Föstudagur 18.03.2016 - 10:53 - FB ummæli ()

Goðgá

Á síðustu árum þá hefur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni verið tíðrætt um hrægamma og gang samningaviðræðna við kröfuhafa föllnu bankanna. Forsætisráðherra greindi samt aldrei frá því, að miklir fjárhagslegar hagsmunir, voru með þeim hætti  að réttmætt væri að draga óhlutdrægni hans í málinu, í efa.  Um það verður ekki deilt!

Efast má stórlega um að í nokkru öðru lýðræðisríki kæmist forsætisráðherra upp með þetta, nema þá helst einhvers staðar í Afríku.

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vg, gerði það eina rétta og tók málið upp með málefnalegum hætti á Alþingi og flutti þar tvær hófstilltar ræður 1, 2., Óskaði Björn Valur eftir því að forsætisráðherra skýrði málavöxtu. Ekki verður það sana sagt um suma stjórnarliða í umræðunni, þar sem reynt var að úthrópa eðlilega umræðu sem „skítakast“ og „skítaleiðangur“.

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa reynt að hafa endaskipti á umræðunni og hafa sagt það berum orðum að varaformaður Vg hafi gengið ómálefnalega fram í umræðunni á Alþingi og hann hafi átt að þegja um málið. Það er rétt að spyrja stuðningsmennina í hvers konar samfélagi þeir vilja búa í?

Vilja þeir að; augljóst vanhæfi forsætisráðherra, skattaskjólin, Borgunarspillingin, verði svo sjálfsagður hlutur af íslenskri stjórnmálamenningu að það teljist goðgá að ræða þau á hinu háa Alþingi.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur