Þriðjudagur 07.04.2015 - 22:15 - 2 ummæli

Afsökunarbeiðni vegna ranghermis

Í tveimur pistlum sem birtust 14. október 2013 og 21. janúar 2014, fór ég með rangt mál um samband Háskóla Íslands og forstjóra Hjartaverndar, Vilmundar Guðnasonar.  Vilmundur er einn af öflugustu vísindamönnum landsins, og því mikill fengur fyrir HÍ að hafa í sínum röðum, en það sem ég sagði um ástæður ráðningar hans til skólans var ekki rétt, og á það var mér bent í dag.  Ég hef sett athugasemd fremst í báða pistlana, og einnig þar sem þetta kemur fyrir í hvorum þeirra.  Vilmund Guðnason og lesendur bið ég hér með afsökunar á þessum afglöpum mínum.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur