Á morgun, sunnudag, ætlar Mikael Torfason að tala við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þætti sínum Mín skoðun á Stöð 2. Það gæti orðið áhugavert, enda er Mikael í þeirri lykilstöðu að vera aðalritstjóri frétta á 365 miðlum, öðrum þeirra tveggja fjölmiðla sem minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu var lekið til í nóvember. Sá leki hefur verið viðfangsefni […]
Oft hefur verið um það talað að rétt væri að þýða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið á ensku, til að gera útlendingum kleift að kynna sér þá ítarlegu úttekt sem þar var gerð á orsökum og atburðarás. Stjórnvöld hafa engan áhuga sýnt á því, og þess vegna hefur ekki verið hægt að benda útlendingum á […]
Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var talað við einn af ráðherrum landsins. Þetta var frábært viðtal, sem er allt of sjaldgæft á RÚV, því ráðherrann fékk allar þær augljósu spurningar sem hann átti að fá. Sýnd var klippa úr Silfri Egils þar sem ráðherrann lýsti vandlega afstöðu sinni til ESB-málsins, sem var sú að þjóðin […]
Fyrir tæpum 40 árum voru nokkur ungmenni hneppt í gæsluvarðhald, og beitt harðræði sem nánast allir eru í dag sammála um að hafi verið viðurstyggilegt. Þetta fólk sat í gæsluvarðhaldi árum saman, sumt í algerri einangrun, og var bókstaflega pyntað, bæði andlega og líkamlega. Þetta gerðist á Íslandi og þótt nú séu langflestir sammála […]
Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi. (Jú, Brynjar Níelsson gerði það í Pressupistli, en sagði tóma […]
Nýlega fékk lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, til rannsóknar frá ríkissaksóknara lekamál innanríkisráðuneytisins. Í því máli hafa starfsmenn ráðuneytisins, þ.á.m. ráðherra, verið kærðir vegna gruns um hegningarlagabrot. Ég spurði Stefán í tölvupósti hvort rannsókn málsins væri hafin, og hvort hann teldi sig ekki vanhæfan til að rannsaka málið. Stefán neitar að svara þessu og segir að embættið […]
Frammistaða fréttastofu RÚV í lekamáli innanríkisráðuneytisins hefur vakið áleitnar spurningar um hvað fréttastjóranum, Óðni Jónssyni, gangi til. Í fréttum RÚV hefur verið talað við fjórar manneskjur vegna þessa máls, Hönnu Birnu sjálfa, Bjarna Ben, Sigurð Líndal og Stefaníu Óskarsdóttur. Sigurður var kynntur sem lagaprófessor. Hann hélt því fram að „Ekki sé ástæða til að ráðherra […]
Í útvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá því að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir lögreglu að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, vegna kæru á hendur ráðherra og öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. Í fréttatímanum var viðtal við ráðherrann, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þar sem hún sagðist ekki myndu víkja meðan á lögreglurannsókn stæði, af því að kæran beindist ekki gegn henni persónulega, heldur gegn […]
Ríkissaksóknari tók í dag þá ákvörðun að lögreglurannsókn ætti að fara fram á lekamáli innanríkisráðuneytisins. Það er seint í rassinn gripið, því hinir grunuðu hafa nú haft tvo og hálfan mánuð til að eyða gögnum og tala sig saman um hvað þeir eigi að segja í yfirheyrslum, sem hefðu auðvitað átt að fara fram […]
Ég er sjaldan hrifinn af samsæriskenningum, og þótt mér leiðist endalausar „tilvitnanir“ sem eru daglegt brauð á samfélagsmiðlunum þá á ég mér þó eina sem ég held upp á. Á íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“. (Á frummálinu(?) ensku: „Never attribute to conspiracy […]