Fimmtudagur 10.03.2016 - 22:46 - FB ummæli ()

Alþingi hneykslast

Alþingi hneykslast nú mjög á þeirri ætlan Sjóvár að hafa ætlað að greiða hluthöfum sínum miknn arð.  Til þess að standa undir arðgreiðslunum átti ekki einungis að hækka iðgjöld, heldur einnig að ganga á bótasjóð félagsins.

Það kom nokkuð á óvart að þeir þingmenn sem leiddu vandlætingarumræðuna voru engir aðrir, en þeir Steingrímur J. Sigfússon og Bjarni Benediktsson.

Steingrímur,  sletti í Sjóvá á annan tug milljarða króna af skattfé almennings, til þess að félagið gæti starfað áfram eins og ekkert hefði í skorist, eftir að það hafði lent í því að bótasjóðir félagsins voru tæmdir í aðdraganda hrunsins.

Bjarni Benediktsson tengdist einmitt með beinum hætti, en óafvitandi að eigin sögn, inn í þá viðskiptafléttu Vafningsmanna, sem var stór liður í að tæma bótasjóð Sjóvár á sínum tíma, með fjárfestingaævintýri í Asíu.  Ekki virðist sem fjárglæfrir Vafningsmanna, sem bitnuðu með beinum hætti á skattborgurum hafi orðið til þess að setja þá til hliðar í frekari viðskiptum við hið opinbera. Í stað þess þá fengu þeir nýlega kreditkortafyrirtækið Borgun afhent á vildarkjörum hjá Landsbankanum.Eins og áður þá sagðist fjármálaráðherra ekkert hafa vitað um málið.

Lái mér hver sem vill en ég trúi hæfilega að hugur fylgi máli í hneykslun þeirra, fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur