Föstudagur 21.03.2014 - 10:43 - FB ummæli ()

Skagfirðingar gagnrýna Sigurð Inga

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði ég ásamt Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur fram ályktun til samþykktar þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hætta við að skera stórkallalega niður veiðidaga á grásleppu.  Aukin atvinnuhöft ganga gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og valda óvissu um framtíðarrekstraröryggi smábáta.

Tillagan hljóðaði svo:

Ályktun til ríkisstjórnar Íslands.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að fara að óskum sjómanna og hætta við boðaða skerðingu veiðidaga á grásleppu sbr. reglugerð 72/2014, úr 32 dögum sem var í fyrra og í 20 daga.

Það er skemmst frá því að segja að tillagan var samþykkt efnislega, en þó með þeirri breytingu sem skagfirskir framsóknarmenn lögðu ofuráherslu á, að ályktunin beindist sérstaklega að sjávarútvegsráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni.

Það er greinilegt að það er vaxandi óánægja innan Framsóknarflokksins með sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar, en mér finnst ómaklegt að ábyrgðinni á henni sé varpað einvörðungu á sjávarútvegsráðherrann  – stefnan er fyrst og fremst á ábyrgð forystumanna ríkisstjórnarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur