Laugardagur 21.04.2012 - 12:22 - 6 ummæli

Vinir fasismans á Íslandi

Ég er ekki andkapítalisti, í þeim skilningi að ég er fylgjandi sem mestu frelsi fyrir einkaframtak og óheft viðskipti, að því tilskildu að komið sé í veg fyrir óeðlileg forréttindi og fákeppni. Ég er líka fylgjandi sem mestri alþjóðavæðingu, í þeim skilningi að ég vil sem minnst höft á samskiptum fólks og fyrirtækja yfir landamæri. En, ofar öllu þessu stendur krafan um mannréttindi öllum til handa, alltaf og alls staðar.

Þess vegna býður mér við móttökunum sem fulltrúi kínversku fasistastjórnarinnar fær hjá íslenskum stjórnvöldum. Og það hryggir mig að sjá hversu margir, sérstaklega meðal stuðningsmanna „vinstri“ flokkanna, líta á þetta sem sjálfsagðan hlut.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Íslensk stjórnvöld eiga í dag miklu meira sameiginlegt með „vinum fasismans“ heldur en stjórnvöldum í kringum okkur.
  Stefnan er í áttina að ríkiskapítalisma eins og hann er stundaður í Kína með allri þeirri spillingu sem því fylgir. Þeir atvinnurekendur sem ekki eru þóknanlegir stjórnvöldum fá fyrir ferðina og reynt er að koma í gegn lagabreytingum til að ganga á milli bols og höfuðs á þeim. Minnir svolítið á vinnubrögð Kínverja. Jóhanna og Steingrímur hefðu örugglega náð langt innan kínverska kommúnistaflokksins…

 • Ég var einmitt að hugsa það sama.

  dude mætti hins vegar hafa vit á að þegja.

 • Haukur Kristinsson

  Eitt af okkar stóru vandamálum er það, hvað við eigum marga innbyggjara sem hugsa eins og þessi „dude“. Eins og fávitar.

 • Þetta er bara Jóhanna Sig og hennar lið í hnotskurn. Eftir að hún varð forsætisráðherra hefur hennar rétta eðli aldeilis birst okkur.
  Þjóðin á betra skilið en þetta „kameljón“ sem kerlingin er og við sem höfum stutt hana í gegnum tíðina skömmumst okkar alveg innilega fyrir að hafa látið glepjast af lygum og fagurgala þessarar „konu“.

 • Ég er algjörlega sammála Einari, var bara að reyna útskýra afhverju Jóhanna og co bugta sig og beygja fyrir Kínverjum. Vinstri menn og þeir sem eru langt til hægri vilja stjórna og þá helst öllu í okkar lífi, geta ekki sætt sig við að öll völd séu ekki í þeirra höndum. Þetta á alveg jafn vel við Jóhönnu og Steingrím og risaeðluna Davíð Oddson og fleiri yst til hægri í Sjálfstæðisflokknum. Móttökurnar sem Sjálfstæðismenn gáfu Kínverjum hér fyrir nokkrum árum voru t.d. jafnvel betri en þær sem þeir fá núna.

 • RúnarJóh

  Gaman að kíkja á tímana í þessum færslum hér, það ætlaði allt um koll að keyra á fáum mín. En svo kom dude með kommentið hvernig ríkisstjórnin við völd á þeim tíma (2002) sleiktu hreinlega óþvegið rassgatið á kínaheimsókninni sem kom þá.
  Meiriháttar gullfiskaminni sem við erum með og fljót að gleyma.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur