Laugardagur 27.07.2013 - 19:58 - FB ummæli ()

Vill ríkisstjórnin hjálp?

Margir þeirra, sem  báru miklar vonir til þess að nýja ríkisstjórnin kæmi hjólum atvinnulífsins á fulla ferð strax eftir kosningar, eru nú farnir að efast um að áætlun ríkisstjórnarflokkanna hafi náð lengra en að komast í stjórn með innihaldslausum loforðum.

Ýmsir hafa boðið ríkisstjórninni, sem er að leysa úr miklum vanda, aðstoð sína, m.a.  Jón Kristjánsson fiskifræðingur og fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson.  Sá síðarnefndi býður upp á að frysta óbreytt ástand en fiskifræðingurinn Jón Kristjánsson bendir á að auðveldlega sé hægt að stækka kökuna sem er til skiptana fyrir þjóðina.

Eitthvað er Sigmundur Davíð forsætisráðherra hikandi við að taka af skarið þar sem að ráðherra hans hefur ekki enn fengið að  svara því hvort að ríkisstjórnin hans sé tilbúin til að hlusta á vel rökstuddar ráðleggingar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur