Miðvikudagur 01.01.2014 - 18:39 - FB ummæli ()

Hægri menn og sjávarútvegur

Stefna Sjálfstæðisflokksins er  á stundum vægast sagt svolítið fyndin eða réttara sagt skrýtin.  Það er mjög skrýtið að sá flokkur, sem kennir sig við frjáls viðskipti virðist hata og fyrirlíta allt sem heitir frjáls viðskipti þegar kemur að sjávarútvegi!

 Alls ekki má heyra á það minnst að fiskverð ráðist á frjálsum uppboðsmarkaði.  Ef sömu lögmál væru látin gilda á húsnæðismarkaði og gilda nú í sjávarútvegi,  væri verð á íbúðum ákveðið með sömu aðferðum.  Röksemdafærslan yrði væntanlega að ómögulegt væri að verð á húsnæði ráðist á óábyrgum markaði, sveiflur yrðu þar með væntanlega miklar og miklu betri stýring væri á verðlagningu á húsnæði ef það yrði ákveðið af sérstakri ríkisstofnun „Verðlagsstofu fasteignaverðs“ sambærilegri við Verðlagsstofu skiptaverðs.  Nú eða ef menn héldu því fram að fjárfestinganna vegna væri ómögulegt að láta verð á veiðiheimildum úr sameign þjóðarinnar, ráðast á markaði .  Vegavinnu fylgir mikil fjárfesting, menn þurfa að kaupa malbikunarvélar, valtara, gröfur og vörubíla.  Með sömu rökum og beitt er í sjávarútvegi  þá náttúrulega fjárfestir enginn í vegavinnuvélum nema mannsaldurstrygging sé á verkefnum?

Eru þetta ekki sömu rök og notuð eru til verndar sjávarútvegi? Einhverntímann var þessi stefna, miðstýring og ríkisforsjá, kölluð kommúnismi.

Það er því bæði skrýtið og svolítið fyndið að hægri menn séu að verja kommúníska stefnu í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur