Mánudagur 19.09.2011 - 23:08 - 24 ummæli

Tryggvi Þór: Hroki, heimska eða lygataktík?

Í bloggpistli sem var að birtast hneykslast Tryggvi Þór Herbertsson á bloggpistli Egils Helgasonar, um böl verðtryggðra lána.  Tryggva finnst nóg að svara þessu með því að klippa út tilvitnun í einhverja erlenda skýrslu, sem fjallar um „Public Debt Management“, væntanlega vegna þess að þar kemur fram að verðtrygging á skuldum sé til erlendis.

Það sem Tryggvi leiðir hjá sér er að á Íslandi er fyrst og fremst rætt um hvernig verðtrygging húsnæðislána hefur rústað efnahag venjulegs fólks. „Andsvar“ hans við þessu snýst um allt aðra hluti, enda ætti hann að vita að verðtrygging húsnæðislána er óþekkt í löndunum í kringum okkur.

Það kemur ekki í veg fyrir að hann rjúki upp í offorsi, til að setja ofan í við fólk sem leyfir sér að gagnrýna verðtrygginguna og hvernig hún hefur leikið almenning.

Spurningin sem vaknar er þessi:  Er þetta bara heimska og hroki hjá Tryggva? Eða er þetta meðvituð lygataktík, stunduð með það fyrir augum að reyna að gera lygina að sannleika?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

  • Þetta er svo magnaður fjandi – nú ætti að vera stór meirihluti á Alþingi fyrir því að afnema/vinda ofanaf verðtryggingunni en samt gerist ekki neitt.

    Ætli hagfræðingnum Tryggva Þór þyki verðtryggingin eins og hún fúnkerar á Íslandi í alvörunni vera sniðugt fyrirbæri eða er hann bara í hagfræðingsbesserwisseraleik ? Reyndar grunar mig að þetta sé bara smá fræðileg áminning um að víst sé verðtrygging til annarsstaðar en eins og þú bendir á þá er hún ekki notuð í sama mæli í neinu ríki, eða hvað ?

  • Ellert Grétarsson

    Til viðbótar vaknar líka spurningin: Af hverju í helvítinu er maður eins og Tryggvi Þór á þingi?

  • Gunnar Tómasson

    Verðtrygging launa var afnumin með pennastriki á fyrri hluta árs 1983, en Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sagði mér um haustið að „ráðgjafar“ ríkisstjórnarinnar hefðu lagst gegn samtímis afnámi verðtryggingar á lánum vegna friðhelgi samningsbundins réttar LÁNARDROTTNA. Á þessum árum voru Jónas Haralz og Jón Sigurðsson helztu „ráðgjafar“ stjórnvalda í málum sem þessum. Ég skrifaði vini mínum SG, ritstjóra, nokkrar línur daginn sem fréttir bárust af þessum gjörningi stjórnvalda. Og sagði hann vera alverstu hagstjórnarmisök í sögu lýðveldisins – og myndi verða lýðum ljóst þótt síðar yrði.

  • Sigurður J.

    Tryggvi er í nauðum staddur og greinilega hjálpar þurfi. Einar, sýndu gæsku og miðlaðu honum af þekkingu þinni í Anger-Management. Sýndu Tryggva hvernig þú ferð að því að hafa fullkomið vald á tilfinningum þínum þegar þú setur skiptar skoðanir á blað. Agnar Kristján, sem er sérfræðingur í faguryrðum um Tryggva, getur verið þér innan handar við uppfræðsluna. Náungakærleikurinn klikkar ekki!

  • Sigurður E. Vilhelmsson

    Ekki er ég hagfræðimenntaður og ekki hef ég lesið þessa skýrslu hans Tryggva, en mér þætti gaman að sjá hann benda á dæmi þess að verðtrygging sé notuð í ríkum mæli á lán til einstaklinga. Mig grunar að það sem hann er að benda á skuldabréf sem keypt eru og seld af fagfjárfestum, stofnunum og ríkisstjórnum, ekki almenningi. Á þessu tvennu er mikill munur, þar sem þeir fyrrnefndu eru í mun betri aðstöðu til að meta áhættu af slíkum afleiðusamningum.

  • Leifur A. Benediktsson

    Ellert Grétarsson, kl.23:32

    Góð spurning Grétar og afar athyglisverð. Hvers vegna valdist hann til þingsetu? Mér dettur í hug að hann viti of mikið um skítverk FLokksins og til að hafa hann góðan og til friðs hafi honum verið „lofað“ þingsæti. Annar þingmaður FLokksins var „aflúsaður“ fyrir ekki svo mörgum árum sem vissi of mikið um gangverk FLokksins .Hann var það mikið ólíkindatól að það var ekki tekin nein áhætta með hann „óbeislaðan“.

    Þegar menn eins og Tryggvi Þór leyfa ekki ath.semdir á bloggsíðu sinni,og hann kemur oft fram með „steypu“. Þá er tímaeyðsla að fjalla um fullyrðingar hans. Best er að „boycotta“ svona rugl.

  • Jóhannes

    Þessi gagnrýni á Tryggva Þór er ekki alveg sanngjörn. Hann er einungis, og með réttu, að benda á óvenju ómarkvissa umfjöllun Egils Helgasonar. Gallar og kostir verðtryggingar í samlífi við íslensku krónuna eru miklu flóknara viðfangsefni en svo að afgreitt verði á bloggsíðu. En ég er sammála því að hagfræðiprófessorinn bæti engu vitlegu í þá umræðu sem auðvitað er snautlegt af hans hálfu.

  • Pétur Örn Björnsson

    Með flottustu pistlum Egils; segir allt sem segja þarf:

    „En hvað með Alþingi, getur það ekki gert þetta með einfaldri tillögu?“

    „Það virðist frekar vera á bandi hagsmunahópanna en fólksins.“

    Hér þarf að hrjóða þingið, því annars munu hagsmunaklíkurnar, sem stýra samtryggðu flokkunum til sérhagsmuna-lagasetninga, löglegt en siðlaust, halda áfram að níða skóinn undan almenningi og míga svo að auki í skóinn.

    Mér verður hugsað til heimspekingsins, Díógenesar í tunnunni,
    og svona skil ég fílófíu hans og mér finnst hún ofur-lógísk:

    ÚR TUNNUNNI (I)

    Rökfastur er Díógenes:

    Ef valdhafarnir
    og stór-þjófarnir
    koma fram
    við almenning
    eins og hunda

    þá er það augljóst
    að almenningur
    á að spræna
    á valdhafana
    og stór-þjófana

    eins og hundum sæmir.

  • Pétur Örn Björnsson

    ÚR TUNNUNNI (II)

    Við, sem biðjum valdhafana
    bara
    um að skyggja
    ekki
    á sólina

    undrumst

    að stór-þjófunum
    leyfist það enn
    og aftur
    að hneppa litla manninn
    í myrkur dýflissunnar.

    Því spyrjum við Díógenes
    hvort það séu samantekin ráð
    – valdhafanna og stór-þjófanna –
    aftur og enn og aftur
    að byrgja sýn okkar
    – litlu mannanna –
    til sólarinnar ?

  • Garðar Garðarsson

    Egill Helga gleymdi alveg að segja útlendingnum sem hann talar til í pisli sínum að á Íslandi fyrir 1980 brann allur sparnaður upp og aðal fjárfestingin var í steinsteypu. Það var fyrst eftir að menn tóku upp verðtryggingu að almenningur gat lagt peninga sína inn á bankabók til að spara.

    Vandamál okkar íslendinga er verðbólgan og veikur gjaldmiðill, og verðtrygging er afleiðing óðaverðbólgu í gegnum tíðina en ekki orsök.

  • Pétur Örn Björnsson

    Kannski best að minna fólk á snilld Tryggva í marvaðanum með Mishkin.
    Hljómar sem tragíkómískur lestur nú … en gjöriði svo vel, árið er 2006:

    http://www.visir.is/vorid-og-bankaoroinn/article/2006112280092

  • Pétur Örn Björnsson

    Sama lyga-taktíkin enn að verki og vorið 2006 og banka-óróinn í loftinu?

  • Pétur Örn Björnsson

    Varðandi það sem Garðar Garðarsson tæpir á,
    þá sendi ég Ögmundi Jónassyni bréf á heimasíðu hans nú í ágúst
    með einmitt spurningu um Sigtúns-hópinn annars vegar og hins vegar verðtryggða þrælahópinn í dag. Heiðarlegt svar Ögmundar fylgir með
    og ég segi að batnandi manni, sem Ögmundi, er alltaf best að lifa:

    http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/5879/

  • Örn Stefánsson

    Mér finnst merkilegt að Einar tali um heimsku, hroka og lygataktík, því slíkt hefur ítrekað komið fram hjá skulda“leiðréttingar“fólki. Það er allt tínt til í baráttunni fyrir því að láta aðra borga góðærisskuldir sínar, svo sem að reikna (viljandi?) vitlaust, tala um „forsendubrest“ (fólk gaf sér væntanlega þær forsendur að það gæti bara grætt), blaðra um að þessi eða hinn fávitinn sé að fá milljarða afskriftir fyrir fyrirtækin sín, og þess vegna eigi það líka að fá slíkt hið sama (ef einhver kemst upp með 10 morð þá hlýt ég að mega fremja eitt), blaðra eitthvað um að nýju bankarnir hafi keypt lánin sín ódýrt og þess vegna eigi það ekki að þurfa að borga þau o.s.frv.

    Og toppurinn á þessu er náttúrulega að tala um hina djöfullegu verðtryggingu. Þá er látið eins og litlir púkar ráði henni og noti hana til að pína almenning eins mikið og þeir geta. Og svo virðist líka vera að 90% þeirra sem taka þátt í þessu gráthóprúnki sem þessi skuldaumræða er viti ekki betur.

    Og þá er algjörlega skautað fram hjá því hver tilgangur verðtryggingarinnar er, þ.e. sá sem Garðar kemur inná hér að ofan, að tryggja að skuldir, og spariféð sem fjármagnar þær, brenni ekki upp í næsta óðaverðbólguskoti sem hin dásamlega íslenska króna getur af sér.

    Ímyndum okkur nú undraheim þar sem gjaldmiðillinn er stöðugur, en eignabóla ríkir á fasteignamarkaði. Jón Jónsson kaupir sér hús á 60 milljónir, en síðan springur eignabólan og húsið er nú 40 milljóna virði. Hver er ástæða þess að Jón tapaði 20 milljónum? Verðtryggingin? Sá sem hugsanlega lánaði Jóni fyrir kaupunum? Eða var það kannski eignabólan? Hmm, erfið spurning. Það nákvæmlega sama gerðist síðan hér, þótt verðtryggingin geri fólki eins og Einari kleift að slá sandi í augu annarra.

    Kannski væri sniðugra setja meiri fókus á fasteignamarkaðinn sjálfan? Af hverju eignabóla eins og sú í góðærinu myndaðist, af hverju svo fáir leigja hér á Íslandi o.s.frv. En slíkt hentar náttúrulega ekki þeirri lygataktík sem Einar og fleiri nota.

  • Haukur Kristinsson

    Tryggvi Þór: copy-paste-prófessorinn.

  • Einar þú getur röflað eins og þú vilt um verðtryggingu, en staðreyndin er sú að almenningur hefði verið jafnilla staddur í hruninu með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Vandamálið á Íslandi er vitavonlaus efnahagsstjórn og þ.a.l. handónýtur gjaldmiðill. Verðtrygging er er bara sjúkdómseinkenni. Ef þú ætlar að gagnrýna Tryggva sérhagsmunasegg, gangrýndu hann þá fyrir að viðhalda þessu kerfi lélegrar efnahagsstefnu sem viðheldur ríkidæmi fárra á kostnað fjöldans. Annars hef ég gaman af skrifum þínum, tilbreyting að lesa afdráttarlaus blogg sem þó meikar sens. Flestir bloggarar eru meira í því að vera afdráttarlausir en skeyta litlu um að það sem þeir segja hljómi á einhvern hátt sennilegt.

  • Magnús Birgisson

    Örn Stefánsson ! Barátta ALMENNINGS á Íslandi snýst ekki um að aðrir borgi skuldir þess heldur sú réttláta krafa að þurfa aðeins að borga sínar skuldir en þurfi ekki í gegnum stökkbreytt lán með okurvöxtum einnig að greiða fyrir „endurreisn“ bankakerfisins, 100% tryggingu sparifjár og björgun peningamarkaðssjóða.

    Gleymum ekki að skuldarar eru líka skattgreiðendur og neytendur í þessu þjóðfélagi og borga sinn hrunskerf þar en ættu ekki þess ofaná að takast á hendur extra greiðslur af þeirri einni ástæðu að vera á þeim stað í lífinu að skulda, t.d. af húsnæði.

    Í Silfrinu á sunnudaginn kom það fram að á grundvelli rannsókna 3 sérfræðinga mætti áætla að 40 milljarðar hafi verið færðir frá skuldurum til fjármagnseigenda frá árinu 1997 af þeirri einni ástæðu að neysluverðsvísitalan er ekki rétt reiknuð. Er þetta réttlátt ?

    Þú segir að enginn forsendubrestur hafi átt sér stað…Þórarinn Eldjárn sagði einhvernveginn svona…“það er merkilegt með bankahrunið…það sáu það allir fyrir…eftirá“. Ert þú einn af þeim ?

  • Tryggvi Þór er ekki fræðimaður þó hann hafi tekið próf í fræðum. Hann er talsmaður hagsmunasamtaka. Það er breytilegt hvaða hagsmunasamtök greiða honum fyrir viðvikið. Einu sinni voru það bankar. Núna eru það kvótaeigendur. Það að hann hendi inn þessu plaggi á ensku er ekki til að auka fræðilega umræðu heldur viðhalda þrasinu. Hann er þó snjall á sínu sviði því hann er ennþá innsti koppur í búri að því að er virðist. Það er þess vegna rangt að vanmeta hæfileika hans til að lifa af í pólitík, en við skulum ekki gera meira úr fræðilegum áhuga hans en það sem til þarf til að komast aftur í framboð eða feita stöðu hjá ríkinu.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Halldór Bragason teiknari svarar lokaspuningu þinni Einar í Fréttablaðinu í gær. Ein af beittari myndum Halldórs sem sjaldan klikkar.

  • Magnus Jonsson

    Alltaf gaman af þegar menn koma með rök að aðrir eigi að borga skuldirnar. Hverjir eru þessir aðrir ?? Bankarnir tóku við fasteignaskuldum á 30-40% af heildarvirði, þannig að hverjir eru þessir aðrir ??
    Er það kannski helst að þeir sem standa í skilum eru sárir úti þá sem kannski fóru of geyst og vilja þá kvalda fram í rauðann dauðann.

  • Tryggvi Þór er nú trúverðugri en Egill Helgason þegar kemur að umræðu um verðtryggingu á Íslandi. Egill hefur álíka skilning á efnahagsmálum og 10 ára krakki en er fínn í að tala um bækur.

    Verðtrygging er afleiðing af óstjórn og óstöðguleika í efnahagsmálum. Það er hreint ótrúlegt hvað fólk virðist kunna lítið í efnahagssögu Íslands, sérstaklega síðustu 30 ára eða svo. Verðtryggingin kom á stöðugleika í efnahag Íslendinga og gerði fólki kleyft að spara án þess að eiga á hættu að tapa öllu sínu í verðbólgubruna og það gerði bönkum kleyft að lána fólki peninga án þess að verða í raun gjaldþrota.

    Verðbólga er birtingarmynd vondrar efnahagsstjórnunar og hækkun lána vegna verðtryggingar er því engum öðrum að kenna en þeim sem kjósa lélega stjórnmálamenn. Að banna verðtryggingu væri það vitlausasta sem hægt væri að gera eins og staðan er. Það myndi stoppa næstum allar lánveitingar til langs tíma nema með gríðarháu verðbólguálagi sem fólk myndi þá bölva í staðinn. Verðtryggingin er ekki vandamálið, það þarf að horfa aðeins dýpra en það og það er ekkert annað en hroki í Agli að halda að hann viti hvað hann er að tala um þegar kemur að málefnum eins og fjármagnsmörkuðum.

  • Bjarni Kjartansson

    Það hefur marg oft verið bent á, að verðtryggingarforsendur sem notaðar eru eru skakkar lántakendum í óhag.

    Óumdeilt er, að húsnæðislán erlendis eru ekki verðtryggð, nema ef vera skyldi að hluta í Ísrael.

    Ég er af þeirri kynslóð, sem hefur þurft að líða það, að eiginfjármyndun hefur verið tekin af mér í þrígang, líkt og kom fram í máli Velferðarráðherra. (vonandi vaknar sá góði maður til verka fljótlega) Þjóðverjar skiptu út gjaldmiðli sínum tvisvar eftir fyrra stríð og einu sinni eftir seinna stríð. Það var til þess, að leiðrétta þá skekkju sem komin var á gildi fjármunalegra eigna bæði innistæðum og skuldum. Þetta gerðu þeir með mismunandi skiptigengi eftir upphæðum bæði skulda og eigna. Röksemdirnar voru að menn hefðu skekkt grunninn.

  • Stefán F

    @Dude „…það gerði bönkum kleyft að lána fólki peninga án þess að verða í raun gjaldþrota.“ Bankar lifa vaxtamun inn- og útlána og þjónustugjöldum. Þeir eiga ekki að fara hausinn. Sama hvort við höfum verðtryggingu eða ekki.

    Til eru einföld sannindi um peninga. „Peningar eru ávísun á verðmæti.“ Eða peningar eru miðill verðmæta.

    Hvað eru þá verðmæti? Það er t.d. húsið sem ég bý í. Þegar ég kaupi húsið þá tek ég peningalán sem er verðtryggt og ber auk þess vexti.

    Hér er komin mótsögn. Húsið rýrnar að verðmætum ef því er ekki haldið við en peningar sem teknir voru að láni halda verðgildi sínu með verðtryggingu og fá auk þess vexti.

    Í íslenska hagkerfinu eru peningar ekki bara miðill eða ávísun á verðmæti. Þeir eru meira. Kerfið streytist við að gera þá eilífa og óforgengilega. Íslenska peningakerfið, ef það næði markmiðum sínum, er ávísun á stöðnun. Því hver vill búa til verðmæti ef miðillinn er óforgengilegur? Kerfið nær reyndar markmiðum sínum gagnvart sumum sem sést á því hvar er minnst afskrifað eftir hrun.

  • Pétur Örn Björnsson

    Ólafur Margeirsson rasskellir hér Tryggva Þór, með von um að
    Tryggvi þvælist ekki lengur út í móa … í þjóðhagfræðinni
    (og vitaskuld ekki sem prófessor og alþingismaður, 2 stéttir trausti túnar):

    http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/misskilningur-tryggva-thors

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur