Færslur fyrir október, 2011

Laugardagur 29.10 2011 - 11:44

Þjóðnýtum bankana

Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 11:24

HÍ, andverðleikasamfélag og hálfsannindi

Í Háskóla Íslands er talsvert af góðu vísindafólki, og dálítið af fólki sem stendur framarlega á sínu sviði í því alþjóðasamfélagi sem vísindin eru.  Hinir eru miklu fleiri, sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðasamfélaginu. Það sem verra er, dragbítar hafa töglin og hagldirnar í valdakerfi skólans, og vinna leynt og ljóst […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 20:03

Forysta ASÍ svíkur. Aftur.

Í nýlegri skýrslu frá Hagdeild ASÍ er álver í Helguvík nefnt tuttugu sinnum, þ.e.a.s. rúmlega einu sinni á blaðsíðu.  Þetta vekur upp tvær spurningar: Er Hagdeild ASÍ ekki kunnugt um það sem allir vita sem vilja vita, að það er ekki til, og hefur aldrei verið til, nema örlítill hluti af því rafmagni sem þyrfti […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 14:40

Ögmundur ver meint lögbrot lögreglustjóra

Í nýlegri yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir um kaup embættis Ríkislögreglustjóra á ýmsum búnaði: Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra getur verið ósammála þessu, en það er vægast sagt sérkennilegt að þetta er haft eftir ráðherra á síðu ráðuneytisins: Ég hef sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra […]

Mánudagur 17.10 2011 - 11:15

Össur, varðhundur Gamla Íslands

Össur Skarphéðinsson hefur nú bætt rödd sinni í kór þeirra sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við klíkuveldinu sem ræður lögum og lofum í íslenska valda- og fjármálakerfinu.  Því vanheilaga bandalagi sem mótmælaaldan rís nú gegn víða um heim. Össur afhjúpar hér ógeðfelldan hugsunarhátt, sem seint ætlar að deyja: Páll Magnússon var […]

Laugardagur 15.10 2011 - 12:14

Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera

Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins. Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 21:35

Páll stóðst einkavinavæðingarprófið

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur nú skilað fjármálaráðherra skýringum á því af hverju hún valdi Pál Magnússon í stöðu forstjóra Bankasýslunnar.  Í bréfinu segir meðal annars, um próf sem „sérfræðingarnir“ í Capacent létu leggja fyrir umsækjendur til að mæla „persónulega hæfileika“ og „hugræna hæfni“: Forspárgildi beggja prófana [sic] um árangur í starfi hefur verið staðfestur í […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 18:44

Bankasýslan, Capacent og „ráðningafræðin“

Í tilefni réttlætingar stjórnar Bankasýslu ríkisins á ráðningu Páls Magnússonar, fyrrum einkavinavæðara, sem forstjóra Bankasýslunnar: Hvaðan kemur sú hugmynd að til séu fræði um það hvernig eigi að ráða fólk í stöður af þessu tagi? Hverjir skyldu hafa samið þau „fræði“? Og, hvernig stendur á því að Capacent er orðið einhvers konar Hæstiréttur í slíkum […]

Mánudagur 10.10 2011 - 11:14

Geirfinnsmálið, Brynjar og réttarríkið

Í Silfri Egils í gær, og í blaðagreinum, hefur Brynjar Níelsson kynnt þá skoðun um Geirfinns- og Guðmundarmálið að afturköllun játninga sé merkingarlaus, og að ekki sé hægt að endurupptaka mál nema til komi ný sönnunargögn.  Burtséð frá því að réttarkerfið mætti e.t.v. stundum taka breytingum, þótt mikilvægt sé að slíkt sé gert varlega, þá […]

Laugardagur 08.10 2011 - 21:05

Forsætisráðherra gegn vísindum og sjálfum sér

Í upphafi árs 2007 ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að Háskóli Íslands skyldi fá aukin framlög til rannsókna sem næmi þremur milljörðum á ári.  Aukningin átti að koma til á fjórum árum, fram til 2011, sem þar með hefði þrefaldað árlegt beint framlag ríkisins til rannsókna við HÍ .  (Aukningin  kom ekki til framkvæmda […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur