Mánudagur 28.11.2011 - 16:37 - 3 ummæli

Bragarbót

Í bloggpistli fyrr í dag spurði ég spurningar sem nú er búið að svara.  Gott hjá Eyjunni að birta þessa frétt með áberandi hætti, enda er hér á ferðinni skörp og málefnaleg gagnrýni hjá Benedikt.

Ég játa því á mig að hafa vanmetið, eða misreiknað, ritstjórn Eyjunnar  í þessu máli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Pétur Örn Björnsson

  Eyjan birti þetta ekki fyrr en þú bentir á það Einar.
  Þá var þögn þeirra orðin svo pínleg, að eitthvað urðu þeir að gera, ef mark ætti að taka á ritstjórninni. Þetta sýnir vikt þína sem bloggpistlahöfundar.

  Annars er fróðlegt að lesa þennan pistil Benedikts líka:

  http://www.bensi.is/?m=news&f=viewItem&id=181

  Benedikt ræðir þar um lífs-nauðsyn stofnunar nýs stjórnmálaafls í anda þess sem Lilja hefur rætt um … til endurreisnar á forsendum almennings; með áherslu á réttlæti, lýðræði, valddreifingu og samvinnu. Stjórnmálaafl sem hefði, með orðum Benedikts, getu til að:

  · Verða það sem Samfylkingin reyndist ekki geta orðið

  · Verða það sem Vinstri Græn vildu ekki verða

  · Verða það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað vera

  · Verða það sem Framsóknarflokkurinn gæti ekki orðið úr því sem komið er (þó hann vildi)

  · Verða það sem Borgarahreyfingin/Hreyfingin átti skammvinna möguleika á að verða

  · Verða ábyrgari og árangursríkari en Besti-flokkurinn (og Guðmundur) vill/nennir að leggja á sig.

 • Þetta er nú óttarlegur belgingur og ónákvæmni hjá honum Bensa.

  Hann skrifar eins og hann sé ráðherra flokksins sem er að segja af sér!

  Hálf hlægilegt…

 • Tek undir með Pétri Erni, er það ekki einmitt vegna pistils þíns sem þessi „frétt“ er komin í loftið?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur