Föstudagur 06.03.2015 - 21:38 - FB ummæli ()

Ríkissjóður the biggest lúser!

Ég gat ekki annað en varist brosi þegar ég renndi yfir glænýtt uppkast fjármálaráðherra að frumvarpi að lögum um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Tillaga fjármálaráðherra gefur lögbrjótum umþóttunarfrest til 30. júní 2016 til þess að gera það upp við sig hvort að þeir kæri sig um að fara  skattalögum, án þess að sæta ábyrgð. Það sem sætir sérstakri furðu er að tillagan er sett fram á þeirri stundu sem yfirvöldum gefst kostur á að fá greinargóðar og áreiðanlegar upplýsingar um lögbrjótana!

Það er kristaltært að fjármálaráðherra hefur alls ekki verið að hugsa um hag ríkissjóðs þegar tillagan var samin heldur að raska ekki ró auðmanna sem mokað hafa fjármunum í útlend skattaskjól.  Það er rétt að setja tillöguna í samhengi við niðurskurð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á fjármunum til Sérstaks saksóknara.

Það væri eftir öðru á mínum gamla vinnustað ef að búið væri að semja við Vg, S og BF um að tillagan um sérstaka gæsku til handa auðmanna renni hratt og örugglega í gegn sem landslög.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur