Sunnudagur 10.12.2017 - 10:15 - 4 ummæli

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

[Birtist fyrst í Kvennablaðinu]

Síðustu vikur hafa opnast flóðgáttir þar sem út hafa streymt frásagnir kvenna, í þúsunda tali, um ýmiss konar áreitni af hálfu karla, frá tiltölulega saklausri en durtslegri framkomu yfir í nauðganir, og allt þar á milli. Svo virðist af þessu, og því er gjarnan haldið fram í þessu átaki, að alvarleg kynferðisleg áreitni af hálfu karla sé gríðarlega algengt og útbreitt vandamál í flestum starfsgreinum. En hversu algengt er það?

Nú má auðvitað vera að stórkostleg aukning hafi orðið til hins verra frá árinu 2011, þótt það virðist frekar ósennilegt, og það er ekki útilokað að vinnustaðir Reykjavíkurborgar séu einhvern veginn miklu betri en almennt gerist, sem sýnist þó einnig ósennilegt, í ljósi þess hve þeir eru margir og fjölbreyttir.

Í viðhorfskönnun sem borgin gerði árið 2011 voru borgarstarfsmenn spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir áreitni af hálfu samstarfsfólks undangengna 12 mánuði. Könnunin náði til 6.738 starfsmanna borgarinnar og af þeim svöruðu 4.484, eða 67%. Af þeim sögðust um 0,2% hafa orðið fyrir líkamlegri kynferðislegri áreitni, og um 0,3% fyrir kynferðislegri áreitni í orðum.

Sama var uppi á teningnum í könnunum Landspítalans 2010 og 2012, þar sem 1% starfsmanna (hlutföll eru gefin í heilum prósentum) sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfir- eða samstarfsmanna. Ég finn ekki tölur um þátttöku fyrir 2012, en 2010 voru það 2446 af 4134, eða um 59%, sem svöruðu.

Auðvitað getum við ekki verið viss um að þessar kannanir gefi fullkomna mynd af stöðunni, en á hinn bóginn hef ég ekki séð neinar kannanir af þessu tagi sem sýna allt aðra mynd.

Það er gott að talað sé opinskátt um kynferðislega áreitni, sem og aðra ósæmilega framkomu sem getur eitrað vinnuumhverfi fólks. Það er vonandi fyrsta skrefið í þá átt að tekið verði á slíkri framkomu, og að þeir sem gera sig seka um hana verði ekki lengur öruggir um að komast upp með slíkt, enda hefur það vonandi fælandi áhrif á flesta þeirra og leiðir til almennt betra vinnuumhverfis.

En það er slæmt að láta eins og þetta vandamál sé margfalt stærra í sniðum en raunin virðist vera; fjöldi frásagna af þessu tagi myndar ekki gögn sem segja til um hversu algengt þetta er, hvað þá hversu margir karlmenn stundi slíka hegðun. Og það er sérlega vont að krefjast þess að allir karlmenn taki ábyrgð á hegðun þeirra karla sem koma illa fram. Það er ekkert jákvætt við það að reyna að koma inn sektarkennd hjá þeim fjölmörgu, líklega langflestum, sem eru saklausir af alvarlegri hegðun af þessu tagi. Það er alveg jafn neikvætt og að krefjast þess að allar konur taki ábyrgð á þeim konum sem bera karla röngum sökum eða stunda umgengnistálmanir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Baldur Gunnarsson

    Eins vond og hin kynlega áreitni er þá hef ég enn meiri óbeit á illkvittninni og hatrinu sem hvarvetna kraumar í garð karla. Ekki að undra að karlar gangi nú brott af plantekrunni hver á fætur öðrum. MGTOW. Men Going Their Own Way.

  • Ragnhildur H.

    Eg skammast min fyrir konur !…þetta er svo mkil óheilbrigði að maður skilur hvorki upp ne niður …Að niðurlægja ,feður ,bræður .kærasta ,eiginmenn og syni alla á einu bretti vegna orfárra hrotta sem vissulega eru til og þarfnast meðhöndlunar og eftirlits , jarðar við og er ekkert annað en mannorðsmorð fyrir menn almennt …SKIL ekki karlmenn að lata slikt yfir sig ganga án þess að risa upp og svara fyrir sig …þvi þögn er sama og samþykki ………… Ein saga máli minu til stuðnings …..Ónafngreint fólk hittist i afmælisveislu hja sameiginlegum kunningjum …og manninum varð það á að taka ókunna konu sem hann hitti þar tali …og þar kom að hann gat ekki stillt sig um að sla konunni gullhamra umað nefna hversu fallegt hár hun hefði og fallega greiðslu hún væri með …Ekki löngu siðar var honum birt kæra um Kynferðislega áreitni fra viðkomandi konu .?……Sagan er ekki án heimilda ..heldur fra þriðju manneskju sem var i veislunni lika og varð vitNi að orðaskiptum …….ÞAÐ HLYTUR AÐ VERA MIKILL SJÚKLEIKI BAK VIÐ SLIKT HÁTTALAG

  • Sigurður

    Þessi umræða öll einkennist af forheimskri hjarðhegðun og lýðskrumi.

    Nær allar sögurnar eru nafnlausar, gerandi, staður og stund er allt leyndó.

    Samt er þessu ætlað að rjúfa þöggun?

    Og til viðbótar eiga allar sögurnar sameiginlegt að þolandinn gerði ekkert og sagði ekkert.
    Engin tilraun til að spyrna við og benda viðkomandi hversu ósæmileg hegðun þetta er, né kæra alvarlegusru brotin.

    En samt eiga allir aðrir að standa upp og mótmæla?

    Mótmæla hverju?
    Einhverju sem gerðist jafnvel fyrir áratugum síðan?

    Og svo hitt æpa „kvennfyrirlitning“ og „karlremba“ í hvert einasta sinn sem kona verður fyrir gagnrýni…

    Jesús Kristur!

    Ef Óttar Proppé er gagnrýndur fyrir samstarf við Bjarna, þá er það Óttar sem er gagnrýndur.

    Ef Katrín er gagnrýnd fyrir það sama, þá er það kvennfyrirlitning.

    Ef Steingrímur J var gagnrýndur, þá var Steingrímur gagnrýndur.
    Ef Jóhanna var gagnrýnd, þá var það kvennfyrirlitning.

    Ef Bjarni er gagnrýndur, þá er Bjarni gagnrýndur.
    Ef Hanna Birna er gagnrýnd, þá er það kvennfyrirlitning

    Og nú síðast fyrv. þingmaður Samfylkingar sem kennir klofinu á sér um mótmæli fyrir utan heimili sitt, það var mótmælt fyrir utan fjölmörg heimili á þessum tíma.

    En ef það er mótmælt við heimili kvennmans, er það að sjálfsögðu kvennfyrirlitning.

    Þetta endalausa væl kvenna að kenna klofinu á sér um allar brekkur í lífinu er að verða ansi þreytandi.

  • Brynjúlfur Óli Valsson

    Þörf grein, áægti Einar!

    Þú (og þín spúsa) eru þau einu sem þora að synda á móti rétttrúnaðarstraumnum.

    Það kemur að því að þessar ofsóknir gegn karlmönnum verða afhjúpaðar og til uppgjörs kemur þar sem að í ljós kemur að einhverjir hafa farið offari í ofsóknum sínum og galdrafári gegn karlmönnum.
    Þetta verður einskonar nútíma McCarthy-mál.

    Einhverjir (einhverjar) munu þurfa að svara til saka fyrir þetta í framtíðinni og hljóta snautleg framtíðarörleg fyrir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur