Sunnudagur 27.01.2013 - 12:39 - FB ummæli ()

Ævintýri OR halda áfram

Í vikunni sem leið bárust fréttir af  svakalegum stjórnarlaunum í hinum fjölmörgu skúffufyrirtækjum sem tengjast rekstri Hörpunnar. Allir voru stjórnarmennirnir í þessum verkum á vegum stjórnenda Reykjavíkur og ríkisstjórnarinnar.

Ekker lát virðist vera á ævintýralegu rugli í kringum hið ofurskuldsetta fyrirtæki, Orkuveitu Reykjavíkur! Nú berast fréttir af því að leiðtogar Samfylkingarinnar og  BF hafi selt höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til óstofnaðs félags í gegnum hinn sögufræga Straum fjárfestingabanka.

Klingja þessar fréttir engum viðvörunarbjöllum hjá almenningi? – Varla getur það verið eitthvert einkamál Dags B. Eggertssonar og Jóns Gnarrs hver hefur fengið að kaupa húsnæðið og fengið með leynilegum  kaupsamningnum 20 ára leigusamning.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur