Miðvikudagur 13.02.2013 - 00:32 - FB ummæli ()

RÚV skrúfar frá krananum

Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að ein frumforsenda þess að eitthvað geti talist fréttaskýring sé að þar sé ástunduð lágmarks gagnrýni og að þáttarstjórnendur gapi ekki með lotningarfullri aðdáun og gagnrýnisleysi á viðmælendur sína.

Spegillinn er  síðdegisþáttur á Rás 1, sem gefur sig út fyrir að vera fréttaskýringaþáttur, en samt var framangreint háttarlag viðhaft gagnvart viðmælandanum, Daða Má Kristóferssyni, sem lét dæluna ganga um dásemdir íslenska kvótakerfisins.

Á fræðimanninum mátti skilja að íslenska kvótakerfið leiddi til: Uppbyggingar sjávarbyggða, aukins bolfisksafla, ótrúlega lítils brottkasts og uppbyggingar atvinnugreinarinnar.

Allir fréttamenn eiga hins vegar að vita eða að minnsta kosti geta flett upp eftirfarandi staðreyndum: Sjávarbyggðunum hefur hnignað, þorskafli er miklum mun minni eftir daga kvótakerfisins en fyrir daga þess og ýsuaflinn hefur dregist gríðarlega saman nú á síðustu árum, löndunartölur á lúðu á síðasta ári gefa til kynna að uppgefinn afli gefur alls ekki rétta mynd af veiðinni og að síðustu þá er fiskveiðiflotinn aldurhniginn og að stofni til eldri en kvótakerfið.

Hvers vegna upphefja „fréttamenn“ RÚV þátt í lygina?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur