtökið „angry white men“ hefur ekkert með liffræða karlmanna að gera. En samt talir þú þú um „gramar konur á tíðahvörfum“ þegar þú villt „snúa dæmið við“. Gengur ekki upp hjá þér.

 • Bjarni Kjartansson

  Afar mikið sammála þessari greiningu á PCismanum sem tröllríður öllu og á stundum, þaggar og afvegaleiðir með hártogunum, þann málflutning, rök, sem fram eru sett en teljast ekki PC.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur