Í bloggpistli fyrr í dag spurði ég spurningar sem nú er búið að svara. Gott hjá Eyjunni að birta þessa frétt með áberandi hætti, enda er hér á ferðinni skörp og málefnaleg gagnrýni hjá Benedikt.
Ég játa því á mig að hafa vanmetið, eða misreiknað, ritstjórn Eyjunnar í þessu máli.
Eyjan birti þetta ekki fyrr en þú bentir á það Einar.
Þá var þögn þeirra orðin svo pínleg, að eitthvað urðu þeir að gera, ef mark ætti að taka á ritstjórninni. Þetta sýnir vikt þína sem bloggpistlahöfundar.
Annars er fróðlegt að lesa þennan pistil Benedikts líka:
http://www.bensi.is/?m=news&f=viewItem&id=181
Benedikt ræðir þar um lífs-nauðsyn stofnunar nýs stjórnmálaafls í anda þess sem Lilja hefur rætt um … til endurreisnar á forsendum almennings; með áherslu á réttlæti, lýðræði, valddreifingu og samvinnu. Stjórnmálaafl sem hefði, með orðum Benedikts, getu til að:
· Verða það sem Samfylkingin reyndist ekki geta orðið
· Verða það sem Vinstri Græn vildu ekki verða
· Verða það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað vera
· Verða það sem Framsóknarflokkurinn gæti ekki orðið úr því sem komið er (þó hann vildi)
· Verða það sem Borgarahreyfingin/Hreyfingin átti skammvinna möguleika á að verða
· Verða ábyrgari og árangursríkari en Besti-flokkurinn (og Guðmundur) vill/nennir að leggja á sig.
Þetta er nú óttarlegur belgingur og ónákvæmni hjá honum Bensa.
Hann skrifar eins og hann sé ráðherra flokksins sem er að segja af sér!
Hálf hlægilegt…
Tek undir með Pétri Erni, er það ekki einmitt vegna pistils þíns sem þessi „frétt“ er komin í loftið?