Laugardagur 22.09.2012 - 00:19 - FB ummæli ()

Að væla í Jóhönnu

Það er skringilegt að horfa upp á þá lífeyrisforstjórana Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson væla í Jóhönnu Sigurðardóttur, af öllum manneskjum, yfir því að aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar kippi stoðum undan kjarasamningum.

Þeir félagarnir þurfa enga aðstoð eða hjálp þegar þeir sitja saman í lífeyrissjóðunum að braska með lífeyri landsmanna, þar sem þeir eru í valdatafli og blása jafnvel lífi í dauðvona fyrirtæki. Aftur á móti þegar þeir eiga að gera það sem þeir eru kjörnir til að gera, eins og að koma á kjarasamningum, þá þurfa þeir alltaf að kalla á ríkisvaldið sér til hjálpar.

Það sem er þó undarlegast er að þeir eru sammála um að bregða fæti fyrir hugmyndir, sem gætu raunverulega hjálpað til við að rétta við efnahag landsins og bætt kjör landsmanna. Þar má nefna afnám verðtryggingarinnar, breytingar á kvótakerfinu , sem stuðlar augljóslega að aukinni verðmætasköpun og að halda lífeyrissjóðakerfinu óbreyttu. Þeir félagarnir vilja halda áfram vaxtaokri, brottkasti, braski og lífeyrissjóðasukki og væla svo í Jóhönnu um að ekkert gangi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur