Í vikunni sem leið bárust fréttir af svakalegum stjórnarlaunum í hinum fjölmörgu skúffufyrirtækjum sem tengjast rekstri Hörpunnar. Allir voru stjórnarmennirnir í þessum verkum á vegum stjórnenda Reykjavíkur og ríkisstjórnarinnar.
Ekker lát virðist vera á ævintýralegu rugli í kringum hið ofurskuldsetta fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur! Nú berast fréttir af því að leiðtogar Samfylkingarinnar og BF hafi selt höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til óstofnaðs félags í gegnum hinn sögufræga Straum fjárfestingabanka.
Klingja þessar fréttir engum viðvörunarbjöllum hjá almenningi? – Varla getur það verið eitthvert einkamál Dags B. Eggertssonar og Jóns Gnarrs hver hefur fengið að kaupa húsnæðið og fengið með leynilegum kaupsamningnum 20 ára leigusamning.