Færslur fyrir júlí, 2013

Laugardagur 27.07 2013 - 19:58

Vill ríkisstjórnin hjálp?

Margir þeirra, sem  báru miklar vonir til þess að nýja ríkisstjórnin kæmi hjólum atvinnulífsins á fulla ferð strax eftir kosningar, eru nú farnir að efast um að áætlun ríkisstjórnarflokkanna hafi náð lengra en að komast í stjórn með innihaldslausum loforðum. Ýmsir hafa boðið ríkisstjórninni, sem er að leysa úr miklum vanda, aðstoð sína, m.a.  Jón […]

Föstudagur 19.07 2013 - 01:05

Að misnota veikindin

Óstjórn hefur ríkt við stjórnun Reykjavíkurborgar á liðnum árum.  Borgarfulltrúar liðinna ára gerðu sig seka um að hlaupa á eftir allskyns kynjum útrásarliðs, spekúlanta og gullgerðarmanna, sem þóttust ætla að spinna gull í REI ævintýrum, Orkuveitunni, Hörpunni og fasteignabraski.  Borgarbúar eru minntir daglega á óstjórnina með hækkuðum orkureikningum, vatnssköttum og órækt innan borgarmarkanna. Ólafur F. Magnússon, sem hefur að eigin […]

Laugardagur 06.07 2013 - 07:45

Lélegra en árið 1921

Nýr sjávarútvegsráðherra kynnti þá ákvörðun sína að þorskveiðin á næsta fiskveiðiári yrði  214 þúsund tonn! Hann gerði það nokkuð kotroskinn og taldi að hann væri að kynna mikilsverðan árangur, sem hefði náðst vegna þess að ráðgjöf Hafró hefði verið fylgt í einu og öllu á liðnum árum. Hvernig er það, veit ráðherra ekki að boðaður afli […]

Föstudagur 05.07 2013 - 01:24

Hef engar áhyggjur af Fjórflokknum

Hvernig í ósköpunum var mögulegt að tapa á því að lána skilvísum almenningi pening á gríðarháum verðtryggðum vöxtum? Tapið á starfrækslu einnar ríkisstofnunar, Íbúðalánasjóðs, sem ætti af framansögðu að skila miklum miklum ágóða, hefur valdið ríkissjóði gríðarlegu tjóni. Svo háu að það nemur hálfum fjárlögum ríkisins.  Í hvaða lýðræðisríki væri almenningi boðið upp á þann málflutning að svo svakalegt tap hafi ekki […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur