Miðvikudagur 09.07.2014 - 10:16 - 13 ummæli

Er Félagsvísindastofnun í ruglinu?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ætlar að stjórna rannsókn sem fram fer á vegum Félagsvísindastofnunar skólans, þar sem á að meta „erlenda áhrifaþætti“ bankahrunsins 2008.   Hannes er náinn vinur og pólitískur samherji ýmissa þeirra sem léku stór hlutverk í hruninu, svo sem Davíðs Oddssonar sem þá var seðlabankastjóri og tók sem slíkur ýmsar mikilvægar og umdeildar ákvarðanir, sem sumar tengdust erlendum aðilum.

Augljóst er að hér er um að ræða meiriháttar hagsmunaárekstur, af því tagi sem háskólafólk með sjálfsvirðingu forðast í lengstu lög, og vonandi sér Hannes að sér.   En jafnvel það myndi ekki fría Félagsvísindastofnun, og forystu HÍ, af ábyrgð í málinu, því Félagsvísindastofnun hefur þegar samið við Fjármálaráðuneytið um að Hannes stjórni þessari rannsókn.   Það er glórulaust athæfi af hálfu rannsóknastofnunar við háskóla.

Það er nógu slæmt að háskólastofnun taki að sér að vinna rannsókn af þessu tagi fyrir aðila (ráðumeytið) sem stjórnað er af manni (núverandi ráðherra) sem hefur gríðarleg tengsl við ýmsa þá sem voru í stórum hlutverkum í hruninu, auk þess að hafa sjálfur átt í umdeildum viðskiptum með hluti í einum af bönkunum sem hrundu.  En það er brjálæði að stofnunin skuli semja um að slík rannsókn sé framkvæmd af manni með þann bakgrunn sem Hannes hefur varðandi það sem á að rannsaka.

Það er til einföld lausn á þessu:  Að Háskóli Íslands hætti alveg að taka að sér rannsóknir fyrir aðila sem ljóst er að eiga hagsmuna að gæta og sem vonast því til að niðurstöðurnar verði þeim hagstæðar.  Slíkir hagsmunaárekstrar gera að engu það traust sem þarf að vera hægt að bera til rannsókna í háskólum.  Með því að láta nota sig með þessum hætti er HÍ að selja það sem á að vera mikilvægasta eign skólans, traustið á akademískan heiðarleika hans.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Elín Sigurðardóttir

    Gott rekstrarumhverfi, öflugir stjórnendur, vilji til vaxtar og einstök fyrirtækjamenning eru ástæður vaxtar útrásarfyrirtækjanna sagði Snjólfur Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands á ráðstefnu 7. desember 2007. Og var bjartsýnn á framhaldið. Kannski að Háskólinn geri best í því að fara í smá naflaskoðun áður en hann fer að spá í aðra.

  • ef við horfum á Háskóla Íslands og prófessoranna þar, er þá þetta ekki í raun, mjög eðlileg ákvörðun miðað við aðra prófessóra. ekki miskilja mig að ég sé að segja að þetta sé í lagi. heldur að þetta sé normið í HÍ. t.d. eins gífur yrði hinna ýmsu prófessóra um menn og málefni og framboð þeirra til hina ýmsu kosninga. geta slíkir menn sem eru beinir þátttakendur, raunverulega sett sig í hlautlausa gírinn? er einhver munur á Hannesi eða td. bloggvini hans, honum Stefáni? það mætti telja mun fleiri nöfn hér fram.

    • Einar Steingrimsson

      Það er eitt hvað akademískir starfsmenn háskóla segja sem einstaklingar, utan starfs síns, þótt slíkt geti auðvitað haft áhrif á það traust sem maður ber til fræðimennsku viðkomandi ef þeir tjá sig um hluti sem eru nátengdir fræðasviði þeirra. En það er annað og miklu verra ef slíkir starfsmenn stunda rannsóknir á vegum skólans, eins og gildir um þessa rannsókn Hannesar, því þá er skólinn bókstaflega að lýsa yfir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af hagsmunaárekstrum.

      Hitt er alveg ljóst að þessi rannsókn Hannesar er ekkert einsdæmi við HÍ, þegar hagsmunaárekstrar eru annars vegar, og slíkt ætti skólinn að stoppa algerlega, og hætta að taka að sér rannsóknir fyrir utanaðkomandi aðila þar sem minnsta ástæða er til að ætla að þeir vilji helst hafa niðurstöðurnar á tiltekinn veg.

  • „Er Gummi fullur enn einndaginn“!!!!?

    Það er spurning hvort tekur að tjá sig um þannig um Gumma þegar hann hefur verið fullur sl. þrjátíu ár.

  • Olafur Jónsson

    Bókin hans Ólafs Arnarssonar „Skuggi Sólkonungs“ kostar ekki nema 3600 kall og segir allt um þetta málefni. Tregðu erlendra seðlabanka/stjórnvalda til að aðstoða Íslendinga.

    Einhverra hluta vegna læðist að mér sá grunur að bók Ólafs sé ástæða þessarar fáránlegu uppákomu?

  • Skýrslur tengdar bankahruninu hafa fram til þessa ekki þjónað neinum tilgangi og gildir einu hvaða fræðingar hafa komið þar við sögu.
    Þingmenn hafa deilt og rifist um einstaka þætti skýrslanna svo sem eina dagstund en síðan hafa þær horfið ofan í skúffu og rykfalla þar. Engir lærdómar dregnir; engar umbætur gerðar. Tugmilljóna sóun í skýrslugerðir sem enginn hefur hag af nema örfáir fræðingar við HÍ. Hlutdrægir og ekki hlutdrægir og skiptir engu þar sem um atvinnubótarvinnu er að ræða.
    Væntanleg skýrsla Hannesar Hólmsteins og félaga mun þó að líkindum hafa eitt umfram aðrar skýrslur tengdar bankahruninu.
    Hannes ber höfuð og herðar yfir aðra kollega sína þegar kemur að ritfærni og auðvelt að hrífast með leiftrandi skrifum hans sem ástundum ná dýpt skáldskaparlistarinnar með tilheyrandi fléttum og spennu.
    Því ættu bókmenntasinnaðir menn á borð við Illuga Jökulsson, Hallgrím Helgason og G.A Thorsson að fagna þessu framtaki fjármálaráðuneytisins.

  • Sigmundur Guðmundsson

    ****************************************************************

    Er þessi „rannsókn“ kannski liður í því að tryggja Háskóla Íslands sæti á lista yfir 100 bestu háskóla heims ??

    ****************************************************************

    • Sigmundur Guðmundsson

      Yfirstjórn Háskóli íslands virðist ætla að halda áfram að líða það að innan stofnunarinnar sé stundað „háskólavændi“.

  • Áróðursmennirnir HHG og Stefán Ólafsson eru Háskóla Íslands til skammar.

    Bjánalegar og barnalegar deilur þeirra má hafa til marks um lélega menntun þrátt fyrir langa skólagöngu.

    Báðir eru þeir eins konar holdgervingar þess sem úrskeiðis hefur farið í þessu landi, hrokafullir og sjálfhverfir án minnstu innistæðu.

    Nákvæmlega ekkert sem prýðir góða fræðimenn einkennir þá tvo.

  • Haukur Kristinsson

    Hannes Hólmsteinn hefur viðurkennt að hann laug því að Félagsvísindastofnunin hefði fengið sig til að sjá um verkefnið.
    Hann sjálfur átti frumkvæðið og skældi út peninga hjá Bjarna Ben.
    Góð byrjun!

    Litla umfjöllun hafa hinsvegar pörupiltanir tveir fengið, sem hann ætlar að taka með í púkkið.

    „Fucking nonsense“.

  • Þetta er ekki Félagsvísindastofnun boðlegt – eða Fjármálaráðuneytinu.

    Nú þegar – áður en svo mikið sem byrjað er á skýslunni hefur HH orðið ber að ósannindum eða í það minnsta að hagræða sannleikanum herfilega. Það var sem sagt ekki hann sem Vísindastofnun valdi heldur valdi hann Vísindastofnun þó honum hafi tekist að láta líta svo út í nokkra klukkutíma hann hafi sérstaklega verið valinn til verksins.

  • kristinn geir st. briem

    kanski hannes gét beit áhrifum sínum til að fá samtal geirs.h.haarde og davíðs oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. það eitt er 10. milljona virði.

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    „Vísindamaðurinn“ Hannes Hólmsteinn hefur þegar lýst því yfir að hann muni verða hlutdrægur við skýrslugerðina. Þessi yfirlýsing kemur fáum á óvart.

    Vítavert að ríkisstjórnin skuli eyða 10 milljónum í svona vitleysu þar sem niðurstöður eru fyrirfram gefnar.

    Fyrir 10 milljónir hefði t.d. verið hægt að kaupa góð lækningatæki fyrir fjárþurfandi spítala.

    Þetta er líklega það sem stjórnvöld kalla rétta forgangsröðun!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur