Mánudagur 28.11.2011 - 13:45 - 18 ummæli

Er Eyjan flokkseigendamiðill?

Eyjan birtir á hverjum degi urmul frétta.  Sumar þeirra, væntanlega þær sem þykja áhugaverðastar, lenda í „rúllunni“ efsti til vinstri, þar sem eru fjórar fréttir í einu, og svo flytjast þær yfirleitt aðeins neðar á síðuna vinstra megin, þar sem þeim er enn gert hátt undir höfði.

Um helgina voru meðal annars þessar fréttar álitnar markverðastar af ritstjórn Eyjunnar:

Kínverskum tölvuþrjótum tókst að stela 5 milljónum frá Þjóðleikhúsinu. Sendiráðið bjargaði málum

Ritdómur um Bernskubók Sigurðar Pálssonar

Og svo þessi:

Formaður LFK sagði sig úr Framsóknarflokknum og gagnrýndi forystuna á miðstjórnarfundi í dag

Þessi frétt sást hins vegar hvergi: Benedikt Sigurðar segir sig úr Samfylkingunni

Getur verið að það sé vegna þess að umrædd úrsögn er vandlega rökstudd, að forystu Samfylkingarinnar svíði undan þeim rökstuðningi og að ritstjórn Eyjunnar hafi pólitísk markmið en ekki góða blaðamennsku að leiðarljósi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

 • Einar Steingrímsson

  PS. Auðvitað má vera að mér hafi yfirsést þessi frétt á Eyjunni, þótt ég hafi reynt að fylgjast vandlega með. Komi það í ljós mun ég að sjálfsögðu leiðrétta mistökin hér.

 • Hvaða embætti hafði Benedikt með höndum fyrir Samfylkinguna?

 • Hlynur Þór Magnússon

  Hér finnst mér talsverður eðlismunur. Annars vegar er um að ræða sjálfan formann Landssambands framsóknarkvenna, hins vegar óbreyttan flokksmann í Samfylkingunni, sem að vísu hefur tekið þátt í prófkjöri án þess þó að hljóta þann framgang sem hann stefndi að, ef ég man rétt. Vonandi leiðréttir einhver þetta ef ég fer rangt með.

 • Þetta er nú meira bullið í þér Einar.

  Anda djúpt – og aftur… og aftur…

 • Halldór Halldórsson

  Ja, hver þremillinn! Einhver að velta fyrir sér hvort „ritstjórn Eyjunnar hafi pólitísk markmið en ekki góða blaðamennsku að leiðarljósi?“

  Ritstjórn Eyjunnar hefur ekki glóru um hvað góð blaðamennska snýst!

 • Ég veit bara að ég kíki hér inn til að skoða Samfylkingarslagsíðuna á málum, miðað við Moggann. Þetta verður allt að vera í samræmi svo maður festist ekki í einhverju botnfeni og komist ekki leiðar sinnar. Svo sannarlega er þetta ekkert annað en Samfylkingarmiðill, það vita held ég flestir. Ef til vill með Framsóknarívafi eftir að Björn Ingi keypti miðilinn.

 • Eyjan er ekki fréttamiðill.

  Hún er endurvarp og endurvinnsla frétta sem aðrir hafa unnið.

  Og svo einhver vitleysa sem tekin er af facebook.

 • Eyjólfur

  Tek undir með Ásthildi, ég býst við Samfylkingarslagsíðu hér á bæ. Um að gera að reyna að sjá sem flest sjónarhorn, frekar en að festast í einhverjum bergmálsklefum í leit að staðfestingu á eigin skoðunum.

 • Einar Steingrímsson

  Benedikt hefur verið talsvert áberandi í umræðunni síðustu árin. Eyjan hefur sagt margar fréttir af fólki sem sagt hefur sig úr öðru flokkum, án þess að það hafi gegnt áberandi störfum eða verið áberandi í umræðunni.

  Auk þess, og það tel ég mikilvægast, færði Benedikt ítarleg rök fyrir máli sínu, þar sem óhætt er að segja að hann tali fyrir munn margra sem hafa stutt flokkinn.

 • Jú jú þetta er svona Samfylkingarevrópusíða.

 • Rósa, er ekki Eyjan frekar andvarp óánægjunnar? Hvernig getur heiðarlegt fólk verið í vinnu hjá Birni Hrafnssyni, þeim hinum sama sem ætlaði að stela Orkuveitunni og færa klíkuvinum að gjöf?

 • Þetta er málefnalegt og gott bréf hjá Benedikt. Veit hinsvegar ekki hvort úrsögn hans gefur tilefni til meiriháttar fréttaumfjöllunar.
  .
  Vonbrigði með pólitískan frama og vandræði með myndarlega húsbyggingu stjórna ábyggilega einhverju um málflutning hans.

 • Einar Steingrímsson

  Það er kannski best að taka það fram, svo allt sé á hreinu, að ég hef ekki hugmynd um hugsanlegar væntingar Benedikts um „pólitískan frama“, hvað þá veit ég nokkuð um einkahagi hans (umfram það sem hægt er að sjá á netinu). Mér finnst það heldur ekki skipta neinu máli hér, þar sem hann hefur verið mjög málefnalegur í framgöngu sinni.

  Ég hef bara fylgst með honum í umræðunni, nokkrum sinnum í Silfri Egils, og talsvert á Facebook. Mér finnst afstaðan sem birtist hjá honum vera sú sem ég hefði vænst hjá jafnaðarmannaflokki, en því finnst mér ekki að heilsa um forystu Samfylkingarinnar.

 • Einar Guðjónsson

  Einn af flokkseigendum Samfylkingarinnar er ritstjóri Eyjunnar en það skýrir margt í fréttamati hennar.

 • Pétur Örn Björnsson

  Eyjan var góð hér áður fyrr, en hefur hrakað mjög síðastliðið ár.
  Sem fréttamiðill er Eyjan lítils virði.

  Hið jákvæða við Eyjuna er hins vegar, að enn skrifa hér nokkrir
  skeleggir og gagnrýnir bloggpistlahöfundar og að öðrum ólöstuðum
  ber Einar þar hæst, enda verið mjög glöggur og greinandi
  og óvæginn við að minna okkur á helgislepjuna sem drýpur af
  spilltri stjórnsýslunni í makki með sérhagsmunaklíkunum.

 • Einar Steingrímsson

  Jæja, kannski var ég bara of bráður á mér 🙂

  http://eyjan.is/2011/11/28/benedikt-sigurdarson-segir-sig-ur-samfylkingunni/

  Ég verð a.m.k. að hrósa Eyjunni núna fyrir að slá þessu upp eins stórt og mér finnst tilefni til. 🙂

 • Pétur Örn Björnsson

  Eyjan þagði, þar til þú vaktir athygli á því Einar.
  Sýnir vel vikt þína í umræðunni.

 • Leifur A. Benediktsson

  Ég verð að taka undir með Pétri Erni,að Einar Steingrímsson ofurbloggari er einn albeyttasti og skeleggasti penni sem sem ég les að staðaldri.

  Hann er þyngdar sinnar virði í gulli,ef ekki hvítagulli. Eftir að Bingi tók við Eyjunni hefur henni hrakað mikið eftir að Fésið var tekið upp. Umræðan er ekki eins snörp og hröð nú,og það er miður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur