Laugardagur 29.10.2011 - 11:44 - 25 ummæli

Þjóðnýtum bankana

Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol. Ríkisstjórnin biður bankana kurteislega um að vera ekki svona vonda, og bankastjórarnir glotta í laumi. Bankastjóri Landsbankans heimtar að bankinn sé einka(vina?)væddur í snatri.  Eigendur hinna bankanna eru óþekktir kröfuhafar. Hvaða kröfur áttu þeir í bankana? Af hverju fengu þeir ekki bara að tapa þessum áhættufjárfestingum sínum þegar bankarnir fóru á hliðina?

Af hverju hættum við ekki þessu rugli og þjóðnýtum bankana?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • god spurning Einar.
    Af hverju er ekki, a.m.k., hægt ad adskilja vidskiptabankathonustu og fjarfestingabankathonustu.

  • Ég er farinn að halda að svarið við þessari augljósu spurningu, Hannes, sé að stjórnvöld á Íslandi vilji bara alls ekki hrófla við því gerspillta valda- og fjármálakerfi sem við búum við. Ég á a.m.k. erfitt með að finna aðra skýringu, þegar núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum í næstum þrjú ár, með stuðningi fólks sem flest er alls ekki hallt undir þá sem drottna yfir efnahagslífi landsins.

  • spurningin er lika hverning bonkunum myndi ganga ad halda fjarfestingahlidinni gangandi an thess ad geta laumast i sjodi sparisjodaeiganda. Eg skal gladlega vidurkenna ad eg hef ekki hugmynd hvernig thetta virkar. En segdu mer eitt, ef allt færi a adra hlidina, og gefum okkur thad ad allir sparisjodseigendur oskudu eftir ad fa inneign sina utborgad. Gætu bankarnir stadid undir theirri skuldbindingu? Væri ekki edlilegt ad thad væri einhverskonar utlistun a thessu svo madur hefdi einhverja hugmynd um stodu bankanna gagnvart hinum almenna sparisjodseiganda?

  • tho vissulega se thad oraunhæft ad bankarnir myndu thurfa ad standa vid slika skuldbindingu, tha væri (kannski vonandi) hægt ad nota slika utlistun til thess ad meta hvort banki er vel eda illa rekinn.

  • Jónas Bjarnason

    Eins og raunar hefur verið bent á, þá hefði auðveldlega verið hægt að tryggja innistæður Íslendinga (í neyðarlögunum) með anti-regressivum hætti. Þannig að minni upphæðir væru tryggðar, en stórupphæðir í minnkandi mæli eftir því sem þær væru hærri. – Útflutningsskattar hefðu getað verið lagðar á útflutning til að koma til móts við gengisfellinguna. Þetta bentu erlendir gestir okkar á. – Nei, við herjum á heilbrigðisstofnanirnar og gamlingjana. Það eru frumlegar leiðir, er það ekki?

  • Haukur Kristinsson

    Rétt Einar. Af hverju hættum við ekki þessu rugli? En bankarnir eru ekki eina ruglið hvað þetta varðar. Innflutningur á olíu, lyfjum og áfengi ætti til dæmis að vera á vegum ríkisins. Óþarfi að láta nokkra Sjallabjálfa græða á þessu, því engin er samkeppnin og verður aldrei. Einnig á Síminn að vera á vegum ríkisins, sem og Pósturinn. Fleira mætti nefna. Hér í Sviss er t.d. bílaskoðun á höndum sýslanna, enginn Frumherji Finns Ingólfssonar. Í löndum Evrópu er skýr hugarfarsbreyting í gangi um ríkisrekstur, event. vegna góðs gengis ríkisrekinna fyrirtækja í Kína. En Ísland nálgaðist undir forystu Sjalla + hækju meir og meir Kanann, “big is beautiful”, aulaleg sýndarmennska og frussandi frjálshyggjuöfgar.

  • Ég er sammála því að innflutningur á olíu og lyfjum ætti að vera á vegum ríkisins. Það er fráleitt að tala um að á þeim markaði ríki eða hafi einhvern tíma ríkt samkeppni sem komi neytendum til góða.

    Ennþá mikilvægara finnst mér að að opinberir aðilar sjái einir um orkuvinnslu (í stórum stíl) og orkudreifingu. Jafnvel í Kaliforníu tókst ekki að markaðsvæða slíkt hörmungalaust, auk þess sem vandséð er hvernig raunveruleg samkeppni gæti orðið til á því sviði.

    Ég er samt fylgjandi frjálsu og óheftu einkaframtaki alls staðar þar sem það virkar. Það hefur bara sýnt sig að það virkar alls ekki á ofangreindum sviðum. Varðandi bankana þá er ekki annað að sjá, af þróun bankamála síðustu áratuganna, en að þeir séu löngu hættir að þjóna nokkrum samfélagslegum markmiðum. Vegna þess hversu mikilvægir þeir eru, og af því að þeir hafa í raun leyfi til að „prenta peninga“ (með því að lána út miklu meira en þeir eiga) er ég orðinn sannfærður um að þeir eigi ekki að vera í einkaeign; hættan á misnotkun þeirra virðist bara alltof mikil

  • Elís Másson

    Útlánastofnanir eru ígildi orku- eða útgerðarfyrirtækja með peningaprentun sem sína auðlind og sem slíkir verða þeir að hafa bæði beisli og múl. Það er ábyrgðarlaust að leyfa þeim af fara eftirlitslaust á fyllerí aftur.

  • Pétur Örn Björnsson

    Elís Másson … vel orðað.

  • Pétur Örn Björnsson

    Af hverju treysta bara 14% þjóðarinnar skjaldborgar-ríkisstjórninni?
    Af hverju treysta bara 11% þjóðarinnar löggjafarþinginu?
    Af hverju treysta bara 6% þjóðarinnar endurreistu bankakerfinu?

    Segir það ekki allt sem segja þarf, að allt kerfið er rotið að mati almennings?
    Að hér ríkir ekkert lýðræði, heldur samtryggt og samansúrrað seim óld sjitt?

  • Pétur Örn Björnsson

    Þjóðnýtum allt banka-kerfið og lífeyrissjóða-kerfið,
    hið almenna og hið opinbera
    svo hægt sé að gefa upp á nýtt, á réttlátan og sanngjarnan hátt.
    Ég get ekki séð hvernig það á að vera hægt, nema með þjóðnýtingu.

  • Leifur A. Benediktsson

    Pétur Örn Björnsson.

    100% sammála þér.

    Minni lesendur hér á Eyjunni að hafa bókina Falið vald eftir snillinginn Jóhannes Björn ÆTÍÐ við rúmstokkinn. Hún er holl lesning öllum þeim sem vilja skilja hvernig ÖFLIN vinna á bak við tjöldin,gegn okkur almenningi.

  • Leifur A. Benediktsson

    Pétur Örn Björnsson,

    Þú ert meðetta félagi. Þetta er uppskrift af stefnuskrá nýja kosningabandalagsins sem við þurfum að koma á koppinn.

    Við þetta má bæta: innkalla allar veiðheimildir á Íslandsmiðum og endurúthluta þeim á markaðsverði,þegar í stað.

    Makrílúthlutun jólasveinsins í landb.ráðuneytinu er hneyklsi. Hvað var karluglan að pæla?

  • Pétur Örn Björnsson

    Félagi Leifur

    Alveg sammála þér um kvótamálin og hreppapólitík Jóns Bjarnasonar.
    Algjör skandall og sýnir bara að ESB afstaða … með eða á móti … má ekki sundra okkur í því uppgjöri sem þarf fyrst að fara hér fram.
    Setjum ESB málið bara á salt um tíma og tökum til hér innanlands fyrst.

  • Pétur Örn Björnsson

    Félagi Leifur

    Alveg sammála þér líka um Falið vald eftir Jóhannes Björn
    … algjört möst á náttborðið …
    og mig langar að mæla einnig með pistlum hans á vald.org

  • Í djeilið með svika dverginn Rauðgrana!
    „Stritkreppukommann“ lævísa og útsmogna
    eins og Bragi Kristjónsson
    kallar þrjóskuraskaða Þistilfjarðar rindilinn.

  • Símon bangsímon

    Yfirþjóðlega og glóbala hamstrahjólafabrikkan:

  • S. Guðmunds

    Kæri Einar;

    Nær allt bankakerfið er í eigu ríkisins (=þjóðnýtt) nú þegar, nema Arion banki, Íslandsbanki og MP banki, sem eru í svokallaðri einkaeigu.

  • Símon bangsímon

    Kæri S. Guðmunds

    Hefur þú aldrei heyrt minnst á erlenda vogunarsjóði og hrægamma, sem eigendur Arion banka og Íslandsbanka og með eignarhluti einnig í Landsbankanum og MP og sparisjóðakerfinu í rúst?
    Varla ert þú talsmaður „skjaldborgar“ stjórnar svikaranna og þjóðníðinganna Jóhönnu Sig. og Steingríms Jóh.?
    Varla ert þú talsmaður Ponzi fabrikku yfirþjóðlegu hamstrahjólanna með IMF sem yfirverkstjórann til samræmingar ránanna frá almenningi?

  • S. Guðmunds

    Nei, Símon bangsímon. Ég er ekki talsmaður neins þessa. Ég hef aldrei haldið því fram.

    En eitt veit ég, og það er að eftir að bankarnir hafa verið þjóðnýttir, þ.e. ríkisvæddi, þá hefðst spillingin fyrir alvöru þar sem að pólitísk gæludýr fá að leika lausum hala með fé landsmanna.

    Og þá verður grátkórinn jafnvel enn meiri og hærri en núna.

  • Símon bangsímon

    Ekki þetta og ekki hitt, nú hvað viltu þá eiginlega S. Guðmunds?
    „Heilbrigða einka(vina)væðingu“? Enn hef ég ekki séð heilbrigðið þar.

    Sparisjóðakerfi með stofnfjáreigendum, en hverjir eiga pening í dag nema
    gamlir stofnfjáreigendur og innvígðir í hagsmunaklíkurnar?

    Horfðu á myndbandið sem ég vísa til og þá muntu skilja vandann.

  • S. Guðmunds

    Símon bangsímon, ég vil endurvekja samvinnuhugsjónina þar sem allur almenningur getur verið þátttakandi á jafnræðis- og jafnréttisgrundvelli.

    Þessi hugsjón hefur ekkert með pólitík né pólitískar hugsjónir að gera, heldur heilbrigða skynsemi og rekstrarlegum forsendum.

  • Símon bangsímon

    Ég er svoldið veikur fyrir því líka S. Guðmunds.
    Og hef reyndar alltaf verið svag fyrir heilbrigðum sveitamannaanarkisma
    og svona gamla ungmennafélagsandanum að planta niður hríslum osfrv.

    En SÍS veldið og svo öll sú skítuga helmingaskipta valdaklíka með Kolkrabbanum er enn með gríðarleg völd á bak við tjöldin í gegnum Óla Ól., Finn, Dóra og Dabba í gegnum leyniþræði Þórólfs Gift og kompaní.

    Fyrr en öll sú spilaborg verður gerð upp er ég tortrygginn.

  • S. Guðmunds

    Sammála þér Símon Bangsímon.

    SÍS veldið var mjög heilbrigt langt fram yfir 1975 en þá fóru skemmdu eplin að láta á sér kræla.

    Margir nutu góðs af starfsemi SÍS. SÍS skapaði vinnu og tækifæri fyrir marga og var þannig með til að viðhalda stöðugleika í atvinnumálum í landinu á sínum tíma og það um nær allt land, sá til þess að verslunarstarfsemi blómstraði víða um land með ágætu og stöðugu vöruframboði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur