Í dag féll dómur í lekamálinu, eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, játaði sök sína í gær. Mál þetta hefur staðið í tæpt ár, valdið gríðarlegum átökum í samfélaginu, rýrt verulega tiltrú almennings til stjórnsýslunnar, orðið til þess að ráðuneyti hefur verið skipt upp, tekið umtalsverðan tíma frá starfi Alþingis og kostað samfélagið tugi milljóna vegna meðferðar þess hjá hinum ýmsu stofnunum.
Þar að auki er um að ræða svívirðilegt brot gegn einstaklingum sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér, brot framin af opinberum starfsmanni í krafti stöðu sinnar. Við broti af þessu tagi liggur allt að þriggja ára fangelsi, enda er eðlilega talið til refsiþyngingar að opinber starfsmaður misnoti aðstöðu sína með þessum hætti.
Það er hafið yfir allan vafa að tilgangurinn með lekanum var að koma höggi á hælisleitanda, til að fegra málstað ráðherra sem var búinn að ákveða að vísa manninum úr landi (líklega á ólöglegum forsendum og án nokkurs tillits til mannúðlegra sjónarmiða), og þess vegna er augljóst að brotið er framið til að bæta ímynd yfirboðara aðstoðarmannsins, og því til ávinnings fyrir hann. Það er því rangt sem dómarinn í málinu, Arngrímur Ísberg, heldur fram í dómnum:
„Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.“
Það væri því hneyksli ef ríkissaksóknari áfrýjar ekki þessum ótrúlega væga dómi, yfir manni sem hefur sett samfélagið á annan endann í ár, með alvarlegu lögbroti sínu í opinberu starfi og samviskulausum lygum, þar sem hann annars vegar lak viðkvæmum trúnaðarupplýsingum og hins vegar falsaði viðbót við minnisblað sem látið var líta út eins og það væri allt frá ráðuneytinu komið. Í ofanálag reyndi Gísli Freyr, í skriflegri vörn sinni í málinu, að klína grunsemdum á ræstingafólk í ráðuneytinu fyrir þann glæp sem hann sjálfur framdi.
Það er hins vegar ekkert nýtt að Arngrímur Ísberg felli dóma þar sem hann skríður fyrir valdníðingum í opinberum stöðum. Um fleiri slíka dóma, þar sem geðþóttaákvarðanir lögreglu eru settar ofar stjórnarskrá, má lesa hér.
„Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Þruma úr heiðskíru lofti, áttavilltur, þótt það hefði mátt vera öllum ljóst, eða ætti ekki að koma neinum á óvart að Gísli Freyr var sökudólgurinn, eins og DV hafði fullyrt.
Hvað er eiginlega í gangi hjá þessum sjalladúddum Alþingis? Er bara enginn með fullu viti í þessum auma hópi?
Einmitt. Brotin eru mjög alvarleg og þeir sem hér eru að verki (alls óvíst hvort lygavefurinn sé eingöngu frá þessum eina manni) markaðir af ábyrgðar- og siðleysi sem við höfum vart séð síðan 2007.
Eg er þvi sammála og það halda áfram að koma upp i dag mál sem varða sama ráðuneyti og nu er búið að banna að fólk fái komist þar að öðrum en upplysingafulltrúa !! það hljota allir að sja hversu sjúkt llt þetta er og það er með ólkindum aðeinhver haldi að Gili Freyr se einn i verki …og hver hefur hlustað á sammtöl sem Ráðherra og honum hafa fariðá milli ,siðast nu þegar hann“ þóttist “ hafa játað glæpinn ? …Og þó fólk fárist yfir að það hefði átt vera buið að reka ráðherra fyrr ,sem satt má vera …þá eru ekki öll brot eins og þetta mun alvarlegra en flest önnur …!