Þriðjudagur 20.05.2014 - 23:36 - FB ummæli ()

Ásóknin í náttúruauðlindir þjóðarinnar

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur fóru í stórfelldan einkavæðingarleiðangur í aðdraganda hrunsins. Almenningur sýpur enn seyðið af einkavæðingunni sem einkenndist af subbuskap og olli almenningi stórtjóni. Má nefna mörg dæmi þar að lútandi, einkavæðingu bankanna, Símans, Sementsverksmiðjunnar, Kögunar og Íslenskra aðalverktaka.

Ef einhver lesandi man eftir einhverri vel heppnaðri einkavæðingu meðal framangreindra flokka mætti hann gjarnan leiðrétta mig þegar ég segi að hún hafi enn ekki litið dagsins ljós. Manst þú?

Almenningur ætti að hafa varann á sér þegar formaður Sjálfstæðisflokksins boðar sölu á Landsvirkjun og þar með náttúruauðlindum þjóðarinnar og í sömu andrá að orkan verði seld úr landi um sæstreng.

Skagfirðingar hafa ekki farið varhluta af ásókn stórfyrirtækja og við verðum að spyrna við fótum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur