Miðvikudagur 27.04.2016 - 00:18 - FB ummæli ()

Víglundarfarsinn

Þingmenn Framsóknarflokksins fóru mikinn í umræðu um leyndarskjöl í tengslum við endurreisn bankanna með sérstakri áherslu á mál Víglundar Þorsteinssonar.  Kröfðust þeir þess hástöfum að látið yrði af allri leynd í þöggun á tengslum við Víglundarmálið.  Erfitt var að sjá að hverjum krafan átti að beinast nema þá fyrst og fremst þingmönnum Framsóknarflokksins sjálfum, sem höfðu drjúgan meirhluta á þinginu.

Í Panamskjölunum kemur það síðan í ljós að það var veltengdur Framsóknargæðingur, sem keypti  fyrirtæki Víglundar fyrir lítið í gegnum skúffufyrirtæki í útlöndum.  Upp komst að nafnlausi kaupandinn var enginn annar en framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og má bóka að hann hefur notið tengsla sinna inn í rotið bankakerfi til þess að komast yfir fyrirtæki Víglundar.

Þingmönnum Framsóknarflokksins virðist vera létt við þær fréttir að fyrirtæki Víglundar hafi lent í réttum höndum framkvæmdastjóra flokksins, a.m.k. var umræða um leyndarbrask framkvæmdastjóra þingflokksins sett mjög aftarlega á dagskrá á fundi þingflokksins.

Ætli þingmennirnir sem áður voru hásir af æsingi út af Víglundarmálum sjái ekki málið nú í víðara samhengi; þ.e. að rétt hafi verið að taka fyrirtækið svo enginn annar stæli því!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur