Þriðjudagur 07.10.2014 - 10:15 - 6 ummæli

Ekki vara við ef hætta er á ferðum!

„Fjármálastöðugleikaráð birtir tilmæli sín og rökstuðning fyrir þeim í heild eða að hluta, nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Fari stjórnvald ekki að tilmælum fjármálastöðugleikaráðs skal einnig birta skriflegan rökstuðning viðeigandi stjórnvalds nema birtingin geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.“
Hversu vel gafst þessi leyndarhyggja, til verndar „fjármálastöðugleika“, fyrir síðasta hrun?  Ljóst er að ýmsir aðilar innan æðstu stjórnsýslu vissu að bankarnir voru að falli komnir um hálfu ári áður en þeir féllu.  Í stað þess að segja sannleikann þögðu þeir ekki bara, heldur lugu bókstaflega blákalt um góða stöðu bankanna, til að vernda „fjármálastöðugleika“.
Dettur einhverjum í hug að það hafi verið skynsamlegt að halda þessari stöðu leyndri í hálft ár í viðbót?
Hefði það ef til vill getað takmarkað tjónið af falli bankanna ef sagt hefði verið satt og rétt frá því hve illa þeir stóðu þegar það var orðið ljóst?
Hefði ef til vill verið betra að segja almenningi í landinu frá vonlausri stöðu bankanna, í stað þess að lána þeim tugi milljarða af almannafé rétt fyrir hrun?
Hverra hagsmuni er meiningin að verja með þeirri leynd sem á að einkenna starf þessa ráðs?  Af hverju ætti það að þjóna hagsmunum almennings að fá ekki að vita þegar hætta er á ferðum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Haukur Hauksson

  Vandinn við bankakerfið er að þú getur komið af stað bankaáhlaupi hjá banka sem var fullkomlega heilbrigður en vegna slæms orðróms þá verður hann sjálfkrafa í vandræðum.

  • Einar Steingrimsson

   Sjálfsagt er það rétt, Haukur. Þess vegna er einmitt mikilvægt að þeir sem hafa áreiðanlegar upplýsingar birti þær almenningi.

 • Eftirlit með bönkum ætti að heyra undir almannavarnadeildina.

  Almannavarnalögin heimila mikil inngrip ef hættuástand skapast.

  Almannavarnadeildin er eitt af fáu sem fúnkerar í þessu landi enda ekki undir beinni stjórn stjórnmálamanna.

 • Marinó G. Njálsson

  Við vitum það þá næst, Einar, að þegar fjármálastöðugleika nefndin sendir frá sér loðin svör, þá er hætta í aðsigi.

 • Jón Daníelsson

  Þetta er eiginlega svo fyndið að P.G. Wodehouse hefði verið fullsæmdur af. Maður sér fyrir sér hvernig Jeeves útskýrir málið fyrir húsbónda sínum, Bertie Wooster:

  BW: So this means you have to tell me everything, Jeeves?
  Jeeves: Not extactly, sir.
  BW: So what does it really mean then, Jeeves?
  Jeeves: Well, it really means that I‘m not at liberty to tell you anything, sir.

 • Hálfdán Örnólfsson

  Fjármálastöðugleikaráð er hið þarfasta fyrirbæri og hefði betur verið komið til sögunnar fyrr.
  Nú eru ríkisfjármál yfirstandandi árs og þess næsta í uppnámi vegna þess að stórir tekjupóstar eru ýmist byggðir á bókhaldsbrellum eða hreinni óskhyggju. Við þessar aðstæður er ekki óeðlilegt að formaður ráðsins (Bjarni Benediktsson) sendi fjármálaráðherra tilmæli um að treysta betur tekjustoðir ríkissjóðs og að seðlabankastjóri ( sem á reyndar líka sæti í ráðinu) fái tilmæli um að láta af þátttöku í skringilegum aðgerðum eins og þeirri að borga tugi milljarða króna í arð til ríkissjóðs.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur