Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 10.03 2013 - 22:26

Vantrauststillaga

Eftirfarandi tillaga verður borin upp af mér á Alþingi nú á mánudaginn: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þingkosninga. Fram að kjördegi sitji ríkisstjórn skipuð fulltrúum allra flokka á þingi. Tillagan er borin fram vegna þessa að stjórnarmeirihlutinn hefur svikið það […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 14:48

Jón Gnarr???

Hvar er Jón Gnarr? Nú þegar komið er formlega í ljós að formaður Bjartrar framtíðar Guðmundur Steingrímsson er einn af aðalforsvarsmönnum þess að stöðva framgang stjórnarskrármálsins á Alþingi og hefur ásamt Árna Páli lagt fram tillögu sem er órar einir um framhald málsins á næsta þingi, þá spyr ég um afstöðu Jóns Gnarr til alls […]

Laugardagur 02.03 2013 - 13:30

Árni Páll og lýðræðið.

Árni Páll Árnason hefur postullega tilkynnt að þjóðin fái ekki nýja stjórnarskrá þrátt fyrir afgerandi samþykkt þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað segja aðrir þingmenn Samfylkingar, að ekki sé talað um þingmenn VG við þessu? Held að lýðræðinu og þjóðinni hafi aldrei fyrr verið sýnd slík vanvirðing af stjórnmálamanni.

Fimmtudagur 28.02 2013 - 18:44

Að ræna auðlind

Eftirfarandi bókun var lögð fram af mér á fundi Atvinnuveganefndar Alþingis í dag í tilefni þess að nefndin ætlar að afgreiða málið með miklum hraði. Hér er um að ræða mesta auðlindarán Íslandssögunnar. Bókun á fundi Atvinnuveganefndar Alþingis þann 28. febrúar 2013 vegna máls 570, Stjórn fiskveiða.   Fulltrúi Hreyfingarinnar/Dögunar mótmælir harðlega meðferð og afgreiðslu […]

Föstudagur 15.02 2013 - 13:39

Eðlileg stjórnmál eða aðför að löggjafarvaldinu?

Sá atburður gerðist í gær á Alþingi vegna mikillar umræðu um „Skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál“ að fara þurfti fram úr hefðbundnum lokum dagskrártíma klukkkan 20:00 og hafa fund lengur inn í kvöldið svo hægt væri að klára umræðuna, en skýrsla þessi er árviss viðburður og umræðu um hana lýkur alltaf á einum degi. Samkomulag […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 20:28

Hagræðing eða svindl?

Í umræðu í atvinnuveganefnd þingsins í morgun um breytingu á lögum um „Umgengni um nytjastofna sjávar“ eins og þau heita, kom ítrekað upp að Atvinnuvegaráðuneytið sem samdi frumvarpið notar orðalagið „að hagræða vigtun“ og „hagræðing vigtunar“. Þegar eftir því var gengið hvað þetta sérkennilega orðalag þýddi kom í ljós að sennilega væri um að ræða svindl á […]

Laugardagur 09.02 2013 - 00:16

Skuldastaða ríkis og þjóðar

Eins og glöggt má sjá á stöðu Landsspítalans þessa dagana er að rætast sá spádómur að heilbrigðiskerfi landsins yrði að hruni komið vegna niðurskurðar innan tiltekins tíma frá hruninu. Eins og staðan er í dag og ef áfram heldur á sömu braut næstu sex mánuði, mun það ekki eiga sér viðreisnar von þrátt fyrir stóraukin […]

Mánudagur 28.01 2013 - 13:02

Fullnaðarsigur í Icesave

Icesave málinu lauk í dag. Fullnaðarsigur siðferðis, réttlætis, sanngirni og lýðræðis er í höfn. Einhverju mesta pólitíska deilumáli lýðveldistímans lauk með sigri almennings og þeirrar siðferðisvitundar að almenningi ber ekki að greiða skuldir þeirra skúrka sem áttu og stjórnuðu íslensku fjármálakerfi og sem með dyggum stuðningi stjórnvalda þess tíma bjuggu til það ógeðsumhverfi samspils stjórnmála […]

Laugardagur 29.12 2012 - 18:04

Kryddsíldin fræga

Kryddsíld Stöðvar 2 var tekin upp fyrr í dag (29. des.) á Hótel Borg í einhvers konar þykjustu gamlársdags-stemningarsetti með ýlum og höttum og bjór og ákavíti og mat. Sama úrkynjaða og úrelta umhverfið og umræðan sem leiddi til þess að almenningur tók Kryddsíldina úr sambandi á gamlársdag 2008. Sponsorinn var sennilega enn einu sinn […]

Föstudagur 19.10 2012 - 13:52

Ný stjórnarskrá. Af hverju Já.

Á morgun fá Íslendingar einstakt tækifæri til að kjósa umhvort þeir vilji nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem samin hefur verið í svo einstöku ferli að athygli hefur vakið um allan heim. Alþingi ákvað árið 2010 að frumkvæði forsætisráðherra að útvista ritun nýrrar stjórnarskrár til þjóðarinnar í samræmi við háværa kröfu þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins og vegna þeirrar staðreyndar að […]

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur