Vanhæfni þessarar ríkisstjórnar er alveg með eindæmum og nýjustu tillögur um hvernig á að leysa skuldavanda heimilanna eru enn eitt dæmið um það. Þar er einfaldlega um að ræða einhvern lokakafla í leikriti sem hófst daginn eftir mótmælin 4. október þegar kallað var eftir samráði við stjórnarandstöðu og Hagsmunasamtök heimilanna, samráð sem þegar upp var […]
Enn eitt leikritið af hálfu ríkisstjórnarinnar er nú hafið. Icesave leikritið, þriðji þáttur, hefur hafist með tilheyrandi spuna og lekum í fjölmiðla og þrýstingi bak við tjöldin á t.d. Samtök atvinnulífsins sem eiga að snúa upp á hendur þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja nýjan Icesave samning. Það sanna í málinu er að það hefur ekkert […]
Það gæti dregið til tíðinda á okkar guðsvolaða pólitíska fjórflokkavetttvangi áður en langt um líður og áframhaldandi illdeilur innan VG munu fyrr eða síðar leiða til þess. Augljóst er að afrakstur flokksráðsþingsins um daginn leiddi til þessa eins að báðir armarnir flokksins töpuðu. Varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir er á leið út, með stæl, enda virðist mér sem […]
Það er merkur dagur í sögu lýðveldisins og lýðræðisins á Íslandi að renna upp. Sjálfur endaði ég með um 65 frambjóðendur sem fækkaði svo niður í um 35 og enn þarf að kveðja nokkra. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta alveg hreint frábært fyrirbæri. Það er yfirdrifið framboð af mjög frambærilegu fólki til að kjósa og það […]
Það er þekkt aðferð frá tímum Nelsons flotaforingja að setja kíkinn á blinda augað til að geta sagst með sanni ekki séð sannleikann. Enn og aftur er á Smugunni (Vefþjóðvilja vinstri manna) á ferð skríbentinn úr skrímsladeild VG sem kallar sig Vinstra augað. Skríbent sem hefur eins og flestir aðrir VG liðar verið með vinstra augað lokað […]
Gerð var hörð atlaga fyrirfram að fyrirhuguðum mótmælum sem voru boðuð á Austurvelli s.l. fimmtudag. Í því skyni virðast skrímsladeildir Samfylkingar og Vinstri-grænna hafa verið virkjaðar sem aldrei fyrr og ólíklegasta fólk sem skrifar í fjölmiðla og á Netið spyrti saman alls konar fyrirfram gefnar hugmyndir, bætti í hreinum ósannindum og reyndi að klína á mótmælendur. Þau sem […]
Í tilefni dagsins og þeirri nepju sem úti er er hér birt ný veðurspá fyrir kvöldið frá Veðurstúlkunum frægu. Til hamingju með daginn konur.
Jæja, þá er tíu daga leikriti Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J. Sigfússonar lokið. Það hófst daginn eftir mótmælin miklu 4. október þegar þau báðu stjórnarandstöðuna um aðstoð við að finna leiðir út úr vandanum og endaði í gærkvöld með yfirlýsingu Jóhönnu um að það standi ekki til að Ísland verði samfélag réttlætis og sanngirni. Í […]
Meðfylgjandi er tillaga þingmanna Hreyfingarinnar að myndun neyðarstjórnar. Tillagan hefur verið send forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, með beiðni um fund. Tillagan er lögð fram vegna þess að okkur þykir einsýnt að hvorki innan ríkisstjórnarinnar né stjórnarflokkanna ríki einhugur né raunverulegur vilji til almennra aðgerða í þágu heimilanna. Tíminn er á þrotum og samfélagið […]
Skuldavandi heimilanna er brýnasti vandinn sem vofir yfir í efnahagsmálum og verður ekki leystur undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Eftir fjölmarga fundi með ráðherrum (s.k. fimm-ráðherra hóp), öðrum þingmönnum (u.þ.b. þrjátíu) og nú síðast í gærkvöldi með s.k. hagsmunaaðilum sem teljast vera fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og Íbúðlánasjóður öðru megin og Hagsmunasamtök heimilanna, Umboðsmaður neytenda og Umboðsmaður skuldara hinum megin […]
Nýlegar athugasemdir