Færslur fyrir september, 2011

Föstudagur 16.09 2011 - 08:03

Frjálslyndir sigurvegarar í Danmörku

Hinir frjálslyndu Radikale Venstre eru sigurvegarar dönsku kosninganna en stórsigur þeirra varð til þess að hið svokallaða Rauða bandalag felldi ríkisstjórnina og ruddi hinum glæsilega leiðtoga jafnaðarmanna Helle Thorning brautina að forsætisráðherraembættinu.  Án sigurs Radial Venstre hefði ríkisstjórnin ekki fallið. Stórsigur Radikal Venstre er ákaflega mikivægur fyrir dönsk stjórnmál því hann tryggir frjálslyndar áherslur í […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 07:48

Búseturéttur er rétta leiðin

Kröftug uppbygging búseturéttarkerfis þar sem samhliða er boðið upp leiguleið innan húsnæðissamvinnufélaga á borð við Búseta og Búmenn ætti að vera meginstefið í húsnæðisstefnu stjórnvalda. Fjölbreyttir raunverulegir valkostir í húsnæðismálum innan almenns húsnæðiskerfis þar sem ekki er ýtt undir stéttaskiptingu með sértæku „félagslegu“ húsnæði er sú framtíðarsýn sem flestir ættu að geta komið sér saman […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 08:56

Félagslegur misskilningur Jóhönnu

Um áratuga skeið hefur Jóhanna Sigurðardóttir og fylgismenn hennar lagt áherslu á sértækt „félagslegt“ húsnæði og gefið í skyn að fyrirmynd slíks ´“félagslegs“ húsnæðis sé úr „norræna velferðarkerfinu“.  Þetta er rangt. Það sem verra er þá er Jóhanna og fylgismenn hennar ennþá föst í ranghugmyndinni um „sértækt“ félagslegt húsnæði. Það sem ennþá verra er er að […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 08:24

Tími öfgastjórnmála liðinn

Tími öfga í stjórnmálum Noregs er liðinn. Það kom afar skýrt fram í norsku sveitarstjórnarkosningunum. Sigurvegarar kosninganna eru hófsamir flokkar sitt hvoru megin við miðju auk þess sem hefðbundnu miðflokkarnir halda sínu. Hinn öfgafulli Framskrefsflokkur geldur afhroð og það sama má segja um Vinstri sósíalistaflokkinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum. Sama þróun […]

Mánudagur 12.09 2011 - 08:40

Skynsemin ræður!

Skynsemin ræður hjá meirihluta íslensku þjóðarinnar sem vill halda áfram með aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Þótt meirihluti íslensku þjóðarinnar sé um þessar mundir með efasemdir um að rétt sé að ganga í Evrópusambandið þá vill skýr meirihluti sjá endanlegan aðildarsamningi til þess að taka endanlega afstöðu. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa efasemdir um að rétt sé að […]

Laugardagur 10.09 2011 - 19:35

Farvel Framsókn

Umfjöllun um vandaða og góða stefnumótunarvinnu innan Framsóknarflokksins hér á árum áður hefur verið áberandi í pistlum mínum að undanfarið.  Ástæðan er einföld.  Ég hef verið að fara yfir minnisblöð og vinnugögn frá því ég var starfandi í Framsóknarflokknum – en ég sagði mig úr flokknum 1. desember 2010.  Fannst ástæða til að koma nokkrum […]

Föstudagur 09.09 2011 - 10:07

Stjórnarráðsfrumvarp fyrir Vigdísi!

Vinkona mín hún Vigdís Hauksdóttir var að gagnrýna harðlega fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um Stjórnarráð Íslands á Alþingi í gærkvöldi. Gott og vel.  En af hverju leggur hún ekki bara fram frumvarpið sem vel  mönnuð stjórnlaganefnd Framsóknarflokksins vann eftir mikið málefnastarf árið 2007? Frumvarpið er hluti skýrslu Stjórnarráðsnefndar Framsóknarflokksins. Meginatriði í tillögum nefndarinnar eru eftirfarandi: • Áréttað er […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 11:10

CHF í stað ISK?

Það hafa margir bent á tilvist svissneska frankans sem rök fyrir því að Íslendingar geti og eigi að halda íslensku krónunni sem sjálfstæðum gjaldmiðli. Þá hafa aðrir talið rétt að Íslendingar taki upp svissneska frankann í stað evru. Ég hef bent á að við ættum að taka upp færeyska krónu – en er núna jafnframt […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 19:59

Ótrúlegur árangur Gnarrs!

Það er í raun ótrúlega góður árangur að Gnarr borgarstjóri skuli ná nær 40% ánægjufylgi í könnun MMR. Sú niðurstaða er kjaftshögg fyrir fjórflokkinn og vísbending um að hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir geti ekki hummað Bezta fram af sér. Enda er eins og ég hef oft bent á margir lofandi stjórnmálamenn innan raða Bezta sem eiga fullt […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 12:12

Óhreinu börnin Framsóknar-Evu

„Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna á hverjum tíma er að leita þjóðarsáttar um grundvallarutanríkismál og samskipti við erlendar þjóðir. Málefnið tekur til fullveldis þjóðarinnar og afstaða Íslendinga á að mótast af sjálfstæðum vilja og metnaði okkar sem frjálsrar þjóðar.“ Þannig hefst samantekt Evrópunefndar Framsóknarflokksins sem skilað af sér skýrslu eftir gríðarmikið starf árið 2007.  Starf […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur