Færslur fyrir janúar, 2017

Laugardagur 28.01 2017 - 13:08

Sovétforstjórar í Viðskiptaráði

Viðskiptaráð fór mikinn fyrir hrun og á mikla sök á því hve illa fór fyrir almenningi. Það var gert  með því að láta semja falsskýrslur um raunverulega stöðu bankakerfisins og hvetja til þess að dregið  yrði úr eftirliti með fjármálakerfinu. Nú virðist vera kominn upp sami sperringur í ráðið sem leggur til að selt verði ofan […]

Miðvikudagur 11.01 2017 - 21:49

Smitaðist Viðreisn af lygakvillanum?

Það verður að segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að flokkurinn kemur hreint fram þegar hann ber fram sjávarútvegsstefnu sína. Stefnan er í stuttu máli að veita örfáum einstaklingum sérréttindi umfram aðra Íslendinga, til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Stefnunni er haldið að fólki með þeim áróðri að kerfið sé það besta í heimi og afrakstur þjóðarinnar […]

Laugardagur 07.01 2017 - 00:27

Á ég að gera það?

Íslendingar ættu að spyrja sig að því, hvaða erindi auðmenn á borð við formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eiga í þau verk að  gæta almannahagsmuna. Efast má um að þeir geti sett sig í spor fólks sem er að vandræðast með að láta enda ná saman. Í þessu ljósi verður að sýna því skilning þegar formaður […]

Mánudagur 02.01 2017 - 00:14

Ljósmóðirin Katrín Jakobsdóttir

Umræðan sem fram fór í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag markaðist af því að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar auk viðhengisins BF, er í burðarliðnum. Formaður Vg á veigamikinn þátt í  fæðingu nýrrar stjórnar, þar sem Vg sleit viðræðum um myndun 5 flokka ríkisstjórnar í tvígang. Það sem steytti á í viðræðum flokkanna 5, var […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur