Færslur fyrir mars, 2016

Fimmtudagur 31.03 2016 - 18:04

Til þess var leikurinn gerður

Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við að æðstu ráðamenn þjóðarinnar séu með félög í skattaskjólum. Rétt er að velta fyrir sér hvaða hvatar liggja að baki þess að Íslendingar skrái félög í Tortóla eða Seychelles-Eyjum.  Helsti hvatinn sem liggur að baki er að fela slóð peninga og komast hjá upplýsingaskyldu skattyfirvalda.   Það eru einkum 3 […]

Þriðjudagur 29.03 2016 - 22:29

Tortólastjórnin

Nú hafa æðstu ráðamenn þjóðarinnar játað að hafa falið fé í skattaskjólum og verið meðal stórra kröfuhafa í föllnu bankana. Þeir eru einnig orðnir berir að ósannsögli og vanhæfi. Ástæðan fyrir því að peningar eru geymdir í skattaskjólum er ekki flókin. Hún snýst ekki um; gleymsku, að vera búsettur í útlöndum, fá arf eða kaupa […]

Fimmtudagur 24.03 2016 - 13:16

22. sálmur

Forsætisráðherra þjóðarinnar hefur farið með veggjum frá því að upp komst, að réttmætt væri að draga í efa óhlutdrægni hans í samningaviðræðum við kröfuhafa. Á síðustu dögum hefur þó frést af því að forsætisráðherra hafi lesið upp Passíusálm í Grafarvogskirkju og síðan birtist viðtal við hann í Fréttablaðinu.  Í viðtalinu örlar ekki á mikill eftirsjá […]

Föstudagur 18.03 2016 - 10:53

Goðgá

Á síðustu árum þá hefur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni verið tíðrætt um hrægamma og gang samningaviðræðna við kröfuhafa föllnu bankanna. Forsætisráðherra greindi samt aldrei frá því, að miklir fjárhagslegar hagsmunir, voru með þeim hætti  að réttmætt væri að draga óhlutdrægni hans í málinu, í efa.  Um það verður ekki deilt! Efast má stórlega um að í nokkru […]

Sunnudagur 13.03 2016 - 18:41

Ráðherra mokar íbúðum í gróðafélög

Lítill raunverulegur vilji virðist vera hjá stjórnvöldum að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem brennur einkum á ungu fólki. Ekki skortir að ráðandi stjórnmálamenn hafi gefið fjölmörg hátíðleg loforð um byggingu mörg þúsund leiguíbúða og víðtækar aðgerðir á húsnæðismarkaðnum í aðdraganda síðustu kosninga. Um helgina birtist svo enn eitt loforðið og nú frá forseta ASÍ og […]

Fimmtudagur 10.03 2016 - 22:46

Alþingi hneykslast

Alþingi hneykslast nú mjög á þeirri ætlan Sjóvár að hafa ætlað að greiða hluthöfum sínum miknn arð.  Til þess að standa undir arðgreiðslunum átti ekki einungis að hækka iðgjöld, heldur einnig að ganga á bótasjóð félagsins. Það kom nokkuð á óvart að þeir þingmenn sem leiddu vandlætingarumræðuna voru engir aðrir, en þeir Steingrímur J. Sigfússon […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur