Sunnudagur 13.03.2016 - 18:41 - FB ummæli ()

Ráðherra mokar íbúðum í gróðafélög

Lítill raunverulegur vilji virðist vera hjá stjórnvöldum að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem brennur einkum á ungu fólki. Ekki skortir að ráðandi stjórnmálamenn hafi gefið fjölmörg hátíðleg loforð um byggingu mörg þúsund leiguíbúða og víðtækar aðgerðir á húsnæðismarkaðnum í aðdraganda síðustu kosninga. Um helgina birtist svo enn eitt loforðið og nú frá forseta ASÍ og fleirum, um byggingu 1.000 íbúða í Reykjaík.  Varla hefur liðið sá mánuður frá síðustu Alþingiskosningum án þess að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi ekki birst í fjölmiðlum að kynna væntanlegar aðgerðir í húsnæðismálum.  Þrátt fyrir að bráðum 3 ár séu liðin frá því ríkisstjórnin tók við völdum, þá bólar lítið á einhverjum raunverulegum aðgerðum.  Vissulega, þá voru lögð fyrir þingið 4 frumvörp og það veigamesta um almennar íbúðir, rétt fyrir síðustu áramót. Frumvarpið hefur fengið falleinkunn hjá Samtökum Leigjenda á Íslandi og Hagsmunasamtökum heimilanna fyrir það helst að vera máttlaust og mjög sértækt.

Þegar aðgerðarleysið hefur verið orðið pínlegt fyrir ráðherra, þá hefur umræðunni gjarnan verið beint í hinar ýmsu áttir á borð einkennilega prósentureikninga og byggingareglugerð.  Ráðandi stjórnmálaöfl hafa hins vegar reynt að sneiða hjá að taka til umræðu stærsta kostnaðarliðinn þ.e. vextina.

Þó svo lítið hafi verið gert þá er það ekki svo að ráðherra hafi verið algerlega aðgerðarlaus. Staðreyndin er sú að hann hefur haft forgöngu um sölu Íbúðarlánasjóðs á mörg hundruð íbúðum.  Í stað þess að þær íbúðir sem sjóðurinn eignaðist í kjölfar hrunsins væri nýttur til uppbyggingar á óhagnaðardrifnu húsnæðiskerfi, þá hefur söluferlið verið lagt upp með þeim hætti að megnið af íbúðunum hefur lent inn í gróðafélögum.  Nokkur umræða var um söluna á Kletti en sú sala virðist vera aðeins toppurinn af ísjakanum.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur