Fimmtudagur 28.08.2014 - 22:50 - 11 ummæli

Rangfærslur og útúrsnúningar Hönnu Birnu

[Þessi grein birtist í Kvennablaðinu 28. ágúst 2014]
Mikið hefur verið fjallað um sjónvarpsviðtölin við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld, sem og fyrri yfirlýsingar hennar um lekamálið.  Ekki er vanþörf á, því Hanna Birna hefur ekki skirrst við að ljúga að Alþingi, og það oftar en einu sinni, auk þess sem hún vék sér hjá því að svara öllum spurningum í umræddum viðtölum.  Í staðinn fór hún út í móa í miðri fyrstu setningu á eftir hverri slíkri spurningu.  Hanna Birna er útsmogin í þessari iðju, og hún er líka nógu laus við þær siðferðiskröfur sem nokkurn veginn heilbrigt fólk gerir til sjálfs sín, en það er líklega nauðsynlegt til að halda út svo lengi að fara með endalaus og augljós ósannindi um sama málið.
Tvennt hef ég þó ekki séð fjallað um enn í fjölmiðlum af útúrsnúningum Hönnu Birnu.
Í fyrsta lagi hefur Hanna Birna endurtekið talað um að það þyrfti sérstakar verklagsreglur (sem hún gefur í skyn að séu ekki til) þegar lögregla rannsakar sakamál sem beinast gegn starfsmönnum ráðuneytis.  Ég get ekki ímyndað mér annað en að lögregla hafi verklagsreglur um hvernig staðið skuli að rannsókn sakamála.  Og haldi Hanna Birna að þær eigi að vera með öðrum hætti þegar ráðuneytisstarfsmenn eiga í hlut hefur hún ekki áttað sig á að gagnvart lögunum eiga allir að vera jafnir.  En það er ekki í fyrsta, og ekki í annað eða þriðja, skiptið sem hún afhjúpar algera vanþekkingu á því réttarkerfi sem hún hefur verið æðsta vald yfir.
Eigi Hanna Birna við að það þurfi sérstakar verklagsreglur þegar lögregla rannsakar yfirmann sinn, þá eru þær „reglur“ til í öllum nágrannalöndunum.  Þær eru hluti af því sem kallað er „siðferði“ og í málum af þessu tagi víkur ráðherra einfaldlega strax þegar svona stendur á.  Ekki 16% heldur hundrað prósent.
Í öðru lagi hefur Hanna Birna hamrað á því að hún hafi nauðsynlega þurft að tala við lögreglustjórann sem stýrði rannsókninni af því að í ráðuneytinu sé svo mikið af trúnaðargögnum sem megi ekki fara á flakk.  Þetta er ómögulegt að skilja öðru vísi en svo að Hanna Birna telji að lögreglan brjóti reglulega trúnað þegar hún fæst við viðkvæm gögn sem oft koma fyrir í rannsóknum hennar.  Því miður hefur ekkert fréttafólk enn spurt Hönnu Birnu hvort hún telji að slík lögbrot séu algeng innan lögreglunnar, og af hverju hún hafi ekkert gert í því fyrr, verandi æðsti yfirmaður hennar.
Við þetta má svo bæta annarri sérkennilegri staðhæfingu, frá forsætisráðherra, sem RÚV hefur útvarpað án þess að gera athugasemdir.  Hann sagði
„Ég held að það séu mannréttindi allra, þar með talið ráðherra að menn fái andmælarétt þegar þeir eru sakaðir um hluti,“
(Þetta var reyndar í annað skipti sem þetta birtist í fréttum RÚV, en ég finn ekki fyrri fréttina, enda er vefur RÚV með því lélegasta sem þekkist á netinu.)
Í fyrsta lagi hefur Umboðsmaður Alþingis ekki sakað Hönnu Birnu um eitt né neitt.  Og í öðru lagi á andmælaréttur alls ekki við það sem forsætisráðherrann er að tala um hér, eins og sjá má í stjórnsýsluögum:
13. gr. Andmælaréttur.
 Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.

Umboðsmaður er ekki stjórnvald, og hann hefur ekki tekið neina ákvörðun í máli Hönnu Birnu, heldur einungis farið fram á svör hennar við spurningum.  Það hefur hann reyndar gert tvívegis áður, svo Hanna Birna hefur fengið, og hefur enn, næg tækifæri til „andmæla“.

En, það kemur kannski ekki á óvart að við málum réttarkerfisins sé að taka maður  (forsætisráðherra) sem hefur jafn lítinn skilning á því og fyrirrennarinn …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Afstaða HB um að hún eigi að njóta sérstakra „siðareglna“ er í hnotskurn það sem stjórnmálamönnum, „útrásarvíkingum“, hvítflibbaglæpamönnum og siðleysingjum finnst þeir eiga að njóta umfram aðra. Þegar lögregla beitir þetta fólk sömu vinnureglum og sauðsvörtum almúganum, bregst þetta fólkilla við. Það lítur á sig sem „sérstaklega“ útvalið lið.

    Hins vegar hefur alveg fundist furðulegt að engin skuli tala við Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjórann, sem svo sannarlega hefur átt nokkur símtöl og hugsanlega „fundi“ með ríkissaksóknara.

  • Þetta er náttúrulega bara bilun.

  • Pakkakíkir

    Líf Blondínunnar er ekki alltaf dans á rósum….

  • Haukur Kristinsson

    Það sem að „kristallast“ í þessu alvarlega spillingar máli er ekki síst meðvirkni og hroki flokksklíku Íhaldsins. Blessuð konan hún Hanna Birna er og hefur alltaf verið trunta, það kom skýrt í ljós í tíð hennar í borgarstjórn. Því kemur framkona hennar, ofurlygar og óheilindi ekki á óvart. En það sem mér finnst verra, er hvernig „háttvirtir“, ef ekki „hæstvirtir“ skarfar öldungardeildar FLokksins haga sér. Menn með góða greind, háan aldur og margir með allgóða menntun. Fyrrverandi dómari í Hæstarétti Íslands gerir sig til dæmis að plebba í þessu spillingarmáli.
    Annars á þetta ekki að koma á óvart. Þetta lið vill ekki aðeins njóta sérstakra siðareglna, eins og Gunnar orðar það réttilega hér fyrir ofan, þeir hafa notið þeirra í áratugi í skjóli valdsins. Réttarfarið hefur jafnvel verið sniðið að þörfum klíkunnar. Hvað sagði núverandi formaður Íhaldsins fyrir síðustu koningar? Hann sagði það óeðlilegt, bara skrítið, að þeir færu ekki með með völdin á skerinu. Halló, óeðlilegt. Og Hanna Birna sagði að Flokkurinn ætti ekki að sætta sig við minna en 45% fylgi. Svona tala aðeins andlegir aular.
    En fólkið í landinu er að átta sig á þessu, hægt og sígandi, mjög hægt og sígandi. Það vekur vonir hjá mannu um betra land, betri stjórnsýslu, jöfnuð og betri framtíð fyrir komandi kynslóðir.
    Ísland er ríkt land, hér er satt að segja hafsjór af auðlindum í fámennu landi. Allir gætu haft það gott, mjög gott.
    Einangra skal þetta lágkúrulega, kúltúr snauða „grilla og græða“ lið á mölinni fyrir sunnan.

  • Ragnhildur H.

    Svo alfjörlega sammála þer Haukur Kristinsson ……En skoðakannanir i morgun sina að 67% manna vill að Ráðherra segi af ser .það er góð vitunarvakning ..

  • Ætlið þið ekki að fara að hætta þessu verður að fara að stoppa þessa umræðu komið nóg HBK á fjölskyldu.

  • MÉR finnst mjög sérkennileg vinnubrögð að birta þetta bréf á heimasíðu umbans, eiginlega alveg út í hött og til þess eins að varpa einni hlið málsins út í sorphauga kommentakerfanna. Ég nenni að vísu ekki að þau lesa þetta bréf en mér skylst að þar komi nokkuð gildishlaðnar athugasemdir fram, sem eru byggðar á frásögn eins einstaklings þar sem sá sem athugasemdirnar beinist gegn hefur hvorki fengið færi til að lesa eða svara þeim.

    Sorry mér er skít sama um venjur, lög eða reglur… þetta eru bara ósanngjörn og fáránleg vinnubrögð.

    • Einar Steingrimsson

      Ég mæli með að þú lesir bréfið, stebbi, áður en þú tjáir þig um það …

  • Sæll Einar.
    Er möguleiki að breyta kommentafyrirkomulaginu. Setja í Facebook stíl.

    Ég nenni aldrei að setja email, nafn og hvað þá kæfuvörnina. Nema í þetta sinn. Vona að á næsta leyti sé breyting.

    Verða líka líflegri umræður. Hægt að „læka“ við einstakar athugasemdir o.s.frv sem þú þekkir.

  • Haukur Kristinsson

    Ósammála Inga (08:36). Ummælakerfið sem Einar notar er mun betra, ummælin í tímaröð og allir geta notað það.
    Facebook er anachronismus og á eftir að hverfa. Ég er ekki á Facebook af ýmissum sterkum ástæðum.

  • þetta er þvættingur, og verður ömurlegur íljósi þess hver skrifar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur