Föstudagur 09.12.2011 - 16:43 - 29 ummæli

Guðmundasti flokkurinn

Besti flokkurinn var frábært framtak sem veitti fjórflokknum ærlega ráðningu í borginni, og sýndi að gömlu valdaklíkurnar höfðu nákvæmlega enga sérstaka þekkingu á því hvernig eigi að reka borg, enda eru þær drifnar áfram af öðrum hagsmunum, nefnilega að sanka að sér sem mestum völdum.

Guðmundasti flokkurinn er hins vegar, því miður, skilgetið afkvæmi fjórflokksins, í marga ættliði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

 • Pétur Örn Björnsson

  Minnir mig á gamalt lag með Megasi:

  „Jónas Ólafur, Jónas Ólafur, Jónas Ólafur
  Jóhannesson frá Hribbbb … bluuuu!“

 • Heyr, heyr!

  Aðalatriði málsins er að þetta er skilgetið afkvæmi fjórflokksins.

  Ekki það sem þessi niðurlægða þjóð þarf.

 • Ómar Kristjánsson

  það eru allir flokkar að langfeðgatali komnir af ,,fjórflokknum“. Svipað og allir íslendingar eru komnir af Jóni Arasyni.

  Enda er BF ekkert að stjórna öðruvísi í meginlínum en hefðbundinn fjórflokkur.

 • Hallur Magnússon

  Greyið mitt 🙂

 • Kalla Lóa Karlsdóttir

  Það er nefnileg það. Trúðurinn villti ekki á sér heimildir, það var fólkið sem hélt, það fengi eitthvað betra á þeim tímapúnkti. Nú er hann búinn að sanna sig, þarf ekki að hafa mörg orð um það, en viljum við þetta í landspólitíkina? Mætti ég frekar biðja um pistlahöfund Einar Steingrímsson í pólitíkina, nefnilega fólk með VITI…. POR FAVOR..

 • aagnarsson

  100% rétt hjá Einari.

 • Andrés Ingi

  Mikið rétt, Einar, og einnig skilgetið afkvæmi kollubana.

 • eina markmiðið hjá þessum flokki er að gerast atvinnupólítíkusar! Enda með enga stefnu nema … hmm… öööö… við erum frjálslyndir evrópusinnar því að það hljómar svo nútímalega og töff :þ

 • Leifur A. Benediktsson

  Hér verð ég að koma Bestu afkvæmunum aðeins til varnar. Á þetta nýja framboð að sem sagt að vera andvana fætt, vegna þess að G.Steingrímsson er sonur föðurs síns?

  Er ekki í lagi heima hjá ykkur? Mér vitanlega er Guðmundur ,,nikkuleikari“ alveg hreint prýðilega vel þenkjandi maður og skýr.

  Hver er hans spillingarslóð?

  Besti flokkurinn er það langbesta sem fram hefur komið á sjónarsviðið í pólitík frá lýðveldisstofnun í mínum huga. Hann fær 100% stuðning minn í næstu borgarstjórnarkosningum.

  Með þáttöku Besta fólksins á landsvísu eru stjórnmálin loksins að fara að taka á sig breytta mynd, sem mér hugnast mjög vel.

  4FLokknum veitir ekki af duglegri og nauðsynlegri rassskellingu í næstu alþingiskosningum. Þetta nýja framboð er vonandi að fara að taka á sig mynd og málefnaskráin í mótun.

  Þið hin, sem hér hafa allt á hornum ykkar,segi ég bara eitt!
  Komið þið fram með tillögur um myndun nýs afls,sem getur tekist á við 4FLokkaMafíuna.

  Kalla Lóa Karlsdóttir, ertu að tala um Jón Gnarr? Ef svo er,þá hefur honum tekist að halda býsna vel utan um borgarsjóð,eftir allt sem á undan var gengið í tíð 4FLokka vitleysingana.

 • Ómar Kristjánsson

  Málið er það sýnist mér, að hugsanlega kann flokkurinn að vera fylgjandi evrópusamvinnu. það er = bannfæring.

 • Arnór Valdimarsson

  Leifur A. Benediktsson , Hreyfingin rígstendur sig í stjórnarandstöðu í málum þeim sem þeirra stefnuskrá býður.
  Og er því eina aflið á Alþingi sem stendur sig við kjósendur sína. Skoðiði hvað 3 þingmenn hennar hafa áorkað, án fjármagnsins og stuðningsins og mafíunnar sem stendur að baki hinum flokkonum.

  Guðmundur hefur þegar starfað í tvemur af 4flokknum, og nú þegar fylgi þeirra er komið í frostmark á að nota nýtt afl sem aðgöngumiða og plata fólk með „einhverju nýju“ Guðmundur er ekkert nýtt. Hann hefur eingöngu það fram að færa að hann getur ekki unnið með öðrum og svo að sjálfsögðu arfleið föður síns og afa.
  Er hann hið nýja andlit Íslands?

  Nei takk ekki fyrir mig. Enda set ég ESB sem er hanns eina stefnumál, til hliðar.

  Það er enn sami forgangurinn. Hér hefur ekkert breytst, banksterarnir ganga allir lausir, heimilin svelta og eru sköttuð til Heljar, sömu glæpa klíkurnar stýra enn öllu, 4flokka mafían ætlar alls ekki að víkja, LÍÚ á enn kvótann.

  Hvað ætlar hann að gera í STÓRU MÁlUNUM og ætlar hann að forgangsraða rétt eða skíta í brækurnar eins og samspillingin og WC með því að halda ESB sem forgangsmáli og svíkja þjóðina með lausnir á hennar brýnustu málum.
  Skuldir heimilanna og atvinnuleysi og fátækt sem því fylgir eru FORGANGSMÁL .
  ESB er á hausnum og má bíða örlaga sinna. Það geta heimilin ekki.

 • Arnór Valdimarsson

  P/s.
  Að sjálfsögðu sammála síðuhöfundi.
  Guðmundur er ekkert annað en skilgetið afkvæmi 4flokksins.
  VARIST ódyrar eftirlýkingar.

 • Pétur Örn Björnsson

  Ps. Vel mælt Arnór og vitaskuld mælir Einar rétt í pistli, sem jafnan!

 • Leifur A. Benediktsson

  Arnór Valdimarsson,

  Ég tel, eins og þú að Hreyfingin hefur almennt séð, staðið sig vel innan Alþingis. En hún hefur einhverra hluta vegna ekki náð að marka nein afgerandi spor í þinginu.

  Kraftur og útgeislun þingmanna Hreyfingarinnr er engan veginn að heilla þjóðina. Hreyfinguna skortir alvöru leiðtoga sem lætur vel í sér heyra.

  Varðandi þetta nýja framboð sem verið er að móta frá grunni,þá verðum við einfaldlega að gefa þeim tíma og ráðrúm til að móta sína stefnuskrá.

  Þegar hún er tilbúin og birtist okkur, þá fyrst getum við tekið til við að gagnrýna hana og metið. Við eigum ekki að dæma og djöflast í þessu nýja afli út frá einum einstaklingi sem þar er í frontinum.

  Hann mun ekki frekar en Jón Gnarr í Besta, móta stefnuna einsamall. Það mun hins vegar allt baklandið og einnig hinir sem skipa munu framvarðasveitina.

  Gefum þessu sinn tíma, Reykjavík var ekki byggð á einum degi frekar en Róm.

 • Viktor Orri Valgarðsson

  Er þetta ekki örugglega spaug?

  Að dæma menn í stjórnmálum út frá forfeðrum sínum og ættmennum er líklega ein ómálefnalegasta gagnrýni sem ég hef heyrt. Ættir að skammast þín fyrir þennan hugsunarhátt.

 • Margrét Sigurðardóttir

  Sammála Einari með Besta flokkinn og erfingjana.

  Hreyfingin hefur þann strúktúr að vera alls ekki með sterkan leiðtoga. Sú gamaldags pólitík að setja allt traust á einn sterkan foringja kom okkur í þennan djúpa skít sbr. Dabbi og allt á undan honum.

  Í stefnuskrá Hreyfingarinnar eru kröfur um lýðræðisumbætur, stjórnkerfisbreytingar, efnahagsaðgerðir og hjálp til heimilanna efstar á blaði.
  http://www.hreyfingin.is/stefnan.html

  Og vegna þeirra klíkustjórnmála sem gegnsýrt hafa íslenskt samfélag, er í stefnuskrá Hreyfingarinnar eftirfarandi: „Æðstu embættismenn verði valdir á faglegum forsendum. Ráðherrar, ráðuneytisstjórar, dómarar og aðrir yfirmenn stjórnsýslunnar verði hæfnismetnir af fagfólki fyrir ráðningu.“

  Að ekki verði lengur ráðið eftir FLokksskírteinum eða fjölskyldutengslum er krúsíal því líkt og foringjaræðið leiddi það til þeirra hörmunga sem við eigum nú við að stríða.

 • Það er rétt að taka fram að það sem ég átti við með því að hér sé um að ræða „skilgetið afkvæmi fjórflokksins, í marga ættliði“ eru ekki forfeður Guðmundar, heldur sú staðreynd að hann hefur alið mestallan sinn aldur innan þess flokkakerfis sem hér hefur drottnað í áratugi. Og að þótt mér virðist Guðmundur vera með skárri þingmönnum í framgöngu sinni þá fæ ég ekki betur séð en að hann hafi engan áhuga á að ráðast gegn þessu valdakerfi sjálfu, sem er svo gerspillt að það verður aldrei bætt í rólegheitum innan frá.

  Það sýnist mér reyndar að gildi um alla sem starfa lengi innan þessa valdakerfis og það kemur ekki á óvart; við erum flest þannig að við lögum okkur að þeim aðstæðum sem við lifum í.

  Auðvitað er það svo sláandi að Guðmundur er beinlínis afkomandi valdamikilla manna í þessu kerfi, og ég játa að ég er ekki svo heilagur að mér finnist rangt að skírskota óbeint til þess, sem ég myndi ekki gera nema AF ÞVÍ að það endurspeglar pólítíska veruleikann sem ég held fram um þetta mál.

 • Lýst vel á þennan nýja flokk, sýnist flestir hér í athugasemdakerfinu vera á móti vonda 4 flokknum eins og ég og mér sýnist síðuhöfundur líka.
  Ég spyr, hvað er svona vont við það að Guðmundur rekist ekki innan fjórflokksinns (sbr. úrsagnir úr 2 þeirra) ? er það ekki akkúrat tilefni til þess að fá hann með í flokk sem á að vera valmöguleiki gegn fjórflokknum ?, skiptir Guðmundur annars svo stóru máli innan þessa nýja flokks ?

  Er það ekki bara hið besta mál að fá sambærilegan flokk og besta flokkinn í Reykjavík á landsvísu, ég get ekki betur séð en þeir séu að gera mun betur í R-vík en ég treysti nokkrum af 4flokkunum til að gera með sitt baktjaldamakk og smurðar eftirlaunastöður til handa vildarvinum ofl.
  Sjálfsagt gæti Besti betur og sennilega er hægt að gera betur á einhverjum vígstöðvum en einhvernvegin virðist hann þó heiðarlegur.

  Ég vona að úrtölumenn þessa nýja afls, sem margir hverjir verða úr innsta koppi fjórflokksinns (margir vegna eiginhagsmuna) nái ekki að eyðileggja nýtt framboð á næstu misserum með árásum á persónur og ættartengsl flokksmeðlima án þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig og hvort það á eftir að hafa nokkur áhrif á nýja framboðið.

  Byrjum á að anda með nefinu, kíkjum á stefnuskrá og málefni og dæmum eftir reynslu og efndum, það er engin sem segir að við megum ekki vera skeptísk á nýtt framboð enda hafa þau ekki gengið vel í gegnum tíðina, hversu góð sem þau hafa verið.
  Ég ætla allavegana að halda í vonina um að þetta nýja afl sé alvöru mótvægi við gegnsýrt fjórflokkakerfið og hika ekki við að kjósa þá ef mér líkar þokkalega við stefnuskrána (gef þeim örugglega meiri slaka en fjórflokk), þrátt fyrir ætterni einhverra persóna innan hans sem ég get verið sammála eða ósammála á málefnalegum grunni.

 • Hreggviður

  Mér líst vel á þetta framboð og sérstaklega að Guðmundur fylgir með. Það er greinilegt að mönnum stendur ógn af Guðmundi, annars væru þessar árásir á hann ekki að birtast í flestu skrifuðu máli á neti sem og annars staðar.
  Besti hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem besta aflið í borginni, nú er tími kominn fyrir landsmálin.
  Mitt atkvæði fer til Besta & Co.

 • Atli: Hefur þú kíkt á stefnuskrá þessa nýja flokks? Hvar finnur maður hana?

 • Nei Einar, ég er ennþá í nefönduninni og ekki búinn að dæma neinn úr leik fyrirfram hvorki menn eða stefnur.

 • Davíð Á Davíðsson

  Arnór Valdimarsson,
  Hreyfingin brást í fyrsta málinu sem á reyndi – hver og einn þessara þingmanna sveik loforð sín og fóru í hrossakaup um stefnumál.
  Gáfu eftir Evrópusambandið fyrir eitthvað annað sem þeim hugnaðist meir þá stundina …og Arnór – ég veit hvað stóð í stefnuskrá þeirra en ég veit líka hvað þau sögðu á kosningafundum og hvers vegna ég greiddi þeim atkvæði sem þau síðan de facto rændu.

 • Pétur Örn Björnsson

  Maður les um „niðurspírala“ fjármálakerfisins á glóbal vísu.
  Það eru rosalegar sviptingar núna og ekki bara markaðspaníkk.
  Vantraustið er orðið viðvarandi og hrynjandin magnast.

  Hví skyldi vantraustið ekki ná til íslenska 4-flokka kerfisins?
  Það sér það hver heilvita maður að það er handónýtt, en hjarir
  sem hundur á roði, meðan óbreyttur almenningur biður bara um

  heiðarleika, gegnsæi, sanngirni, réttlæti og jafnrétti,
  en fær ekkert af þessu. Við biðjum bara um lýðræði, en ekki
  4-faldar flokka lygar á 4-urra áranna frestinum.

  Það má vel vera að sumir telji Guðmund Skárra en ekkert.
  Kannske … en ég vonast til að fram komi miklu róttækara stjórnmálaafl
  sem muni berjast af fullum krafti til hagsbóta fyrir íslensk heimili
  og smáfyrirtæki og taka á kerfislægri spillingu og samansúrrun
  4-flokkanna og banksteranna. Með fullri virðingu fyrir Guðmundi
  og Heiðu Helga Pé, í þægilegri innivinnu núna, þá tel ég þau ekki vera svarið sem einhvers konar B-deild Samfylkingarinnar.

 • Sjáandinn

  Maddaman birtist á miðilsfundi sem margfalt útfrymi, sjá:

  http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/1210478/

 • Tek undir með Einari og Arnóri. Það er afar varhugavert að stökkva á einhvert nýtt framboð, sem hefur ekkert fram að færa annað en stjörnur sem hafa ekkert sýnt fram á nema að vera til. Guðmundur virðist mér vingla og dingla, eða hvaða afrek hefur þessi maður unnið á alþingi? Hvar hefur hann sýnt fram á að hann skipti einhverjum sköpum? Fólk sem hleypur til á næsta hest sem bíðst eru að mínu mati kjánar sem hugsa ekki til framtíðar, heldur vilja bara lausnir og spá ekkert í hvernig lausnir, eða hvað lausnin sem þeir stökkva á hafa yfirleitt nokkuð fram að færa.

 • Ásthildur Cesil Þórðardóttir:
  „Fólk sem hleypur til á næsta hest sem bíðst eru að mínu mati kjánar sem hugsa ekki til framtíðar“

  Ég segi frekar að fólkið sem stekkur á þessa 4 hesta sem fyrir eru, eru mestu kjánarnir.

  Á virkilega að kjósa sömu vitleysuna og hefur verið við líði hérna alla síðustu öldina? Eruð þið ekki búin að fá nóg?

 • Guðmundur hefur ekki breytt um skoðun á sínum grundvallar sjónarmiðum í gegnum tíðina. Hins vegar hefur hann reynt að koma þeim á framfæri innan tveggja flokka án þess að finna þeim farveg.

  Ég tel honum það til tekna að gera það sem fæstir gera. Búa bara til eigin flokk til að rödd sín heyrist í stað þess að detta í formið sem fjórflokkarnir hafa búið til fyrir sína veðhlaupahesta og samsamast þannig kerfinu sem nú er við lýði.

  Sömuleiðis hefur hann þann stóra kost að ræða málefnalega um hlutina á yfirvegaðann hátt í stað þess að tækla manninn og fara í niðurrif eins og eiginlega allir aðrir gera í pólitík í dag.

  Lágmark að gefa þessu framboði séns og sjá hvað þau hafa fram að færa í stað þess að afskrifa þetta með einhverju yfirborðskenndum frösum um ætterni eða grínframboð án þess að skoða hvað þau munu standa fyrir.

 • Pétur Örn Björnsson

  Páll, nóg er spurt hér að ofan, en á Guðmundur kannske engin svör við þeim?
  Maðurinn hefur gengið með þetta í maganum lengi og Heiða Helga Pé líka.
  Fólk hefði haldið, miðað við allan undirbúninginn og virkt flokkastarf þeirra samanlagt í 3 ur flokkum, Framsókn, Samfylkingu og Besta, að kynningin yrði ekki jafn ámátlega kauðsk … höfðu þau ekkert að segja um stóru málin sem brenna á heimilum landsins? Lifa þau bara í verndaðri innivinnu með já-liðið í kringum sig, veruleikafirrt?
  Fjallið tók þó loks jóðsótt og sjá: það komu tvær hræddar sirkus-mýs.

 • Pétur, prófaðu að lesa þetta: http://blog.eyjan.is/gummisteingrims/2011/12/11/nyja-frambodid/

  Þarna svarar hann m.a. þér ágætlega:
  „Stefnuskrá í heild sinni liggur auðvitað ekki fyrir, en við höfum skoðanir. Mig grunar að þeir sem gagnrýna núna að stefnuskrá hafi ekki verið lögð fram myndu vera þeir sömu og myndu gagnrýna það mjög ef við hefðum virkilega lagt hana fram. Þá hefði hún nefnilega verið lögð fram áður en málefnastarf hefst. Hversu lýðræðislegt væri það?

  En svo er hitt: Það er ákveðinn hópur sem virðist alltaf halda því fram, alveg sama hversu oft maður segir skoðanir sínar á helstu málum, að maður hafi samt enga stefnu. Hvað er þá stefna? Er það ekki stefna að vilja klára aðildarviðræður, að vilja taka upp aðra mynt, að vilja selja raforku hærra verði og græða þar með á orkuauðlindunum loksins, að vilja að nýja stjórnarskráin fari fyrir dóm þjóðarinnar, að vilja tryggja að þjóðin fái meiri arð af sjávarauðlindinni, að vilja einfaldara regluverk utan um atvinnuvegina, setja fé í nýsköpunarsjóði, skapandi greinar, grænan iðnað…. etc.“

  Finnst þetta ekki hljóma eins og hrædd sirkus mús með enga skoðun. Held reyndar að það séu sárafáir ef nokkrir í fjórflokkunum sem hafa útlistað sínar skoðanir á jafn afdráttarlausan hátt í sumum af stóru málunum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur