Miðvikudagur 30.11.2011 - 19:28 - 29 ummæli

Brottrekstrarsök Ríkislögreglustjóra

Vera má að ég hafi misskilið eitthvað í íslensku réttarfari og stjórnsýslu, og vona að einhver leíðrétti mig þá, en svona sýnist mér þetta líta út:

Ríkisstofnunum ber að afhenda Ríkisendurskoðun gögn sem síðarnefnda stofnunin biður um til að geta sinnt hlutverki sínu.  Þetta stendur nefnilega í lögum um Ríkisendurskoðun:

7. gr. Ríkisendurskoðun getur krafist reikningsskila af stofnunum, samtökum, sjóðum og öðrum aðilum sem fá fé eða ábyrgðir frá ríkinu og ber þeim þá skylda til að afhenda Ríkisendurskoðun umbeðin gögn.

Ríkislögreglustjóri neitar að afhenda gögn sem Ríkisendurskoðun hefur beðið um.

Þótt Ríkisendurskoðandi sjálfur gæti hugsanlega verið vanhæfur til að fjalla um viðkomandi mál þýðir það ekki að Ríkisendurskoðun sé vanhæf, og  útilokað virðist að það geti spillt málinu að Ríkisendurskoðandi fái að sjá umrædd gögn, jafnvel þótt hann yrði úrskurðaður vanhæfur til að fjalla um málið sjálfur.

Ríkislögreglustjóri er því að brjóta lög með því að neita að afhenda gögnin.

Ríkislögreglustjóra sem brýtur lög, og þrjóskast við þrátt fyrir ítrekanir, ætti að reka umsvifalaust.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

 • Leifur Bjornsson

  Sammala

 • Pétur Örn Björnsson

  Er nema von að traust almennings á opinberum stofnunum ríkisvaldsins sé hverfandi?

  Hvernig getur almenningur borið virðingu fyrir Ríkislögreglustjóra og embætti hans, ef hann gengur beinlínis gegn grundvelli embættis hans að
  „Með lögum skal land byggja“?

  Það sem höfðingjarnir hafast að … boðar Ríkislögreglustjóri með fordæmi sínu, að óprúttnir aðilar megi þá líka brjóta lögin og slíta í sundur friðinn?

  Held að hann ætti alvarlega að íhuga hvaða stór-hættulega fordæmi hann er að gefa með framferði sínu.

 • Haukur Kristinsson

  Það er með ólíkindum hvernig Sjallabjálfarnir haga sér. „Við erum ríkið“, hugsa þeir og hafa komist upp með það allt of lengi, eða þar til allt fór fjandans til. Því verður að koma í veg fyrir, með öllum ráðum, að þessi krakkaflón komist aftur í ríkisstjón.

 • Steinarr Kr.

  Í lögum mega forstöðumenn ríkisstofnana ekki fara meira en 4% fram úr fjárlögum (þetta er víst sett inn sem einhver skekkjumörk). Samt fara flestir ítrekað fram úr þessu og fá ekki bágt fyrir. Ef vel ætti að vera ætti þá ríkislögreglustjóri að standa aftastur í langri röð forstöðumanna ríkisstofnanna sem þarf að reka.

  Að öðru leiti virðist þetta vera angi af persónulegri deilu á milli þessara aðila og full hart að kalla þetta lögbrot enn sem komið er.

 • Sammála Einar útleggingunni gagnvart staffírugheitum lögreglustjóra. Hins vegar þurfum við að vara okkur á því að Rendurskoðun Sveins Arasonar er ekki alveg óskeikul stofnun. Bæði er að hann sjálfur er óvarkár í yfirlýsingum og ekki síður að stofnunina skortir á fagmennsku í vinnubrögðum. Annars vegar er það ósiður (fúsk) að geta í engu hvaða einstaklingar vinna að skýrslugerð og þá um leið hvaða sérþekkingu á málasviði þeir hafa á valdi sínu og þess vegna eru mælikvarðar og mat á þjónustu og árangri stundum í algeru skötulíki . . . . og hins vegar að skýrslur og Sveinn sjálfur hafa farið í bollaleggingar um pólitíska stefnumótun sem ER ALLS EKKI á þeirra valdi eða verksviði en dregur verulega úr trúverðugleika þeirrar ráðgjafar sem þeir eiga að veita.
  R,End er mikilvæg stofnun og þarf að efla og styrkja fagmennskuna – – um leið og hún er færð fjær framkvæmdavaldinu og þeirri pólitísku misnotkun sem lýsir sér gjarna í að „pantaðar“ eru greiningar og skýrslur. Ekki það þær líti samt ekki oftast út fyrir að vera verulega skárri en margt sem komið hefur frá „málaliðum“ hjá Hagfræðistofnun HÍ og Lagastofnun og öðrum þvílíkum – – en það er nú önnur saga

 • Ég hef enga skoðun á Ríkisendurskoðanda, enda hef ég ekki kynnt mér störf hans svo neinu nemi. En það er ólíðandi að forstöðumaður ríkisstofnunar neiti að fara að lögum og afhenda upplýsingar sem honum ber að gera lögum samkvæmt, vegna persónulegrar óvildar í garð annars manns.

  Þess vegna verður meðvitað lögbrot ríkislögreglustjóra ekkert minna lögbrot þótt það eigi rætur að rekja til persónlegra deilna. Fólk sem ekki getur haldið persónu sinni fyrir utan embættisfærslu á ekki að vera í opinberum embættum.

 • Eins og þetta mál lítur út þá ætti þessi Sjalla-tittur í embætti Ríkislögreglustjóra að hugsa sinn gang alvarlega. Ef hann, af öllum mönnum, virðir ekki lögin í landinu, þarf þá nokkur að gera það? Er ekki Ríkislögreglustjórinn með framferði sínu búinn að slíta sundur friðinn á landinu bláa? Ég tel að reka ætti hann úr embætti tafarlaust, annars er voðinn vís.

 • Leifur A. Benediktsson

  Þetta RadíóRaf mál Ríkislögreglustjóra gegn Ríkisendurskoðun,hefði verið svæft í kæfingu í tíð FLokksins.

  Þöggun FLokksins er ekki til að dreyfa nú,og er það vel. Kanski eru að renna upp tímar breytinga rúmum 3 árum eftir Hrun.

  Sprikl þess borðalagða er honum og hans embættis til mikillar minkunar.
  Þetta embætti ætti að leggja niður með því sama og spara okkur skattpíndum almennig drjúgar upphæðir og einum FLokkssnata færri á jötunni góðu.

 • Bull og vitleysa í Baugsliðum.

 • BófaFLokkur Valhallar hefur ekki þurft að fara eftir landslögum eða stjórnarskrá því hann á hæstarétt skuldlausann.

 • Þórður Magnússon

  Þá er spurning hvort Ögmundur hafi ekki farið freklega fram úr sjálfum sér og jafnvel brotið lög þegar hann „úrskurðar“ að ekkert hafi verið að fyrri viðskiptum lögreglustjóra. Ögmundur er hluti af framkvæmdavaldinu sem ríkisendurskoðun á að fylgjast með. Ögmundur hefur því ekkert úrskuðunarvald né dómsvald, enda segir þriðja grein laga um ríkisendurskoðun:

  3. gr. Ríkisendurskoðun er engum háð í störfum sínum. Forsætisnefnd getur þó ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt óskum þingmanna krafist skýrslna um einstök mál er falla undir starfsemi Ríkisendurskoðunar.

  Starfsmenn Ríkisendurskoðunar skulu í einu og öllu óháðir ráðuneytum og stofnunum sem þeir vinna að endurskoðun hjá.

  Getur þetta talist eðlileg stjórnsýsla?

 • Þórður Magnússon

  Og annað. Ögmundur veitir ríkislögreglustjóra frest! Með vísan í hvaða lög?
  Svona var fréttin: Innnaríkisráðuneytið hefur veitt Ríkislögreglustjóra frest til næsta mánudags, 5. desember, til þess að verða við ósk Ríkisendurskoðunar um að fá afhent gögn um 165 milljóna króna viðskipti Ríkislögreglustjóra við fyrirtækið Radíóraf.

  Ég spyr með hvaða lagaheimildum getur Ögmundur eða ráðuneyti hans veitt frest til 5 des? Hefði hann geta veitt 3 mánuði? 3 ár? Er ekki rétt stjórnsýsla fyrst innanríkisráðuneytið yfir höfuð hafði afskipti af málinu að það hefði úrskurðað að undirmaður þess, ríkislögreglustjóri, afhendi gögnin án tafar. Líkt og lög kveða á um. Ísland er alltaf að verða skrýtnara og skrýtnara land.

 • Ótrúlegt að Flokkstitturinn sé ennþá Ríkislögreglustjóri – og að þessi spilling sé að koma fólki á óvart. Spillingin virðist vera alveg jafn útbreidd hjá lögreglunni í dag og hún var fyrir um 20 árum, þegar fíknó var gómað í bólinu með fíkniefnamafíunni – kannski ekki skrítið þar sem Ríkislögreglustjórinn réð til starfa fyrir sig aðal spillingarpinnann í fíknóhneykslinu.

  Embættið hefur ekki ennþá sett á laggirnar óháð innra eftirlit með löggunni(og sjálfu sér) – það ætti að vera öllum augljóst í dag hvers vegna Flokkstitturinn gerði aldrei neitt í eftirlitinu – en þess í stað heimtar Ríkislögreglustjórinn forvirkt eftirlit með öllum nema löggunni.

  Tími til kominn að þessi drullusokkur taki pokann sinn

 • Öndum með nefjum

  Þórður, öndum nú aðeins með nefinu.

  Í fréttinni segir:
  „að Ríkisendurskoðandi fari fram á það við innanríkisráðuneytið, að það veiti aðstoð við að fá upplýsingarnar frá Ríkislögreglustjóra.“

  Er það ekki það sem Ögmundur er að gera? Átti hann að þínu mati að segja nei við beiðni Ríkisendurskoðanda? Varla hefði það glatt þig?

  Síðan segir í fréttinni:
  „Í ljósi laga um Ríkisendurskoðun fari ráðuneytið hins vegar fari fram á það að ríkislögreglustjóri afhendi Ríkisendurskoðun umbeðnar upplýsingar.
  Ráðuneytið gefur ríkislögreglustjóra frest til mánudagsins næsta, 5. desember, til að afhenda upplýsingarnar.“

  Þórður, mánudagur er nú strax eftir helgi. Öndum með nefinu þangað til.

 • Ég tel ekki að það eigi að veita frest embættismanni sem neitar að fara að lögum í störfum sínum. Hann á að reka.

 • Öndum örar með nefjum

  Þórður segir að Ögmundur megi ekki gera hitt og heldur ekki þetta.
  Því tók ég upp smá vörn fyrir Ögmund.
  En persónulega þá samsinni ég þér Einar: Reka skal Harald!

 • Ég er alveg sérlega slakur, kannast ekki við neinn æsing af minni hálfu herra öndum með nefjum,. Ég er einfaldlega að benda á að það er ekki hlutverk ráðherra að kveða upp dóma um hvort ríkisendurskoðun kemst að „réttri“ niðurstöðu eður ei. Ég finn hvergi lagastoð fyrir slíku ena ríkisendurskoðun gert skylt skv lögum að starfa óháð ráðuneytum eins og sérstaklega er tekið fram í þriðju grein laga um þessa stofnun.

  Svo bendi ég á að ef lög eru brotin með því að neita að afhenda þessi gögn þá er afar sérstakt að ráðherra veit tímasettan frest til að embættismaður fari að lögum. Finn ekki stoð í lögum fyrir því. En ef þú getur fundið hana þá væri það afar fróðlegt. Þetta var nú allur æsingurinn af minni hálfu. Bestu kveðjur.

 • Þú misskilur málið.

  Og ekki koma viðbrögðin á óvart.

  Málið snýst um að gögnin verði afhent en annar maður en ríkisendurskoðandi fari yfir þau.

  Þetta snýst því ekki um að gögnin verði ekki afhent ríkisendurskoðun.

  Einfalt mál og augljóst hefði ég haldið.

  Ofboðsleg vanstilling er í þessu þjóðfélagi okkar.

 • Haukur Kristinsson

  Hvað voru Sjallarnir búnir að stofna mörg embætti, bara til að klessa þar niður kellingunni, krökkunum, vinum og vandamönnum, jafnvel tengdamömmu?
  Þetta varð að gera, því ekki var hægt að koma öllu liðinu fyrir í heildsölunni eða á lögstofunni. “Nepotismi pure”.

 • Steinarr Kr.

  Ofboðslega eiga menn erfitt með að hemja sig í bölvinu og ragninu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Hræddur er ég um að allt yrði vitlaust ef þessu væri öfugt farið. Svo er líka leiðinlegt að sjá vitlausar staðhæfingar um hitt og þetta sem menn geta ekki staðið við ef á reyndi t.d. eins og Haukur Kristinsson hér að ofan.

 • Hvernig væri að setja sig örlítið inn í málið áður en stokkið er til og bloggað af offorsi?
  Ríkislögreglustjóri hefur EKKI neitað að afhenda gögn heldur aðeins og af gefnu tilefni, gert athugasemdir við að Sveinn Arason meðhöndli gögnin, vegna vanhæfis. Ríkislögreglustjóri óskaði svars við beiðni sinni um að annar en Sveinn færi með málið. Innanríkisráðherra kýs að svara ekki beiðninni öðruvísi en að skikka Ríkislögreglustjóra að afhenda gögnin.
  Svo einfalt er það.

 • Heyrði ég öskrað GAS í Múmíndalnum?

  Það er staðreynd að öll stjórnsýslan er gjörspillt. Að kenna einum flokki um er eins og að stökkva vatni á eina gæs.
  Stjórnsýslan, með mellum hennar á spenum, lögfræðingastofur og endurskoðendastofur út í bæ og háskólasamfélag hagfræðinga og stjórnmálafræðinga og læknamafíu á ekki að byggja á atvinnubótavinnu til gæsagangs tröllvaxins yfirbyggðarkerfisins.
  Það þarf að plokka og flá allar samtryggðar gæsirnar og stinga í ofninn svo almenningur fái amk. eitthvað að éta fyrir jólin, eða amk á þorranum.
  Annars frýs endanlega í helvíti.

 • Umfram reglur um vald ríkisendurskoðunar má benda á, að um opinber innkaup gilda ákveðnar reglur sem gera ríkar kröfur til gagnsæis og jafnræðis, meðal annars.

  Fjármál opinberra stofnanna eru mál er varða meðferð á því sem er innheimt í gegnum skattlagningu á borgara. Slíkt á að vera gagnsætt, þ.e. aðgengilegt öðrum en sjálfri stofnuninni.

  Jafnræðisreglan kveður á um að allir þeir sem vilja selja vörur og þjónustu til opinberra stofnanna eigi að sitja við sama borð.

  Svo má deila um það hvort þetta sé tekið til eftirbreytni.

 • Sorglegt að lesa komment Baugsliða hérna.

 • Ríkisendurskoðandinn gerði upp á bak í þessu máli.

  Taldi sig geta sagt löggunni fyrir verkum og vera færan um að leggja mat á þjóðfélagsástandið á hverjum tíma.

  Það er ekki Ríkisendurskoðandans að leggja mat á það hvemær löggan má kaupa gas og þess háttar dót.

  Þessi kór sem hér syngur telur kannski að rétt sé að ríkisendurskoðandinn leggi mat á ástandið í þjóðfélaginu og stjórni lögreglunni?

  Öll þessi vitleysa í ríkisendurskoðandanum var hrakin og Ögmundur tók undir með ríkislöggunni.

  En auðvitað geta menn ekki hætt og nú er búinn til spuni um að löggan neiti að láta af hendi upplýsingar.

  Þetta er hreinn uppspuni.

  Löggan hefur hins vegar sagt að hún treysti ekki ríkisendurskoðandum til að leggja mat á þessi gögn.

  Varla kemur það á óvart.

  Maðurinn er grein ilega óhæfur og skýrslan sem embætti hans sendi frá sér algjört hneyksli.

  Þetta vita allir sem nennt hafa að kynna sér málið.

  En auðvitað er að um að gera að henda skít í lögguna og ríkislögreglustjórann.

  Vann ekki pabbi hans einu sinni á Mogganum?

  Frábært að sjá hversu vel menntaðir og víðsýnir menn eru á Nýja-Íslandi.

  En kannski er hægt að finna sér eitthvað uppbyggilegra að gera en að hrauna yfir heiðarlegt fólk í botnlausri heift og vitleysu?

  Þessi umræða sýnir hversu illa er komið fyrir þessu þjóðfélagi.

  Það er skemmt og sjúkt.

 • Ríkislögreglustjóri getur bent viðeigandi aðilum á að hann telji Ríkisendurskoðanda vanhæfan til að fjalla um tiltekið mál, og rökstutt þá skoðun sína.

  Það veitir honum hins vegar ekki leyfi til að brjóta lög, sem hann hefur gert, með því að neita að afhenda gögn sem hann á að afhenda. Að halda fram að hann hafi ekki neitað því er hreinlega rangt. Hann hefur ĺýst yfir að hann muni ekki afhenda gögnin af ástæðum sem hann greindi frá. Þær ástæður eru sem sagt ekki lögmæt afsökun.

 • Leifur A. Benediktsson

  Með þessum skrípaleik Ríkislögreglustjóra er hann sjálfur búinn að koma sér í klandur.

  Er ekki bara málið að senda bara Óla Spes, sem er í næsta húsi, og láta hann ,,bösta“ grenið.

 • birna haraldsdóttir

  kallast það „vanstilling“ ef múgurinn stendur ekki kyrr á meðan það er verið að rænann?

 • Er samfélagið ekki orðið svolítið sérkennilegt ef ekki er hafið yfir allan vafa að SJÁLFUR ríkislögreglustjóri hafi farið að lögum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur