Miðvikudagur 27.09.2017 - 11:06 - 9 ummæli

Hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar

Ég býð mig fram í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir. Eitt af því sem ég vil sjá á næsta kjörtímabili er að við hættum að misbeita Dyflinnarreglugerðinni og tökum hælisumsóknir til efnismeðferðar.

Í nýju útlendingalögunum, sem haldið var fram að bættu stöðu hælisleitenda, er ákvæði um að yfirvöld skuli ekki taka til efnismeðferðar umsóknir um hæli ef heimilt er að krefja annað ríki um að gera það.  Hér er átt við Dyflinnarreglugerðina, sem veitir heimild fyrir slíkri kröfu, en leggur engar skyldur á herðar Íslandi.  Auk þess hafa íslensk yfirvöld horft fram hjá íslensku barnalögunum, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og  viðbótarákvæðum við Dyflinnarreglugerðina sjálfa, sem skylda Ísland til að láta það ráð ákvörðunum í slíkum málum, þegar barn eru annars vegar, sem barninu er fyrir bestu (sjá umfjöllun hér).

Íslensk yfirvöld hafa skákað í því skjóli að verið sé að senda flóttafólk tilbaka til „öruggra landa“, en það er blekking, eins og lesa má um t.d. hér.

Með þessu er Ísland að misnota Dyflinnarreglugerðina, sem var ekki samþykkt til að Ísland kæmist hjá því að axla örlítinn hluta þess flóttamannavanda sem nú er í Evrópu.  Þetta er svo lítilmannlegt að maður myndi skammast sín fyrir að vera Íslendingur teldi maður sig bera einhverja ábyrgð á þessari mannvonsku.

Íslensk yfirvöld ættu auðvitað að hætta að brjóta íslenku barnalögin.  En við ættum líka að banna það algerlega að flóttafólk sé endursent á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar; Ísland ætti að skammast til að bera örlítinn hluta af þeim byrðum sem flóttamannavandinn er.  Þeim sem halda fram að það yrði efnahagsleg byrði á Íslandi að taka á móti miklu fleira flóttafólki má benda á að ekki bara er verið að flytja inn vinnuafl í stórum stíl til Íslands:  Svíþjóð tók á móti hundraðfalt fleira flóttafólki miðað við höfðatölu en Ísland þegar hæst stóð síðustu árin.  Þar var í fyrra gríðarlegur hagvöxtur.

En þótt það séu góð efnahagsleg rök fyrir því að taka á móti miklu fleira flóttafólki, og þótt það sé frábært að gera íslenskt samfélag fjölbreyttara með því, þá eru það ekki sterkustu rökin.  Heldur hitt, sem við eigum öll sameiginlegt, nefnilega mannúð, hjálpsemi og góðvild.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Og hvar ætlar þú að setja mörkin fyrst við myndum ekki fylgja alþjóðlegum reglugerðum og við tökum fyrir allar umsóknir?

    10.000 flóttamenn.
    100.000 flóttamenn?

    Og ef þú ert ekki tilbúin að taka við flóttamanni númer 100.000 ertu þá fullur af mannvonsku?

    • Einar Steingrimsson

      Hvaða alþjóðareglugerðum ertu að tala um að við myndum ekki fylgja?

      Hvort við þurfum að hafa áhyggjur af fjölda hælisleitenda má alveg ræða þegar þeim hefur fjölgað hundraðfalt, en við þyrftum einmitt að hundraðfalda fjölda þeirra flóttamanna sem fá hæli til að við séum að taka á móti hlutfallslega jafn mörgum og Þýskaland og Svíþjóð hafa gert þegar mest lét síðustu árin.

      Að spyrja hvort það væri mannvonska að neita að taka á móti nr. 100.000 er álíka gáfulegt og að spyrja svona: Þú sem vilt að öryrkjar fái örorkubætur, frekar en að vera bara sagt að betla á götum úti sér til viðurværis, viltu að við gerum það áfram þegar það eru orðnir 200 þúsund öryrkjar á Íslandi?

    • Dyflinarreglugerðinni.

      Þannig að þú myndir vilja taka á móti 100 sinnum fleiri flóttamönnum, ef þörf væri á? Er það rétt skilið?

      Ef það væru 200 þúsund öryrkjar á Íslandi þá gætum við ekki borgað þeim öryrkjabætur svo neinu nemi fyrir utan að ekkert væri eftir fyrir annað. Ef við hefðum 100 þúsund flóttamenn á Íslandi þá gætum við ekki veitt landsmönnum heilbrigðis, félags, og menntaþjónustu á sama tíma.

      Þar sem þú ert stærðfræðingur þá geri ég ráð fyrir því að þú trúir ekki á peningatré og því spyr ég: Hver er þá mannúð þín gagnvert þeim sem hér búa og þurfa að sækja afgangi þegar stuðningurinn hefst fyrir tugi þúsunda flóttamanna?

    • Einar Steingrimsson

      Það er enginn að tala um að taka á móti hundraðþúsund flóttamönnum á Íslandi. Hins vegar að taka á móti miklu fleiri en fimmtíu á ári …

  • Sigurður.

    Svona virkar lýðskrumið.

    Einn daginn erum við drullusokkar að taka ekki hlutfallslega sama fjölda og Svíþjóð og Þýskaland.

    Næsta dag er það brot á barnasáttmála að senda barn til Þýskalands vegna þess að þjóðverjar ráða ekki við að þjónusta þennan fjölda.

    Það er vandlifað.

    • Einar Steingrimsson

      Það er ekkert vandlifað fyrir yfirvöld ef þau fara að lögum.

  • Sigurður.

    Jú,
    Það er vandlifað þar sem Þýskaland er viðmiðið um fjölda flóttamanna, en á sama tíma brot á barnasáttmála að senda börn þangað vegna allt of margra flóttamanna.

    Rökleysan er algjör.

  • Bjorn Hilmarsson

    Voða er þetta leiðinleg umræða og döpur. Engin kjarkur og ekkert þor. Bara sammála síðasta ræðumanni og ég líka. Þvílíkur hálvitaskapur að hafa það á stefnuskrá stjórnmálaflokks að fjölga flóttamönnum á Íslandi. Væri ekki nær að fækka flóttamönnum og leyfa öllum að koma hingað sem vilja. Nei, það gengur ekki. Orðið flóttamaður er svo sexí og þjappar líka kjósendum okkar saman. Það á bara ekki að skipta máli hvort þú ert flóttamaður frá einhverju landi eða ekki flóttamaður hvort þú færð að vera á Íslandi eða ekki. Því gef ég skít í þetta stefnumál Pírata. Hræsni á hæsta stigi og mannfyrirlitning.

  • Mikið ertu „líbó“, Einar, enda pírati …
    Tek undir með Karli og Sigurði og að hluta með Birni.
    Hér eru ýmsir hælisleitendur í óreiðu og Útlendingastofnun jafnvel ókunnugt um dvalarstaði sumra þeirra!
    Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að hælisleitendur verði afgreiddir með hraði á innan við 48 klst. og með engri töf á brottvísun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur