Laugardagur 06.07.2013 - 07:45 - FB ummæli ()

Lélegra en árið 1921

Nýr sjávarútvegsráðherra kynnti þá ákvörðun sína að þorskveiðin á næsta fiskveiðiári yrði  214 þúsund tonn! Hann gerði það nokkuð kotroskinn og taldi að hann væri að kynna mikilsverðan árangur, sem hefði náðst vegna þess að ráðgjöf Hafró hefði verið fylgt í einu og öllu á liðnum árum.

Hvernig er það, veit ráðherra ekki að boðaður afli næsta fiskveiðiárs er minni en heildarveiðin var árið 1921?  Þorskaflinn jókst síðan á þriðja áratug síðustu aldar og hélst svo í marga áratugi að meðaltali tvöfalt meiri en það sem nú er talað um sem öfundsverðan árangur.

Það er ekki heil brú í þessum málflutningi og það er leitt ef efnilegur stjórnmálamaður verður að vilijalausri talvél þröngra hagsmunasamtaka, bara við það eitt að stíga fæti inn fyrir þröskuldinn í Sjávarútvegsráðuneytinu.  Allar röksemdir, sem hafa komið úr Sjávarútvegsráðuneytinu fyrir því að setja úthafsrækjuna á ný inn í kvóta og stöðva veiðar á henni, ganga engan vegin upp. Aðgerðin er beinlínis til niðurrifs á íslensku atvinnulífi auk þess sem hún brýtur í bága við atvinnufrelsisákvæði Stjórnarskrárinnar.  Málið er að síðan veiðarnar voru gefnar frjálsar þá hefur afli á sóknareiningu farið vaxandi og afrán fiska, s.s. þorsksins, hefur mun meiri áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna heldur en veiðar geta nokkurn tímann haft.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur