Það var gott hjá Sigríði Ingibjörgu að bjóða sig fram gegn Árna Páli í formannskjöri Samfylkingarinnar. Hún greindi hreinskilnislega frá stöðu flokksins og þeirri áru sem umlykur ímynd Samfylkingarinnar. Að mínu viti er ekki persónan Árni Páll Árnason mein flokksins, en hann er sætur og yfirleitt prúður. Vandinn er sú ábyrgðalausa stefna sem flokkurinn lét […]
Í síðdegisþætti Útvarps Sögu var Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fenginn af Pétri Gunnlaugssyni til að ræða um sjávarútvegsmál. Málflutningur þingmanns Sjálfstæðisflokksins einkenndist af beinum rangfærslum, s.s. að aldrei væri landað meiri afla en nú í Sandgerði og á norðanverðum Vestfjörðum og tiltók hann þá sérstaklega Bolungarvík í því sambandi. Sömuleiðis hélt hann því fram að 95% […]
Ég gat ekki annað en varist brosi þegar ég renndi yfir glænýtt uppkast fjármálaráðherra að frumvarpi að lögum um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Tillaga fjármálaráðherra gefur lögbrjótum umþóttunarfrest til 30. júní 2016 til þess að gera það upp við sig hvort að þeir kæri sig um að fara skattalögum, án þess að […]
Í fréttum RÚV var greint frá því að Björgólfur Thor hefði náð þeim mikilvæga áfanga að komast á ný á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Ekki gat fréttamaður RÚV leynt aðdáun sinni á einstöku afreki Björgólfs. Í fréttinni var hins vegar ekki getið um fyrri afrek kappans sem voru þau að skuldsetja helstu fyrirtæki og fjármálastofnanir […]