Þriðjudagur 09.10.2012 - 23:35 - FB ummæli ()

Billegur Bjarni Ben

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið út þá línu til liðsmanna sinna að þeir eigi að segja nei við nýrri stjórnarskrá í kosningunum 20. október næstkomandi. Hann hefur hins vegar hvorki bent á neina grein í nýju stjórnarskránni sem fer fyrir brjóstið á honum, né rökstutt skoðun sína með einum eða neinum hætti. Hann hefur heldur ekki bent á neitt í núgildandi stjórnarskrá, sem alls ekki má falla út.

Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að sauðtryggir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins hafi hafið umræður fullir eldmóðs um að segja ætti nei í komandi kosningum um nýja stjórnarskrá. Í framhaldinu hef ég spurt viðkomandi hvað það er í raun og veru, sem þeir eru efnislega á móti í drögum að nýrri stjórnarskrá. Þá hefur verið vægast sagt fátt um svör. Helst hefur verið talað um að eitthvað í ferlinu hafi ekki verið gott og að spurningarnar á kjörseðlinum séu óljósar. Í framhaldinu hef ég lesið spurningarnar fyrir viðkomandi og spurt hvað það er í þeim sem hægt sé að misskilja. Þá verða viðkomandi venjulega kjaftstopp. Í framhaldinu hef ég iðulega reynt að taka upp léttara hjal, svo sem um ensku knattspyrnuna eða veðrið.

Greinilegt er að þessi billegi málflutningur Bjarna setur hinn almenna Sjálfstæðismann í mjög erfiða stöðu.

Að lokum hlýtur það að vera spurning hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar upp á dekk við stjórn landsins ef hann treystir sér ekki í málefnalega umræðu um grundvallarlög þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur