Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 03.01 2013 - 20:54

Orkumál á Vestfjörðum – Hvalárvirkjun væri almennilegt varaafl

Í upphafi vil ég óska öllum gleðilegs og gæfuríks árs. Eðlilega hefur verið töluverð umræða um samgöngumál og orkumál eftir óveðrið sem geisaði á Vestfjörðum og víðar undanfarna daga. Rétt viðbrögð hjá almenningi er að halda sig heima. Reikna má með að einhvern tíma taki að opna vegi eftir slík veður, sérstaklega þar sem vegur […]

Sunnudagur 09.12 2012 - 18:17

Sveitarfélögin og stjórnarskráin

Þann 16. nóvember síðastliðinn lagði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Frumvarpið er að stærstum hluta byggt á tillögum Stjórnlagaráðs en við gerð þess var höfð hliðsjón af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í október og tillögum sérfræðinganefndar sem yfirfór tillögur Stjórnlagaráðs. Ljóst er að hér er um […]

Fimmtudagur 22.03 2012 - 19:33

Sveitarstjórnarmál, 26. landsþing 23. mars

Árlega halda sveitarstjórnarmenn á Íslandi landsþing undir merkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun þann 23. mars höldum við landsþing á Hótel Natura (Loftleiðir). Þingið hefst kl. 9:30 og stendur allan daginn. Öll 75 sveitarfélögin á Íslandi eiga sína fulltrúa á landsþingum og alltaf er góð mæting. Lýðræðismál, efling sveitarstjórnarstigsins og notendastýrð persónuleg aðstoð eru meginefni […]

Mánudagur 06.02 2012 - 11:18

Dagur leikskólans 6. febrúar

Leikskólar um allt land halda upp á Dag leikskólans í dag, 6. febrúar og bjóða aðstandendum leikskólabarna, sveitarstjórnarfólki og öðrum áhugasömum um leikskólastarfið að sækja þá heim. Ísland er eina landið sem hefur veitt leikskólastiginu þann sess í skólakerfinu að skilgreina hann í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Á undanförnum áratugum hefur staða  leikskólans í […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 20:21

Til vinnu

Í upphafi árs vil ég óska þess að árið 2012 verði okkur gæfuríkt og uppbyggilegt. Það er jafnframt ósk mín að umræðan í samfélaginu verði áfram gagnrýnin, helst gagnrýnni en verið hefur, en laus við skítkast og upphlaup sem alltof algengt er. Leggjum áherslu á málefnin. Ég læt nýjasta leiðara minn í Sveitarstjórnarmál hér inn á […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 08:02

Pólitískt vandamál

Nú sit ég sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins í Strasbourg. Þau eru haldin tvisvar á ári. Ísland á þrjú sæti í þessum hluta Evrópuráðsins (The Congress of Local and Regional Authorities of the Council of Europe). Mér finnst umræðan mjög oft merkilega lík því sem við þekkjum á Íslandi um mörg mál. Í morgun hefur staðið yfir umræða […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 13:41

Fjármálaráðstefna 13. og 14. okt.

Á morgun, 13. október kl. 10:00 verður árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaganna sett. Fulltrúar sveitarfélaganna hringinn í kringum landið koma til tveggja daga ráðstefnu til að fjalla um stöðu sveitarfélaganna, stöðu ríkissjóðs, fjárlög, fjárhagsáætlanir og framtíðarhorfur. Það er áhugavert fyrir fjölmiðlafólk að fylgjast vel með fjármálaráðstefnunni og þeim upplýsandi erindum sem þar verða flutt. Oft er fjallað […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 14:08

Sveitarfélögin og stjórnarskrá

Neðanritað er leiðari sem ég skrifaði í síðasta tbl. Sveitarstjórnarmála. Í lok júlí afhenti stjórnlagaráð forseta Alþingis frumvarp til stjórnskipunarlaga. Rétt eins og skoðanir hafa verið skiptar um skipan stjórnlagaráðs verður án efa hart deilt um ýmsar þeirra tillagna sem settar eru fram í skjalinu, t.d. um náttúruauðlindir og um hlutverk forseta Íslands. Þó skoðanir […]

Sunnudagur 25.09 2011 - 22:02

Hjúkrunarheimili

Það er fagnaðarefni að fleiri hjúkrunarheimili verði byggð á næstu misserum hér á landi. Víða hefur verið barist fyrir bættri aðstöðu þeirra sem þurfa að dvelja á hjúkrunarheimili. Sveitarfélög hafa lagt fram áætlanir og beiðnir um fjármagn frá ríkinu til byggingar hjúkrunarheimila og til rekstrar þeirra. Þetta er verkefni sem ríkið á skv. lögum að […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 19:46

Fjöldi fulltrúa – sveitarstjórnarlög

Þó frumvarp að sveitarstjórnarlögum sé unnið í nánu samráði ríkis og sveitarfélaga er það ekki óumdeilt. Breytingar hafa verið gerðar í meðförum Alþingis og þó samstarfið við samgöngunefnd þingsins sé ágætt koma inn nýjar áherslur frá þingmönnum, áherslur sem við á sveitarstjórnarstiginu erum ekkert alltaf sammála.  Endanlega niðurstöðu löggjafarvaldsins verðum við auðvitað að sætta okkur við. Dæmi um […]

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur