Miðvikudagur 07.08.2013 - 23:42 - FB ummæli ()

Glæpurinn gegn Flateyri

Síðan kvótakerfinu var komið á hafa reglulega borist neyðaróp frá Flateyri, en ráðamenn hafa hingað til ekki haft dug í sér til þess að taka á rót vandans.

Mér var því nokkuð brugðið í fyrstu þegar það barst stríðsyfirlýsing frá forseta bæjarstjórnar á Ísafirði um að framinn hefði verið glæpur gegn samfélaginu á Flateyri.

Í fyrstu hélt ég að nú loksins hefði meirihluti bæjarstjórnar á Ísafirði viðurkennt opinberlega þá augljósu staðreynd sem blasir við, þ.e. að kvótakerfið sé orsök vandans, og að það sé sú meinsemd sem er að leggja sjávarbyggðirnar í rúst.  Ekki reyndist raunin sú þegar betur var að gáð, heldur var forseti sveitarstjórnar að beina spjótum sínum að kvótalítilli útgerð, sem reynt hefur að hasla sér völl innan um hákarla gjafakvótans með því að nýta sér byggðakvóta.

Spurningin sem eftir stendur er: Hvaða gæðingur mun nú fá úthlutað byggðakvóta Flateyrar?

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur