Miðvikudagur 01.07.2015 - 10:15 - 9 ummæli

Prestarnir okkar sem nauðga

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær]

Fyrir nokkrum vikum hélt Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju, predikun sem bar yfirskriftina „Drengirnir okkar sem nauðga„. Það virðist vera svo að nauðgarar fyrirfinnist í öllum þjóðfélagshópum, þeir séu engin „sérstök tegund“, umfram það að vera nauðgarar. Því liggur beint við að álykta að meðal presta séu ekki síður nauðgarar en meðal annarra samfélagshópa. Þess vegna er fyrirsögn þessa pistils alveg jafn eðlileg og réttlætanleg og yfirskriftin á predikun Guðbjargar.

En, í hvorugu tilfellinu er þetta réttlætanlegt. Í báðum tilfellum er talað um fólk sem tilheyrir tilteknum hópi sem nauðgara, þótt það að tilheyra slíkum hópi þýði auðvitað alls ekki að viðkomandi sé einu sinni líklegur til að vera nauðgari.

Fyrir skömmu sagði svo Steinunn Stefánsdóttir, varaformaður Kvenréttindafélags Íslands, þetta í ræðu:

„Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem sá ótrúlegi hlutur gerist aftur og aftur, að lítill mjúkur og ilmandi hvítvoðungur taki einhverjum áratugum síðar upp á því að nauðga vinkonu sinni eða beita konu sína ofbeldi.“

Talið um „drengina okkar sem nauðga“, um að karlar sem hópur kúgi konur sem hóp, hvað þá að nauðganir séu „eitt skýrasta birtingarform karllægra yfirráða í samfélaginu almennt“(*), eru af sama toga og hatursáróður gegn gyðingum eða múslimum eða konum. Hér er um að ræða það sem á ensku er kallað „guilt by association“, og gæti á íslensku heitað venslasekt, þar sem sök er klínt á saklaust fólk af því að það tilheyrir hópi sem ásakandinn hefur illan bifur á, vegna fordóma.

Þessi sóðalegi áróður, þar sem allt illt sem sumir karlar gera (og reyndar konur líka) er gert að sakarefni fyrir karlmenn sem hóp, er afar algengur, jafnvel meðal fólks í valda- og áhrifastöðum. En hann er ekki til þess fallinn að bæta eitt eða neitt, ekki frekar en annar áróður af sama toga. Nema valdastöðu þeirra sem nota hann sér til framdráttar.

Og þessi áróður verður ekki skárri fyrir þá blíðmælgi sem bæði Guðbjörg og Steinunn nota hér. Þvert á móti er það vitnisburður um nöturlegt viðhorf í samfélaginu að annars kurteist fólk skuli tala eins það sé sjálfsagt mál að spyrða unga drengi og jafnvel (karlkyns) hvítvoðunga við nauðganir. Það ætti að vekja alveg jafn hörð viðbrögð og ef við töluðum daglega um prestana okkar sem nauðgara.

(*) Úr meistararitgerð Guðrúnar M. Guðmundsdóttur í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2004, „Af hverju nauðga karlar?“, aðalleiðbeinandi Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Ekki gleyma konunum okkar, heimskum eða illgjörnum, nema hvorttveggja sé, sem hafa í hálfa öld sáð fræjum tortryggni í garð allra karla.

 • Frábærlega orðuð grein um dulda og viðbjóðslega fordóma í garð karla. Þetta er því miður ansi algengt.

  Líst vel á að þýðingu hugtaksins ,,guilt by association“ sem venslasekt.

 • Háskóli Íslands er gróðrarstía fordóma og alhæfinga af því tagi sem Einar lýsir í pistli sínum. Nær líka inná Alþingi Íslendinga en nokkrar þingkonur hafa tekið upp baráttu gegn karlaveldinu sem þær segja undirrót alls þess versta sem viðgengst á þingi og þjóðfélaginu og leggja því til að eingöngu konur sitji á þingi í að minnsta kosti tvö ár til þess að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll og færa til betri vegar öll þau mistök sem karlpeningurinn hefur á samviskunni.
  Vandinn er sá sígildi, að þeir sem fella þyngstu dómana gleyma oftast að líta í eigin barm og þarf ekki lengi að fylgjast með störfum þingsins til þess að það liggi ljóst fyrir.
  Þeir þingmenn sem eru orðljótastir, ástunda frammíköll af tilfinningarlegri ástríðu, flissa og pískra í sætum sínum og hafa oftast lítið fram að færa annað en nöldur og nagg koma úr röðum þingkvenna og umbóta er því ekki að vænta úr þeirri átt.
  Fordómar og alhæfingar? Já, kannski, en hverjir gefa tóninn?

 • Vel mælt Einar.

  Dapurlegt að sjá hvernig siðleysingjar hafa valist í forsvar fyrir samtök sem rekin eru fyrir almannafé og eru jafnvel búnir að hreyðra um sig innan kirkjunnar.

  Annars merkilegt að megnið af svona haturároðri virðist vera kostaður af almannafé í gegnum skólakerfið, félagasamtök, fjölmiðla o.s.frv.

 • Spartacus

  Hverju sætir þessi gegndarlausa illmælgi kvenna í garð okkar karlmanna, svo ungir drengir og jafnvel hvítvoðungar eru ekki undanskyldir?

  Þetta er hreint fár að verða.

  Hverjir voru það sem kyntu undir galdrafárinu sem mest þeir máttu forðum daga?

  Hálfmenntaðir prestar.

 • Kærar þakkir, ágæti Einar, fyrir þessa frábæru grein.

  Þetta er ekkert annað en dæmi um vaxandi fasisma á Íslandi.

  Orðræðan verður sífellt afdráttarlausari, alhæfingarnar geggjaðri og umburðarlyndið er horfið.

  Hópar fólks standa fyrir þessari þróun, femínistar, „kynfræð’ingar“ og alls kyns aðrir „fræðingar“ með litla og ónýta menntun að baki en skýra hagsmuni.

  Einhvern veginn verðum öll að lifa – réttlæta okkur og „menntun“ okkar, skapa þörf fyrir það sem við höfum fram að færa.

  Ganga í BHM – heimta „réttlæti“.

  Áberandi er hversu hópar vinstri manna fara þessari umræðu.

  Sennilega er það til marks um algjört málefnalegt skipbrot þessa fólks.

  Þetta er hættuleg þróun.

  Sennilega eru íslenskir vinstrimenn í dag mesta ógnin á Íslandi við evrópska hugsun og gildismat.

  Þakkir og kveðja
  Rósa G.G.

 • Siddi litli

  Þessar konur eru ofmenntaðar. Það má sjá beina fylgni milli aukinnar menntunnar kvenna og vaxandi árása þeirra á karla. Einhver nefnir að þetta hafi hafist fyrir um fimmtíu árum og passar það vel. Fjöldi kvenna með stúdentspróf rýkur upp eftir 1960. Það virðist engu skipa í hvaða fagi þær mennta sig, nái þær háskólagráðu byrjar þetta nauðgaratal. Ég ætla ekki nefna hana hér en lausnin er nokkuð augljós. Minni bara á að á hverju ári þarf fjöldi drengja og karla frá að hverfa þar sem háskólar virðast frekar taka inn konur. Þetta versnaði mjög í tíð fyrrverandi rektors Háskóla Íslands sem var fyrsta konan sem gengdi þeirri stöðu. Nú eru fleiri konur en karlar í háskólanámi svo við skulum bara búast við að nauðgaraáróðurinn versni. Næst verður farið að tala um nauðgarann í móðurkviði og vit vitum að þessar konur kunna ráð til þess að losa við hann!

 • Baldi kaldi

  Það sárgrætilega er að tal þessara kvenna sýnir hversu lítt menntaðar þær eru, þrátt fyrir langa skólagöngu. Allt það góða og gegnheila sem skólakerfið býður fólki og getur aukið því víðsýni og sanngirni? Totally wasted on them. Karríersýki kvenna er ekki menntun, öðru nær.

 • Baldi kaldi

  Karríersýki kvenna er ekki menntunarvæn,

  vildi ég sagt hafa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur