[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] . Sæll Steingrímur Ég var að lesa þennan pistil Björns Vals Gíslasonar: http://bvg.is/blogg/2016/12/04/rikisstjorn-um-velferdarmal-og-jofnud Ég geri ráð fyrir að þú hafir lesið hann líka. Því langar mig að spyrja þig hvort þú ert á sama máli og Björn, og lítir svo á að „hraðar kerfisbreytingar“, svo sem þær hægu breytingar á kvótamálunum […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Sæl Ólöf Sem innanríkisráðherra berð þú ábyrgð á þeim málum sem hér er fjallað um:http://www.frettatiminn.is/utlendingastofnun-sendir-stridshrjad-born-aftur-til-talibana/ Þetta er ekki í fyrsta, ekki í annað, ekki í þriðja skiptið sem íslensk yfirvöld sýna af sér svona viðurstyggilega grimmd. Þú getur ekki skýlt þér á bak við það að ráðherra eigi ekki að blanda […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Einu sinn var Íkorni. Hann átti heima í skóginum. Hann dansaði á trjátoppunum og gerði grín að Bjarnadýrinu, sem var svo þunglamalegt og fúllynt og frekt. Svo kom mamma Íkornans og sagði við hann „öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. Þá skammaðist Íkorninn sín smá og ákvað að bæta […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Í viðtali við erlenda fréttastofu í gær sagði Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki líklegur til að geta myndað stjórn eftir næstu kosningar: „Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn öllum kerfisbreytingum. Í ljósi þess að krafan um slíkar breytingar er gríðarlega sterk hjá flestum öðrum flokkum gæti það reynst erfitt fyrir […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Íslenska þjóðin (í stórum dráttum) ærðist af gleði yfir sigrum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi á dögunum (þótt sumir þessara sigra hafa víst bara verið jafntefli). Gleði er yfirleitt frábær fyrir þann sem fyrir verður, svo enginn ætti að agnúast út í skemmtunina (og reyndar er illskiljanlegt hvað […]
[þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu, en er örlítið breyttur hér] Óháð því hvað verður um máttlausar tillögur stjórnarskrárnefndar forsætisráðherra ættum við sem viljum að tillaga Stjórnlagaráðs verði samþykkt að leggja ofuráherslu á að það verði gert sem fyrst. Skynsamlegast tel ég að það verði gert eftir næstu kosningar (í apríl á næsta ári), á […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Finnur Árnason, forstjóri Haga sem eiga Hagkaup, Bónus og fleiri fyrirtæki, var í Kastljósi RÚV í gærkvöldi þar sem rætt var um „nýja skýrslu Bændasamtakanna um matvöruverð, búvörusamninga, samkeppnismál, gagnrýni á laun hans og stjórnenda Haga og mikinn hagnað heildsölufyrirtækisins Banana sem Hagar eiga en fyrirtækið ræður yfir allt að 60 […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Það er mörg manneskjan nú um stundir sem vill slá sig til riddara með því að berja sér ógurlega á brjóst og krukka með bitlausum kuta í ræksnið af karlaveldinu, sem liggur í andarslitrunum, og þótt fyrr hefði verið. Það er engin ástæða til að amast við því í sjálfu sér, […]
[Birtist fyrst í Kvennablaðinu] Í þessari frétt á Eyjunni er haft eftir Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknar, að gagnrýni Kára Stefánssonar á afstöðu ríkisstjórnarinnar til fjárframlaga til Landspítalans sé „pólitískur skrípaleikur“. Það rökstyður hann með því að benda á að framlög til LSH hafi aukist um 30% á síðustu þrem árum, og slíkt hafi varla gerst […]
[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu] Sæl Ólöf, Þegar ég ákvað að skrifa þér var það þessi frétt sem ég hafði í huga, og ætlaði eiginlega bara að fjalla um hana: http://www.dv.is/frettir/2015/12/8/fjogurra-manna-fjolskylda-rekin-ur-landi-langveikur-sonur-faer-ekki-lyf/ Og bara að biðja þig, kurteislega og innilega, að sýna ekki þá grimmd að vísa þessu fólki úr landi. Sem ég geri hér […]